Þá komust dómarar leiksins, Bjarki Bóasson og Gunnar Óli Gústafsson, að þeirri niðurstöðu að það ætti að dæma vítakast til handa Valsmönnum og gefa Ásbirni Friðrikssyni rautt spjald. Anton Rúnarsson klúðraði vítakastinu og niðurstaðan jafntefli, 28-28.
Er gripið var til myndbandsdómgæslu kom í ljós að brotið var á Róberti Arono Hostert sekúndubroti áður en leiktíminn rann út. Það gat ekki orðið tæpara.
Dómarar þurftu í þrígang að grípa til myndbandsdómgæslunnar í leiknum og strákunum í Seinni bylgjunni fannst það skemmtilegt.
Sjá má þennan ótrúlega lokakafla á myndskeiðinu hér að neðan.