„Þetta er náttúrlega gríðarlegt áfall fyrir alla" Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. janúar 2018 19:45 86 starfsmönnum Odda var sagt upp störfum í dag. Meðal þeirra sem missa vinnuna var fólk með áratuga langa reynslu hjá fyrirtækinu og eru starfsmenn eru slegnir yfir tíðindunum. Hópuppsögnin sem greint var frá í dag er með þeim umfangsmestu sem þekkjast á einu bretti. „Þetta er náttúrlega gríðarlegt áfall fyrir alla. Bæði þá sem eru að fara og þá sem eftir sitja og þessi dagur er enginn gleðidagur í sögu fyrirtækisins,“ segir Kristján Geir Gunnarsson framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Odda, í samtali við Stöð 2. Uppsagnirnar eru til komnar vegna ákvörðunar fyrirtækisins um að leggja af innlenda framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. Við breytingarnar verða lögð niður 83 störf við framleiðslu og afleidd störf og þá verður fækkað um þrjá í framkvæmdastjórn fyrirtækisins.Uppsagnirnar taka gildi um mánaðamótin, einhverjir starfsmannanna kusu að láta samstundis af störfum en aðrir vinna uppsagnafrest. „Aðdragandinn er mjög langur. Við erum búin að vera að velta þessari stöðu fyrir okkur síðan um mitt árið. Við erum búin að velta fyrir okkur ýmsum sviðsmyndum þessari stöðu, því miður þá er þetta raunin, bara til að tryggja framtíð fyrirtækisins,“ segir Kristján Geir. Trúnaðarmaður starfsmanna segir tíðindin vera gríðarlegt áfall. „Fólk er slegið yfir þessu og það er bara rólegt yfir öllum hérna,“ segir Kristín Helgadóttir, trúnaðarmaður starfsmanna. „Það er mjög hár starfsaldur í prentsmiðjunni, einhverjir sem hafa verið í yfir þrjátíu ár. Ég veit um einn sem var alla veganna búinn að vera í 35 ár, eitthvað svoleiðis. [...] Ég man ekki eftir svona stórri tölu, alla veganna ekki um síðari ár, þetta eru 86 manns sem eru að fara héðan,“ bætir Kristín við. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun eru hópuppsagnirnar í dag með þeim umfangsmestu sem þekkjast á einu bretti, en þó ekki þær umfangsmestu. Sem dæmi sagði HB Grandi upp um áttatíu starfsmönnum í fyrra og þá sagði Actavis upp um nítíu manns í fyrra og 105 manns árið þar áður. Vistaskipti Tengdar fréttir 86 manns sagt upp hjá Odda 86 manns munu missa starfið hjá Odda vegna ákvörðunar um að leggja af innlenda framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. 30. janúar 2018 13:40 Hópuppsögn hjá Odda: Fólki með áratugastarfsreynslu var sagt upp Fólk er slegið. Það er rosalega erfitt að horfa á eftir fólkinu hérna, segir trúnaðarmaður starfsmanna. 30. janúar 2018 14:27 Mest lesið Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Sjá meira
86 starfsmönnum Odda var sagt upp störfum í dag. Meðal þeirra sem missa vinnuna var fólk með áratuga langa reynslu hjá fyrirtækinu og eru starfsmenn eru slegnir yfir tíðindunum. Hópuppsögnin sem greint var frá í dag er með þeim umfangsmestu sem þekkjast á einu bretti. „Þetta er náttúrlega gríðarlegt áfall fyrir alla. Bæði þá sem eru að fara og þá sem eftir sitja og þessi dagur er enginn gleðidagur í sögu fyrirtækisins,“ segir Kristján Geir Gunnarsson framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Odda, í samtali við Stöð 2. Uppsagnirnar eru til komnar vegna ákvörðunar fyrirtækisins um að leggja af innlenda framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. Við breytingarnar verða lögð niður 83 störf við framleiðslu og afleidd störf og þá verður fækkað um þrjá í framkvæmdastjórn fyrirtækisins.Uppsagnirnar taka gildi um mánaðamótin, einhverjir starfsmannanna kusu að láta samstundis af störfum en aðrir vinna uppsagnafrest. „Aðdragandinn er mjög langur. Við erum búin að vera að velta þessari stöðu fyrir okkur síðan um mitt árið. Við erum búin að velta fyrir okkur ýmsum sviðsmyndum þessari stöðu, því miður þá er þetta raunin, bara til að tryggja framtíð fyrirtækisins,“ segir Kristján Geir. Trúnaðarmaður starfsmanna segir tíðindin vera gríðarlegt áfall. „Fólk er slegið yfir þessu og það er bara rólegt yfir öllum hérna,“ segir Kristín Helgadóttir, trúnaðarmaður starfsmanna. „Það er mjög hár starfsaldur í prentsmiðjunni, einhverjir sem hafa verið í yfir þrjátíu ár. Ég veit um einn sem var alla veganna búinn að vera í 35 ár, eitthvað svoleiðis. [...] Ég man ekki eftir svona stórri tölu, alla veganna ekki um síðari ár, þetta eru 86 manns sem eru að fara héðan,“ bætir Kristín við. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun eru hópuppsagnirnar í dag með þeim umfangsmestu sem þekkjast á einu bretti, en þó ekki þær umfangsmestu. Sem dæmi sagði HB Grandi upp um áttatíu starfsmönnum í fyrra og þá sagði Actavis upp um nítíu manns í fyrra og 105 manns árið þar áður.
Vistaskipti Tengdar fréttir 86 manns sagt upp hjá Odda 86 manns munu missa starfið hjá Odda vegna ákvörðunar um að leggja af innlenda framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. 30. janúar 2018 13:40 Hópuppsögn hjá Odda: Fólki með áratugastarfsreynslu var sagt upp Fólk er slegið. Það er rosalega erfitt að horfa á eftir fólkinu hérna, segir trúnaðarmaður starfsmanna. 30. janúar 2018 14:27 Mest lesið Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Sjá meira
86 manns sagt upp hjá Odda 86 manns munu missa starfið hjá Odda vegna ákvörðunar um að leggja af innlenda framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. 30. janúar 2018 13:40
Hópuppsögn hjá Odda: Fólki með áratugastarfsreynslu var sagt upp Fólk er slegið. Það er rosalega erfitt að horfa á eftir fólkinu hérna, segir trúnaðarmaður starfsmanna. 30. janúar 2018 14:27