Páll Bergþórsson fór í fallhlífarstökk: „Reynir meira á mann að ganga 100 metra“ Atli Ísleifsson skrifar 16. ágúst 2018 21:16 Páll stökk úr þriggja kílómetra hæð en flugvélin tók á loft frá Hellu. Mynd/Baldur Pálsson Páll Bergþórsson, veðurfræðingur og fyrrverandi veðurstofustjóri, fór í fallhlífarstökk í fyrsta sinn fyrr í dag. Páll er 95 ára gamall og kveðst mjög ánægður með að hafa látið vaða. „Ég var að prófa þetta í fyrsta skipti. Þó ég hafi nú eiginlega lifað á loftinu allan tímann sem veðurfræðingur þá hef ég aldrei farið í loftköstum fyrr en núna. Ég mátti til með að prófa það,“ segir Páll í samtali við Vísi. Páll stökk úr flugvél sem tók á loft frá Hellu og segir hann stökkið hafa verið ljómandi skemmtilegt og miklu þægilegra og notalegra en hann hafði fyrirfram búist við. „Þetta reynir ekkert á mann. Það reynir meira á mann að ganga 100 metra. Það var afskaplega skemmtilegt að finna loftið leika um sig og sjá jörðina mæta manni.“ Hann stökk úr þriggja kílómetra hæð og segist hafa náð 200 kílómetra hraða á leiðinni niður áður en fallhlífin var opnuð. „Maður fann samt eiginlega ekkert fyrir því. Það var mikill vindur, en þetta var ljómandi skemmtilegt.“En hvað fær 95 ára gamlan mann til að prófa fallhlífarstökk í fyrsta skipti?„Það var tilviljun. Það voru menn sem ég þekki, sonur minn sem fór í þetta. Þá datt mér þetta í hug. Ég vissi ekki að hægt væri að fá svona þjónustu hér. Þegar ég vissi það þá var þetta ákveðið.“Nú hef ég ekki prófað fallhlífarstökk. Mælir þú með þessu?„Ég mæli með því.“Á ég ekki að bíða með það þar til að ég verð 95 ára?„Nei, þú skalt gera það heldur fyrr.“ Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Fleiri fréttir Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Sjá meira
Páll Bergþórsson, veðurfræðingur og fyrrverandi veðurstofustjóri, fór í fallhlífarstökk í fyrsta sinn fyrr í dag. Páll er 95 ára gamall og kveðst mjög ánægður með að hafa látið vaða. „Ég var að prófa þetta í fyrsta skipti. Þó ég hafi nú eiginlega lifað á loftinu allan tímann sem veðurfræðingur þá hef ég aldrei farið í loftköstum fyrr en núna. Ég mátti til með að prófa það,“ segir Páll í samtali við Vísi. Páll stökk úr flugvél sem tók á loft frá Hellu og segir hann stökkið hafa verið ljómandi skemmtilegt og miklu þægilegra og notalegra en hann hafði fyrirfram búist við. „Þetta reynir ekkert á mann. Það reynir meira á mann að ganga 100 metra. Það var afskaplega skemmtilegt að finna loftið leika um sig og sjá jörðina mæta manni.“ Hann stökk úr þriggja kílómetra hæð og segist hafa náð 200 kílómetra hraða á leiðinni niður áður en fallhlífin var opnuð. „Maður fann samt eiginlega ekkert fyrir því. Það var mikill vindur, en þetta var ljómandi skemmtilegt.“En hvað fær 95 ára gamlan mann til að prófa fallhlífarstökk í fyrsta skipti?„Það var tilviljun. Það voru menn sem ég þekki, sonur minn sem fór í þetta. Þá datt mér þetta í hug. Ég vissi ekki að hægt væri að fá svona þjónustu hér. Þegar ég vissi það þá var þetta ákveðið.“Nú hef ég ekki prófað fallhlífarstökk. Mælir þú með þessu?„Ég mæli með því.“Á ég ekki að bíða með það þar til að ég verð 95 ára?„Nei, þú skalt gera það heldur fyrr.“
Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Fleiri fréttir Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Sjá meira