Fékk bækur, rós og peninga Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. janúar 2018 14:15 Henrik á auðvelt með að sjá hluti fyrir sér og koma þeim í orð. Svo er fótboltinn mikið áhugamál. Vísir/Vilhelm Henrik Hermannsson sigraði í ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs með ljóði sínu Myrkrið sem nú hefur verið dreift um bæinn á veggspjöldum og bókamerkjum, ásamt ljóðum tveggja stúlkna sem urðu í 2. og 3. sæti. Hann er nemandi í 7. bekk Hörðuvallaskóla. Hermann, gerir þú mikið að því að yrkja? Nei, þetta ljóð var bara skólaverkefni. Nú segir það mikla sögu. Er hún byggð á eigin upplifun? Nei, þetta var bara eitthvað sem mér datt í hug. Ég sá þetta bara fyrir mér. Hvað fékkstu í verðlaun? Ég fékk bækur, rós og peninga. Í hverju ertu bestur í skólanum? Ég er örugglega bestur í íslensku en mér finnst stærðfræðin skemmtilegri. Svo er ég líka góður í ensku og dönsku.Hver eru helstu áhugamálin? Fótbolti. Ég æfi með Breiðabliki, í 4. flokki, er miðjumaður í liðinu. Hefurðu eitthvað ferðast? Já, bæði innanlands og til útlanda. Hver er skemmtilegasta ferð sem þú hefur farið í? Ég held þegar ég fór til Englands núna um daginn, við fórum á tvo fótboltaleiki með uppáhaldsliðinu mínu, Manchester United, móti Southampton og Everton, það gerði jafntefli í öðrum og vann hinn. Af hverju heldurðu með Manchester United? Bróðir minn byrjaði að halda með því. Hvernig leikur þú þér helst? Við vinirnir erum mikið úti í bolta, bæði fótbolta og körfubolta. Hefurðu einhvern tíma verið í hættu staddur? Kannski pínu. Ég var í útlöndum og við vorum að fara í lest, þá var geitungur að sveima akkúrat í dyrunum og ég þorði ekki inn en hurðin var byrjuð að lokast og pabbi tosaði mig inn. Svo vorum við einu sinni veðurteppt uppi á Holtavörðuheiði í brjáluðum snjóbyl. En það komu björgunarsveitir og ferjuðu okkur og fleira fólk í Reykjaskóla í Hrútafirði. Farið þið stundum norður? Já, ég á ömmur og afa á Sauðárkróki og nágrenni, við förum oft að heilsa upp á þau. Önnur amma mín á heima á Meyjarlandi á Reykjaströnd. Hún á kindur, geitur og hesta. Krakkar Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Fleiri fréttir Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Sjá meira
Henrik Hermannsson sigraði í ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs með ljóði sínu Myrkrið sem nú hefur verið dreift um bæinn á veggspjöldum og bókamerkjum, ásamt ljóðum tveggja stúlkna sem urðu í 2. og 3. sæti. Hann er nemandi í 7. bekk Hörðuvallaskóla. Hermann, gerir þú mikið að því að yrkja? Nei, þetta ljóð var bara skólaverkefni. Nú segir það mikla sögu. Er hún byggð á eigin upplifun? Nei, þetta var bara eitthvað sem mér datt í hug. Ég sá þetta bara fyrir mér. Hvað fékkstu í verðlaun? Ég fékk bækur, rós og peninga. Í hverju ertu bestur í skólanum? Ég er örugglega bestur í íslensku en mér finnst stærðfræðin skemmtilegri. Svo er ég líka góður í ensku og dönsku.Hver eru helstu áhugamálin? Fótbolti. Ég æfi með Breiðabliki, í 4. flokki, er miðjumaður í liðinu. Hefurðu eitthvað ferðast? Já, bæði innanlands og til útlanda. Hver er skemmtilegasta ferð sem þú hefur farið í? Ég held þegar ég fór til Englands núna um daginn, við fórum á tvo fótboltaleiki með uppáhaldsliðinu mínu, Manchester United, móti Southampton og Everton, það gerði jafntefli í öðrum og vann hinn. Af hverju heldurðu með Manchester United? Bróðir minn byrjaði að halda með því. Hvernig leikur þú þér helst? Við vinirnir erum mikið úti í bolta, bæði fótbolta og körfubolta. Hefurðu einhvern tíma verið í hættu staddur? Kannski pínu. Ég var í útlöndum og við vorum að fara í lest, þá var geitungur að sveima akkúrat í dyrunum og ég þorði ekki inn en hurðin var byrjuð að lokast og pabbi tosaði mig inn. Svo vorum við einu sinni veðurteppt uppi á Holtavörðuheiði í brjáluðum snjóbyl. En það komu björgunarsveitir og ferjuðu okkur og fleira fólk í Reykjaskóla í Hrútafirði. Farið þið stundum norður? Já, ég á ömmur og afa á Sauðárkróki og nágrenni, við förum oft að heilsa upp á þau. Önnur amma mín á heima á Meyjarlandi á Reykjaströnd. Hún á kindur, geitur og hesta.
Krakkar Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Fleiri fréttir Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Sjá meira