Lífið

„Sjómennskan bjargar mér alltaf feitt“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kalli Bjarni var tekinn með tvö kíló af kókaíni árið 2007.
Kalli Bjarni var tekinn með tvö kíló af kókaíni árið 2007.

„Ég fer alveg frekar ítarlega í gegnum þetta í þættinum. Ég fór alveg yfir lífið frá því ég er gutti og þangað til þar sem ég er í dag,“ segir Karl Bjarni Guðmundsson, í þættinum Harmageddon á X-977 á föstudagsmorgun.

Fjallað var um Kalla Bjarna í þættinum Burðardýr á Stöð 2 í gærkvöldi. Kalli Bjarni er fyrsta Idol-stjarna landsins og vann hug og hjörtu þjóðarinnar með sigri sínum í Idolkeppni Stöðvar 2 árið 2004.

Kalli Bjarni sagði sögu sína í þættinum í gær en hann var dæmdur fyrir fíkniefnasmygl árið 2007 en hann var þá tekinn með tvö kíló af kókaíni á Keflavíkurflugvelli.

„Fólk getur komið úr hvaða æsku sem er og lent í einhverju svona,“ sagði Kalli í þættinum í morgun. Hann mætti í útvarpsþáttinn ásamt blaðakonunni Auði Ösp sem hefur unnið öll viðtölin sem eru í þáttunum Burðardýr.

„Allir þeir sem ég hef rætt við í þáttunum koma að einhverju leyti úr brengluðu umhverfi á einhvern hátt,“ sagði Auður.

En hvað leiddi Kalla til þess að smygla inn kókaíni?

„Þetta gerist eftir frekar marga atburði sem elta hvorn annan. Í mínu tilfelli var ég búinn að nota efnið sem einhverskonar hækju og þetta var komið út einhverju tóma vitleysu. Maður var að vinna á frystitogara en samt að skrimta til að komast í gegnum mánuðinn og þá veit maður að það er eitthvað mikið að.“

Hér að neðan má sjá Kalla flytja finnskt lag til ömmu sinnar sem sýnt var í þættinum í gærkvöldi.

Kalli Bjarni og Auður mættu í hljóðver X-ins á föstudaginn.

Kalli segist ekki hafa verið í neyslu þegar hann vann Idol-keppnina árið 2004 en hún hafi komið í kjölfarið.



„Það var semsagt tekinn ákvörðun um það að ég gæti losnað út úr allri þessari hringavitleysu með því að fara í eina ferð og sækja kókaín. Það er mjög brenglaður raunveruleiki og þegar maður er búinn að keyra á kókaíni í einhvern tíma, þá verður maður mjög veruleikafirrtur,“ segir Kalli en hann átti að smygla inn 700 grömmum frá Frankfurt en þegar hann var tekinn á Keflavíkurflugvelli voru tvö kíló í töskunni.



Þrjár vikur í einangrun

„Það hefur greinilega eitthvað klikkað í talningunni hjá þeim úti. Þetta voru 1998 grömm sem ég var tekinn með. Þetta var falið undir fölskum botni í töskunni og svosem ekki mjög fagmannlega staðið af því.“



Kalli segist hafa farið í þriggja vikna einangrun á Litla-Hraun eftir að hafa verið handtekinn.



„Ég er spurður spjörunum úr daglega en þegar þeir gefast upp á því þá fer ég út úr einangrun. Þá fer ég að lesa öll blöðin og þær fréttir um sjálfan mig. Þar er mikill pakki að takast á við slíkt.“



Auður segir að Kalli Bjarni skeri sig út frá hinum viðmælendunum, þar sem hann sé þekkt andlit á Íslandi.



„Kalli fer svolítið í gegnum þetta í öðru ljósi en aðrir viðmælendur og í þættinum er hann í raun að gera upp líf sitt.“



Söngvarinn segir að lífið hafi ekki verið dans á rósum.



„Sjálfsímyndið og allt þetta dót fer svolítið niður. Maður er kannski í hæstu hæðum einn daginn en í næsta mánuði er maður kominn mjög langt niður. Maður þarf að vinna í helling af hlutum. Það er bara að dusta á hnjánum, standa upp og halda áfram. Sjómennskan bjargar mér alltaf feitt. Ég er að róa með snillingunum á Von GK,“ segir Kalli sem sat inni í um tuttugu mánuði.



Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.