Khabib biðst afsökunar á ólátunum eftir sigurinn á Conor Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 7. október 2018 15:38 Khabib sigraði Conor í UFC 229 í nótt Vísir/Getty UFC léttivigtarmeistarinn Khabib Nurmagomedov hefur beðist afsökunar á ólátunum sem brutust út í kjölfar sigur hans á Conor McGregor í nótt. Allt varð vitlaust í Las Vegas í nótt eftir bardaga Khabib og Conors en eftir að Khabib sigraði Conor brutust út hópslagsmál. Khabib var frábær í bardaganum sjálfum og átti sigurinn svo sannarlega skilið. En eftir að Conor gafst upp lét Khabib gamminn geysa yfir aðstoðarmenn Conors og fleygði gómnum sínum í átt að þeim. Næst stökk hann yfir búrið og réðst á aðstoðarmenn Conors. Á sama tíma tóku þrír vinir Khabib upp á því að lauma sér inn í búrið og réðust þeir að Conor. Ótrúlegar senur. Þeir sem réðust á Conor voru handteknir en sleppt skömmu síðar þar sem Conor ákvað að kæra þá ekki. Khabib hefur nú beðist afsökunar á slagsmálunum. „Mig langar að biðja íþróttanefndina afsökunar. Afsakið Las Vegas. Ég veit að þetta var ekki mín besta hlið. Þetta er ekki mín besta hlið, ég er mennskur,“ sagði Khabib. Khabib skilur hins vegar ekki hvers vegna fólk var hissa á því að hann hafi yfirgefið búrið. „Ég skil ekki hvernig fólk getur talað um að ég hafi stokkið úr búrinu. Hann talaði um trú mína, land mitt og föður. Hann kom til Brooklyn og var með ólæti. Hann drap næstum því fólk! Spáið í það. Af hverju er fólk að velta fyrir sér hvers vegna ég yfirgaf búrið?“ „Mig langar að segja eitt. Ég held að fjölmiðlar hafa breytt MMA. Það er virðing í þessari íþrótt. Þú átt ekki að tala illa um aðra í þessari íþrótt. Ég vil breyta íþróttinni. Ég vil ekki að fólk tali illa um andstæðinginn, eins og að tala illa um föður hans, eða trú. Þú getur ekki talað um trú, þú getur ekki talað um þjóð, þú getur ekki talað um svona hluti. Fyrir mitt leyti, þá er þetta mjög mikilvægt.“ MMA Tengdar fréttir Sjáðu hópslagsmálin eftir bardaga Conors og Khabib í nótt Það varð allt vitlaust í Las Vegas í nótt eftir bardaga Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov. Eftir að hafa pakkað Conor saman gengu Khabib, og hans fylgdarsveinar, berserksgang í höllinni. 7. október 2018 11:32 Hópslagsmálin í Las Vegas frá mörgum sjónarhornum Khabib Nurmagomedov brjálaðist eftir að hafa unnið Conor McGregor í nótt og ætlaði sér að lumbra á öllu hans liði. Myndbönd úr höllinni gefa nýja sýn á lætin. 7. október 2018 13:30 Sigur Khabib fellur í skuggann á ömurlegum hópslagsmálum UFC 229 fór fram í Las Vegas í nótt. Khabib Nurmagomedov sigraði Conor McGregor en eftir bardagann brutust út ömurleg hópslagsmál þar sem hornamenn Khabib réðust að Conor. 7. október 2018 06:45 Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
UFC léttivigtarmeistarinn Khabib Nurmagomedov hefur beðist afsökunar á ólátunum sem brutust út í kjölfar sigur hans á Conor McGregor í nótt. Allt varð vitlaust í Las Vegas í nótt eftir bardaga Khabib og Conors en eftir að Khabib sigraði Conor brutust út hópslagsmál. Khabib var frábær í bardaganum sjálfum og átti sigurinn svo sannarlega skilið. En eftir að Conor gafst upp lét Khabib gamminn geysa yfir aðstoðarmenn Conors og fleygði gómnum sínum í átt að þeim. Næst stökk hann yfir búrið og réðst á aðstoðarmenn Conors. Á sama tíma tóku þrír vinir Khabib upp á því að lauma sér inn í búrið og réðust þeir að Conor. Ótrúlegar senur. Þeir sem réðust á Conor voru handteknir en sleppt skömmu síðar þar sem Conor ákvað að kæra þá ekki. Khabib hefur nú beðist afsökunar á slagsmálunum. „Mig langar að biðja íþróttanefndina afsökunar. Afsakið Las Vegas. Ég veit að þetta var ekki mín besta hlið. Þetta er ekki mín besta hlið, ég er mennskur,“ sagði Khabib. Khabib skilur hins vegar ekki hvers vegna fólk var hissa á því að hann hafi yfirgefið búrið. „Ég skil ekki hvernig fólk getur talað um að ég hafi stokkið úr búrinu. Hann talaði um trú mína, land mitt og föður. Hann kom til Brooklyn og var með ólæti. Hann drap næstum því fólk! Spáið í það. Af hverju er fólk að velta fyrir sér hvers vegna ég yfirgaf búrið?“ „Mig langar að segja eitt. Ég held að fjölmiðlar hafa breytt MMA. Það er virðing í þessari íþrótt. Þú átt ekki að tala illa um aðra í þessari íþrótt. Ég vil breyta íþróttinni. Ég vil ekki að fólk tali illa um andstæðinginn, eins og að tala illa um föður hans, eða trú. Þú getur ekki talað um trú, þú getur ekki talað um þjóð, þú getur ekki talað um svona hluti. Fyrir mitt leyti, þá er þetta mjög mikilvægt.“
MMA Tengdar fréttir Sjáðu hópslagsmálin eftir bardaga Conors og Khabib í nótt Það varð allt vitlaust í Las Vegas í nótt eftir bardaga Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov. Eftir að hafa pakkað Conor saman gengu Khabib, og hans fylgdarsveinar, berserksgang í höllinni. 7. október 2018 11:32 Hópslagsmálin í Las Vegas frá mörgum sjónarhornum Khabib Nurmagomedov brjálaðist eftir að hafa unnið Conor McGregor í nótt og ætlaði sér að lumbra á öllu hans liði. Myndbönd úr höllinni gefa nýja sýn á lætin. 7. október 2018 13:30 Sigur Khabib fellur í skuggann á ömurlegum hópslagsmálum UFC 229 fór fram í Las Vegas í nótt. Khabib Nurmagomedov sigraði Conor McGregor en eftir bardagann brutust út ömurleg hópslagsmál þar sem hornamenn Khabib réðust að Conor. 7. október 2018 06:45 Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
Sjáðu hópslagsmálin eftir bardaga Conors og Khabib í nótt Það varð allt vitlaust í Las Vegas í nótt eftir bardaga Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov. Eftir að hafa pakkað Conor saman gengu Khabib, og hans fylgdarsveinar, berserksgang í höllinni. 7. október 2018 11:32
Hópslagsmálin í Las Vegas frá mörgum sjónarhornum Khabib Nurmagomedov brjálaðist eftir að hafa unnið Conor McGregor í nótt og ætlaði sér að lumbra á öllu hans liði. Myndbönd úr höllinni gefa nýja sýn á lætin. 7. október 2018 13:30
Sigur Khabib fellur í skuggann á ömurlegum hópslagsmálum UFC 229 fór fram í Las Vegas í nótt. Khabib Nurmagomedov sigraði Conor McGregor en eftir bardagann brutust út ömurleg hópslagsmál þar sem hornamenn Khabib réðust að Conor. 7. október 2018 06:45