„Sjómennskan bjargar mér alltaf feitt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 12. febrúar 2018 14:30 Kalli Bjarni var tekinn með tvö kíló af kókaíni árið 2007. „Ég fer alveg frekar ítarlega í gegnum þetta í þættinum. Ég fór alveg yfir lífið frá því ég er gutti og þangað til þar sem ég er í dag,“ segir Karl Bjarni Guðmundsson, í þættinum Harmageddon á X-977 á föstudagsmorgun. Fjallað var um Kalla Bjarna í þættinum Burðardýr á Stöð 2 í gærkvöldi. Kalli Bjarni er fyrsta Idol-stjarna landsins og vann hug og hjörtu þjóðarinnar með sigri sínum í Idolkeppni Stöðvar 2 árið 2004. Kalli Bjarni sagði sögu sína í þættinum í gær en hann var dæmdur fyrir fíkniefnasmygl árið 2007 en hann var þá tekinn með tvö kíló af kókaíni á Keflavíkurflugvelli. „Fólk getur komið úr hvaða æsku sem er og lent í einhverju svona,“ sagði Kalli í þættinum í morgun. Hann mætti í útvarpsþáttinn ásamt blaðakonunni Auði Ösp sem hefur unnið öll viðtölin sem eru í þáttunum Burðardýr. „Allir þeir sem ég hef rætt við í þáttunum koma að einhverju leyti úr brengluðu umhverfi á einhvern hátt,“ sagði Auður. En hvað leiddi Kalla til þess að smygla inn kókaíni? „Þetta gerist eftir frekar marga atburði sem elta hvorn annan. Í mínu tilfelli var ég búinn að nota efnið sem einhverskonar hækju og þetta var komið út einhverju tóma vitleysu. Maður var að vinna á frystitogara en samt að skrimta til að komast í gegnum mánuðinn og þá veit maður að það er eitthvað mikið að.“ Hér að neðan má sjá Kalla flytja finnskt lag til ömmu sinnar sem sýnt var í þættinum í gærkvöldi. Kalli Bjarni og Auður mættu í hljóðver X-ins á föstudaginn. Kalli segist ekki hafa verið í neyslu þegar hann vann Idol-keppnina árið 2004 en hún hafi komið í kjölfarið. „Það var semsagt tekinn ákvörðun um það að ég gæti losnað út úr allri þessari hringavitleysu með því að fara í eina ferð og sækja kókaín. Það er mjög brenglaður raunveruleiki og þegar maður er búinn að keyra á kókaíni í einhvern tíma, þá verður maður mjög veruleikafirrtur,“ segir Kalli en hann átti að smygla inn 700 grömmum frá Frankfurt en þegar hann var tekinn á Keflavíkurflugvelli voru tvö kíló í töskunni. Þrjár vikur í einangrun „Það hefur greinilega eitthvað klikkað í talningunni hjá þeim úti. Þetta voru 1998 grömm sem ég var tekinn með. Þetta var falið undir fölskum botni í töskunni og svosem ekki mjög fagmannlega staðið af því.“ Kalli segist hafa farið í þriggja vikna einangrun á Litla-Hraun eftir að hafa verið handtekinn. „Ég er spurður spjörunum úr daglega en þegar þeir gefast upp á því þá fer ég út úr einangrun. Þá fer ég að lesa öll blöðin og þær fréttir um sjálfan mig. Þar er mikill pakki að takast á við slíkt.“ Auður segir að Kalli Bjarni skeri sig út frá hinum viðmælendunum, þar sem hann sé þekkt andlit á Íslandi. „Kalli fer svolítið í gegnum þetta í öðru ljósi en aðrir viðmælendur og í þættinum er hann í raun að gera upp líf sitt.“ Söngvarinn segir að lífið hafi ekki verið dans á rósum. „Sjálfsímyndið og allt þetta dót fer svolítið niður. Maður er kannski í hæstu hæðum einn daginn en í næsta mánuði er maður kominn mjög langt niður. Maður þarf að vinna í helling af hlutum. Það er bara að dusta á hnjánum, standa upp og halda áfram. Sjómennskan bjargar mér alltaf feitt. Ég er að róa með snillingunum á Von GK,“ segir Kalli sem sat inni í um tuttugu mánuði. Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Harmageddon Burðardýr Tengdar fréttir Tveggja vasaklúta flutningur Kalla Bjarna til ömmu Tónlistarmaðurinn og sjóarinn Karl Bjarni Guðmundsson var til umfjöllunar í þættinum Burðardýr á Stöð 2 í gærkvöldi. 12. febrúar 2018 10:30 Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fleiri fréttir Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Sjá meira
„Ég fer alveg frekar ítarlega í gegnum þetta í þættinum. Ég fór alveg yfir lífið frá því ég er gutti og þangað til þar sem ég er í dag,“ segir Karl Bjarni Guðmundsson, í þættinum Harmageddon á X-977 á föstudagsmorgun. Fjallað var um Kalla Bjarna í þættinum Burðardýr á Stöð 2 í gærkvöldi. Kalli Bjarni er fyrsta Idol-stjarna landsins og vann hug og hjörtu þjóðarinnar með sigri sínum í Idolkeppni Stöðvar 2 árið 2004. Kalli Bjarni sagði sögu sína í þættinum í gær en hann var dæmdur fyrir fíkniefnasmygl árið 2007 en hann var þá tekinn með tvö kíló af kókaíni á Keflavíkurflugvelli. „Fólk getur komið úr hvaða æsku sem er og lent í einhverju svona,“ sagði Kalli í þættinum í morgun. Hann mætti í útvarpsþáttinn ásamt blaðakonunni Auði Ösp sem hefur unnið öll viðtölin sem eru í þáttunum Burðardýr. „Allir þeir sem ég hef rætt við í þáttunum koma að einhverju leyti úr brengluðu umhverfi á einhvern hátt,“ sagði Auður. En hvað leiddi Kalla til þess að smygla inn kókaíni? „Þetta gerist eftir frekar marga atburði sem elta hvorn annan. Í mínu tilfelli var ég búinn að nota efnið sem einhverskonar hækju og þetta var komið út einhverju tóma vitleysu. Maður var að vinna á frystitogara en samt að skrimta til að komast í gegnum mánuðinn og þá veit maður að það er eitthvað mikið að.“ Hér að neðan má sjá Kalla flytja finnskt lag til ömmu sinnar sem sýnt var í þættinum í gærkvöldi. Kalli Bjarni og Auður mættu í hljóðver X-ins á föstudaginn. Kalli segist ekki hafa verið í neyslu þegar hann vann Idol-keppnina árið 2004 en hún hafi komið í kjölfarið. „Það var semsagt tekinn ákvörðun um það að ég gæti losnað út úr allri þessari hringavitleysu með því að fara í eina ferð og sækja kókaín. Það er mjög brenglaður raunveruleiki og þegar maður er búinn að keyra á kókaíni í einhvern tíma, þá verður maður mjög veruleikafirrtur,“ segir Kalli en hann átti að smygla inn 700 grömmum frá Frankfurt en þegar hann var tekinn á Keflavíkurflugvelli voru tvö kíló í töskunni. Þrjár vikur í einangrun „Það hefur greinilega eitthvað klikkað í talningunni hjá þeim úti. Þetta voru 1998 grömm sem ég var tekinn með. Þetta var falið undir fölskum botni í töskunni og svosem ekki mjög fagmannlega staðið af því.“ Kalli segist hafa farið í þriggja vikna einangrun á Litla-Hraun eftir að hafa verið handtekinn. „Ég er spurður spjörunum úr daglega en þegar þeir gefast upp á því þá fer ég út úr einangrun. Þá fer ég að lesa öll blöðin og þær fréttir um sjálfan mig. Þar er mikill pakki að takast á við slíkt.“ Auður segir að Kalli Bjarni skeri sig út frá hinum viðmælendunum, þar sem hann sé þekkt andlit á Íslandi. „Kalli fer svolítið í gegnum þetta í öðru ljósi en aðrir viðmælendur og í þættinum er hann í raun að gera upp líf sitt.“ Söngvarinn segir að lífið hafi ekki verið dans á rósum. „Sjálfsímyndið og allt þetta dót fer svolítið niður. Maður er kannski í hæstu hæðum einn daginn en í næsta mánuði er maður kominn mjög langt niður. Maður þarf að vinna í helling af hlutum. Það er bara að dusta á hnjánum, standa upp og halda áfram. Sjómennskan bjargar mér alltaf feitt. Ég er að róa með snillingunum á Von GK,“ segir Kalli sem sat inni í um tuttugu mánuði. Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Harmageddon Burðardýr Tengdar fréttir Tveggja vasaklúta flutningur Kalla Bjarna til ömmu Tónlistarmaðurinn og sjóarinn Karl Bjarni Guðmundsson var til umfjöllunar í þættinum Burðardýr á Stöð 2 í gærkvöldi. 12. febrúar 2018 10:30 Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fleiri fréttir Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Sjá meira
Tveggja vasaklúta flutningur Kalla Bjarna til ömmu Tónlistarmaðurinn og sjóarinn Karl Bjarni Guðmundsson var til umfjöllunar í þættinum Burðardýr á Stöð 2 í gærkvöldi. 12. febrúar 2018 10:30
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“