Getur verið vesen að vera eineggja tvíburar Guðný Hrönn skrifar 12. febrúar 2018 07:00 Tvítugu tvíburasysturnar Elín og Hrefna segja stundum vesen að vera eineggja tvíburar. Vísir/ernir Tvíburasysturnar Hrefna Ósk og Elín Hrönn Jónsdætur eru óneitanlega afar líkar í útliti og hátterni og kunna margar skemmtilegar sögur um hvaða ruglingi það hefur valdið. „Ég er til dæmis alltaf að lenda í því að segja vinkonum mínum einhverja sögu og þær segja: „æji, hún Hrefna var að enda við að að segja okkur þetta.“ Við erum alltaf saman og upplifum alltaf það sama þannig að við erum alltaf að segja fólki í kringum okkur sömu sögurnar,“ segir Elín. „Já, allir vinir okkar fá að heyra sömu sögurnar tvisvar og eru orðin frekar þreyttir á því,“ segir Hrefna og hlær. Þess má geta að systurnar eru í sama vinahóp, sama leiklistarhóp og meira að segja í sömu vinnunni. „Við gerum allt saman og erum með sömu áhugamálin,“ segir Hrefna og Elín tekur undir með henni. Systurnar segja að flestir nánir vinir þeirra og fjölskyldumeðlimir þekki þær í sundur á meðan sumir sjái aldrei muninn. „Sumir ná þessu aldrei.“ Beðnar um að rifja upp atvik þar sem líkindi þeirra ollu veseni segir Elín: „Til dæmis í fermingunni okkar þá ætlaði presturinn ekki að þekkja okkur í sundur. Hann var alls ekki viss. Við þurftum að gefa honum merki um hvor væri hvað í athöfninni.“ „Svo á Hrefna kærasta og ég lenti í því tvisvar sama daginn að hann hélt að ég væri hún,“ segir Elín og systurnar hlæja. „Hann þekkir okkur samt alveg í sundur,“ bætir Hrefna við.Tvítugu tvíburasysturnar Elín og Hrefna segja stundum vesen að vera eineggja tvíburar.Vísir/ernir„Svo höfum við líka lent í því að víxla óvart vegabréfum í Leifsstöð,“ segir Hrefna. „En við föttuðum það ekki fyrr en við vorum komnar í gegn og það skipti engu máli.“ „Það hefur líka alveg komið fyrir að við þekkjum okkur ekki í sundur á ljósmyndum. Það á aðallega við um gamlar myndir, en það hefur líka komið fyrir með nýjar myndir. Það er pínu vandræðalegt,“ segir Elín.Reyna að vera ólíkar í klæðaburði Aðspurðar hvort þær hafi einhvern tímann reynt að gera tilraun til að vera ólíkar í útliti segir Elín: „Já, ég klippti hárið mitt styttra.“ „Það ætti að auðvelda fólki að þekkja okkur í sundur,“ segir Hrefna. „En við vinnum reyndar hjá Kjörís og erum með hárnet í vinnunni, þannig að klippingin gerir ekki mikið þar,“ segir Elín og hlær. „En annars reynum við að klæða okkur ólíkt,“ bætir Hrefna við en tekur fram að þær systur séu reyndar með svipaðan fatasmekk. Spurður hvort þær sáu háðar hvor annarri segir Elín: „Ég hugsa að við gætum alveg verið sjálfstæðar ef á myndi reyna. En ég held að Hrefna sé háðari mér heldur en ég henni.“ Hrefna er ósammála og er viss um að Elín sé háð henni en ekki öfugt. „En við skemmtum okkur alltaf best þegar við erum saman,“ segir Elín. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Frægar í fantaformi Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Sjá meira
Tvíburasysturnar Hrefna Ósk og Elín Hrönn Jónsdætur eru óneitanlega afar líkar í útliti og hátterni og kunna margar skemmtilegar sögur um hvaða ruglingi það hefur valdið. „Ég er til dæmis alltaf að lenda í því að segja vinkonum mínum einhverja sögu og þær segja: „æji, hún Hrefna var að enda við að að segja okkur þetta.“ Við erum alltaf saman og upplifum alltaf það sama þannig að við erum alltaf að segja fólki í kringum okkur sömu sögurnar,“ segir Elín. „Já, allir vinir okkar fá að heyra sömu sögurnar tvisvar og eru orðin frekar þreyttir á því,“ segir Hrefna og hlær. Þess má geta að systurnar eru í sama vinahóp, sama leiklistarhóp og meira að segja í sömu vinnunni. „Við gerum allt saman og erum með sömu áhugamálin,“ segir Hrefna og Elín tekur undir með henni. Systurnar segja að flestir nánir vinir þeirra og fjölskyldumeðlimir þekki þær í sundur á meðan sumir sjái aldrei muninn. „Sumir ná þessu aldrei.“ Beðnar um að rifja upp atvik þar sem líkindi þeirra ollu veseni segir Elín: „Til dæmis í fermingunni okkar þá ætlaði presturinn ekki að þekkja okkur í sundur. Hann var alls ekki viss. Við þurftum að gefa honum merki um hvor væri hvað í athöfninni.“ „Svo á Hrefna kærasta og ég lenti í því tvisvar sama daginn að hann hélt að ég væri hún,“ segir Elín og systurnar hlæja. „Hann þekkir okkur samt alveg í sundur,“ bætir Hrefna við.Tvítugu tvíburasysturnar Elín og Hrefna segja stundum vesen að vera eineggja tvíburar.Vísir/ernir„Svo höfum við líka lent í því að víxla óvart vegabréfum í Leifsstöð,“ segir Hrefna. „En við föttuðum það ekki fyrr en við vorum komnar í gegn og það skipti engu máli.“ „Það hefur líka alveg komið fyrir að við þekkjum okkur ekki í sundur á ljósmyndum. Það á aðallega við um gamlar myndir, en það hefur líka komið fyrir með nýjar myndir. Það er pínu vandræðalegt,“ segir Elín.Reyna að vera ólíkar í klæðaburði Aðspurðar hvort þær hafi einhvern tímann reynt að gera tilraun til að vera ólíkar í útliti segir Elín: „Já, ég klippti hárið mitt styttra.“ „Það ætti að auðvelda fólki að þekkja okkur í sundur,“ segir Hrefna. „En við vinnum reyndar hjá Kjörís og erum með hárnet í vinnunni, þannig að klippingin gerir ekki mikið þar,“ segir Elín og hlær. „En annars reynum við að klæða okkur ólíkt,“ bætir Hrefna við en tekur fram að þær systur séu reyndar með svipaðan fatasmekk. Spurður hvort þær sáu háðar hvor annarri segir Elín: „Ég hugsa að við gætum alveg verið sjálfstæðar ef á myndi reyna. En ég held að Hrefna sé háðari mér heldur en ég henni.“ Hrefna er ósammála og er viss um að Elín sé háð henni en ekki öfugt. „En við skemmtum okkur alltaf best þegar við erum saman,“ segir Elín.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Frægar í fantaformi Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Sjá meira