Óábyrgt að búast við lengsta hagvaxtartíma Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. febrúar 2018 08:00 Þrjár fjármálaáætlanir hafa verið lagðar fyrir þingið á jafnmörgum árum. Samtök atvinnulífsins telja margt athugavert í þeirri nýjustu. VÍSIR/ERNIR Samtök atvinnulífsins (SA) telja gert ráð fyrir of litlum rekstarafgangi í nýrri fjármálastefnu sem liggur fyrir á Alþingi. Að auki setja samtökin út á hve löngu hagvaxtarskeiði er búist við í stefnunni og að ekki séu dregnar upp aðrar mögulegar sviðsmyndir. Þetta er meðal þess sem segir í umsögn SA um fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar. „Þetta er þriðja fjármálastefnan á jafnmörgum árum. Í raun er ekki mikil breyting frá fyrri stefnum en það sem einkennir þær allar er að gengið er út frá þeirri forsendu að hér verði eitt lengsta hagvaxtarskeiði sem við höfum upplifað í áratugi. “ segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA. Í stefnunni er gert ráð fyrir því að hagvöxtur haldi áfram til ársins 2022 en það myndi þýða að hagvaxtartímabilið nú teygði sig yfir ellefu ár. Almennt þá hafa hagvaxtarskeið á Íslandi varað í sex til sjö ár. Undanfarnar vikur hefur hagkerfið sýnt viss merki þess að hjól hagkerfisins snúist aðeins hægar en áður. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA.SAHækkandi launakostnaður hefur haft áhrif hjá mörgum fyrirtækjum og spár nú gera ráð fyrir minni hagvexti en undanfarin ár. „Það eru vísbendingar um að hér sé að hægja mjög hratt á hagkerfinu. Sé hagvöxturinn settur í samhengi við hinn agnarsmáa afgang sem gert er ráð fyrir þá má lítið út af bregða áður en við erum í hallarekstri.“ Í umsögn SA eru settar fram sviðsmyndir sem sýna afkomu ríkissjóðs með tilliti til mismunandi hagvaxtarforsendna. Verði hann til að mynda prósentustigi minni en stefnan gerir ráð fyrir má áætla að afgangur verði helmingi minni. „Það er mikilvægt að aðhalds sé gætt á tímum uppgangs. Það er óábyrg stefna að búa ekki betur í haginn því það mun margborga sig þegar harðnar á dalnum. Fjármálastefnan nú gerir meira að segja ráð fyrir minni afgangi en sú fyrri sem er gagnrýnivert,“ segir Ásdís. Hún segir einnig gagnrýnivert hversu lítil áhersla sé lögð á að draga úr umsvifum hins opinbera þó þau séu ein þau mestu meðal OECD. Ísland sé háskattaríki og stjórnvöld verði að skapa svigrúm til að lækka skatta. „Aukin útgjöld eru ekki ávísun á betri þjónustu. Það skiptir auðvitað máli hvernig er farið með skattfé landsmanna. Illa nýtt skattfé er ekkert annað en sóun á fjármagni og miður að sjá stjórnmálamenn kalla sífellt eftir auknum útgjöldum en gleyma eftirfylgninni. Það er eitt af því sem við köllum eftir í væntanlegri fjármálaáætlun,“ segir Ásdís. Þá setur SA út á útfærslu á reglum um opinber fjármál. Telja þau gagnrýnivert að afkomureglan sem stjórnvöld horfa til leiðrétti ekki fyrir hagsveiflunni. „Í núverandi mynd tryggir afkomureglan ekki það aðhald sem þarf á tímum uppgangs,“ segir Ásdís. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Sjá meira
Samtök atvinnulífsins (SA) telja gert ráð fyrir of litlum rekstarafgangi í nýrri fjármálastefnu sem liggur fyrir á Alþingi. Að auki setja samtökin út á hve löngu hagvaxtarskeiði er búist við í stefnunni og að ekki séu dregnar upp aðrar mögulegar sviðsmyndir. Þetta er meðal þess sem segir í umsögn SA um fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar. „Þetta er þriðja fjármálastefnan á jafnmörgum árum. Í raun er ekki mikil breyting frá fyrri stefnum en það sem einkennir þær allar er að gengið er út frá þeirri forsendu að hér verði eitt lengsta hagvaxtarskeiði sem við höfum upplifað í áratugi. “ segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA. Í stefnunni er gert ráð fyrir því að hagvöxtur haldi áfram til ársins 2022 en það myndi þýða að hagvaxtartímabilið nú teygði sig yfir ellefu ár. Almennt þá hafa hagvaxtarskeið á Íslandi varað í sex til sjö ár. Undanfarnar vikur hefur hagkerfið sýnt viss merki þess að hjól hagkerfisins snúist aðeins hægar en áður. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA.SAHækkandi launakostnaður hefur haft áhrif hjá mörgum fyrirtækjum og spár nú gera ráð fyrir minni hagvexti en undanfarin ár. „Það eru vísbendingar um að hér sé að hægja mjög hratt á hagkerfinu. Sé hagvöxturinn settur í samhengi við hinn agnarsmáa afgang sem gert er ráð fyrir þá má lítið út af bregða áður en við erum í hallarekstri.“ Í umsögn SA eru settar fram sviðsmyndir sem sýna afkomu ríkissjóðs með tilliti til mismunandi hagvaxtarforsendna. Verði hann til að mynda prósentustigi minni en stefnan gerir ráð fyrir má áætla að afgangur verði helmingi minni. „Það er mikilvægt að aðhalds sé gætt á tímum uppgangs. Það er óábyrg stefna að búa ekki betur í haginn því það mun margborga sig þegar harðnar á dalnum. Fjármálastefnan nú gerir meira að segja ráð fyrir minni afgangi en sú fyrri sem er gagnrýnivert,“ segir Ásdís. Hún segir einnig gagnrýnivert hversu lítil áhersla sé lögð á að draga úr umsvifum hins opinbera þó þau séu ein þau mestu meðal OECD. Ísland sé háskattaríki og stjórnvöld verði að skapa svigrúm til að lækka skatta. „Aukin útgjöld eru ekki ávísun á betri þjónustu. Það skiptir auðvitað máli hvernig er farið með skattfé landsmanna. Illa nýtt skattfé er ekkert annað en sóun á fjármagni og miður að sjá stjórnmálamenn kalla sífellt eftir auknum útgjöldum en gleyma eftirfylgninni. Það er eitt af því sem við köllum eftir í væntanlegri fjármálaáætlun,“ segir Ásdís. Þá setur SA út á útfærslu á reglum um opinber fjármál. Telja þau gagnrýnivert að afkomureglan sem stjórnvöld horfa til leiðrétti ekki fyrir hagsveiflunni. „Í núverandi mynd tryggir afkomureglan ekki það aðhald sem þarf á tímum uppgangs,“ segir Ásdís.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Sjá meira