Páll Bergþórsson fór í fallhlífarstökk: „Reynir meira á mann að ganga 100 metra“ Atli Ísleifsson skrifar 16. ágúst 2018 21:16 Páll stökk úr þriggja kílómetra hæð en flugvélin tók á loft frá Hellu. Mynd/Baldur Pálsson Páll Bergþórsson, veðurfræðingur og fyrrverandi veðurstofustjóri, fór í fallhlífarstökk í fyrsta sinn fyrr í dag. Páll er 95 ára gamall og kveðst mjög ánægður með að hafa látið vaða. „Ég var að prófa þetta í fyrsta skipti. Þó ég hafi nú eiginlega lifað á loftinu allan tímann sem veðurfræðingur þá hef ég aldrei farið í loftköstum fyrr en núna. Ég mátti til með að prófa það,“ segir Páll í samtali við Vísi. Páll stökk úr flugvél sem tók á loft frá Hellu og segir hann stökkið hafa verið ljómandi skemmtilegt og miklu þægilegra og notalegra en hann hafði fyrirfram búist við. „Þetta reynir ekkert á mann. Það reynir meira á mann að ganga 100 metra. Það var afskaplega skemmtilegt að finna loftið leika um sig og sjá jörðina mæta manni.“ Hann stökk úr þriggja kílómetra hæð og segist hafa náð 200 kílómetra hraða á leiðinni niður áður en fallhlífin var opnuð. „Maður fann samt eiginlega ekkert fyrir því. Það var mikill vindur, en þetta var ljómandi skemmtilegt.“En hvað fær 95 ára gamlan mann til að prófa fallhlífarstökk í fyrsta skipti?„Það var tilviljun. Það voru menn sem ég þekki, sonur minn sem fór í þetta. Þá datt mér þetta í hug. Ég vissi ekki að hægt væri að fá svona þjónustu hér. Þegar ég vissi það þá var þetta ákveðið.“Nú hef ég ekki prófað fallhlífarstökk. Mælir þú með þessu?„Ég mæli með því.“Á ég ekki að bíða með það þar til að ég verð 95 ára?„Nei, þú skalt gera það heldur fyrr.“ Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið Fleiri fréttir Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann Sjá meira
Páll Bergþórsson, veðurfræðingur og fyrrverandi veðurstofustjóri, fór í fallhlífarstökk í fyrsta sinn fyrr í dag. Páll er 95 ára gamall og kveðst mjög ánægður með að hafa látið vaða. „Ég var að prófa þetta í fyrsta skipti. Þó ég hafi nú eiginlega lifað á loftinu allan tímann sem veðurfræðingur þá hef ég aldrei farið í loftköstum fyrr en núna. Ég mátti til með að prófa það,“ segir Páll í samtali við Vísi. Páll stökk úr flugvél sem tók á loft frá Hellu og segir hann stökkið hafa verið ljómandi skemmtilegt og miklu þægilegra og notalegra en hann hafði fyrirfram búist við. „Þetta reynir ekkert á mann. Það reynir meira á mann að ganga 100 metra. Það var afskaplega skemmtilegt að finna loftið leika um sig og sjá jörðina mæta manni.“ Hann stökk úr þriggja kílómetra hæð og segist hafa náð 200 kílómetra hraða á leiðinni niður áður en fallhlífin var opnuð. „Maður fann samt eiginlega ekkert fyrir því. Það var mikill vindur, en þetta var ljómandi skemmtilegt.“En hvað fær 95 ára gamlan mann til að prófa fallhlífarstökk í fyrsta skipti?„Það var tilviljun. Það voru menn sem ég þekki, sonur minn sem fór í þetta. Þá datt mér þetta í hug. Ég vissi ekki að hægt væri að fá svona þjónustu hér. Þegar ég vissi það þá var þetta ákveðið.“Nú hef ég ekki prófað fallhlífarstökk. Mælir þú með þessu?„Ég mæli með því.“Á ég ekki að bíða með það þar til að ég verð 95 ára?„Nei, þú skalt gera það heldur fyrr.“
Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið Fleiri fréttir Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann Sjá meira