Uppgjör við erfiða reynslu Benedikt Bóas skrifar 29. ágúst 2018 06:00 Stefán heima í sinni Mývatnssveit. Hann heldur tvenna útgáfutónleika. Aðra á Græna hattinum á Akureyri þann 8. september og hina í Bæjarbíói þann 14. Þrjú lög eru komin í spilun af komandi sólóplötu hans, það nýjasta er Spegilbrot. „Textinn byrjar þegar ég sá hann. Ég var bara 19 ára og varð að hlaupa smá spotta því mér fannst ég hafa séð eitthvað. Ég var aleinn þegar ég fann hann og ég hef ekki hugmynd um hvað ég var lengi einn með honum. Kannski eina mínútu og kannski hálftíma. Ég bara veit það ekki. En þetta virkaði sem heil eilífð,“ segir Stefán Jakobsson en lagið Vatnið má finna á fyrstu sólóplötu hans sem kemur í búðir innan skamms. Þar gerir Stefán upp þá erfiðu reynslu þegar hann gekk fram á fyrrverandi samstarfsfélaga í Kísiliðjunni í Mývatnssveit látinn í fjöruborði vatnsins. Sigurgeir Stefánsson hafði farið ásamt tveimur öðrum mönnum að leggja ljósleiðara en afar slæmt veður var á þessum tíma. Allir mennirnir fórust. Sigurgeir átti stærsta safn uppstoppaðra fugla á Íslandi og ættingjar og vinir reistu fuglasafnið í Mývatnssveit í hans minningu. „Þetta er uppgjör við vatnið en ekki við slysið sem slíkt. Það eru ekki til nein svör við svona harmleik og því miður þá gerðist þetta.“ Sjálfur Magnús Þór Sigmundsson hjálpaði Stefáni við aðra texta og þá á hagyrðingurinn frábæri Friðrik Steingrímsson einnig einn. „Magnús á nokkra texta aleinn en það var alltaf samstarf. Hann er búinn að kenna mér fullt í textagerð og ég er búinn að læra mikið af að hafa hann við hlið mér. Hann hefur gefið mér sjálfstraust því oft eru þetta tilfinningar sem eru óþægilegar og mann skorti sjálfstraust til að láta vaða en hann hikar hvergi. Hann er alveg stórkostlegur maður,“ segir Stefán. Tíu lög verða á plötunni og eru þrjú komin í spilun. Það nýjasta, Spegilbrot, segir Stefán að sé klassískt grunge-lag en Hallveig Rúnarsdóttir syngur sópran og Hulda Björk Garðarsdóttir mezzosópran. „Það var ekki nóg að hafa bara eina,“ segir hann og hlær. Stefán hefur verið söngvari í Dimmu en nú stendur hann einn. „Ég fæ á baukinn ef þetta gengur ekki en fæ hrósið ef þetta gengur. Maður stendur svolítið og fellur með þessu hvernig sem þetta fer. Það er samt alveg rosaleg tilhlökkun að spila þetta fyrir fólk. Þeir sem þekkja mig verða ekki rosa hissa en hinn almenni hlustandi verður hugsi yfir þessu.“Miða á útgáfutónleika Stefáns má nálgast hér Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Sjá meira
„Textinn byrjar þegar ég sá hann. Ég var bara 19 ára og varð að hlaupa smá spotta því mér fannst ég hafa séð eitthvað. Ég var aleinn þegar ég fann hann og ég hef ekki hugmynd um hvað ég var lengi einn með honum. Kannski eina mínútu og kannski hálftíma. Ég bara veit það ekki. En þetta virkaði sem heil eilífð,“ segir Stefán Jakobsson en lagið Vatnið má finna á fyrstu sólóplötu hans sem kemur í búðir innan skamms. Þar gerir Stefán upp þá erfiðu reynslu þegar hann gekk fram á fyrrverandi samstarfsfélaga í Kísiliðjunni í Mývatnssveit látinn í fjöruborði vatnsins. Sigurgeir Stefánsson hafði farið ásamt tveimur öðrum mönnum að leggja ljósleiðara en afar slæmt veður var á þessum tíma. Allir mennirnir fórust. Sigurgeir átti stærsta safn uppstoppaðra fugla á Íslandi og ættingjar og vinir reistu fuglasafnið í Mývatnssveit í hans minningu. „Þetta er uppgjör við vatnið en ekki við slysið sem slíkt. Það eru ekki til nein svör við svona harmleik og því miður þá gerðist þetta.“ Sjálfur Magnús Þór Sigmundsson hjálpaði Stefáni við aðra texta og þá á hagyrðingurinn frábæri Friðrik Steingrímsson einnig einn. „Magnús á nokkra texta aleinn en það var alltaf samstarf. Hann er búinn að kenna mér fullt í textagerð og ég er búinn að læra mikið af að hafa hann við hlið mér. Hann hefur gefið mér sjálfstraust því oft eru þetta tilfinningar sem eru óþægilegar og mann skorti sjálfstraust til að láta vaða en hann hikar hvergi. Hann er alveg stórkostlegur maður,“ segir Stefán. Tíu lög verða á plötunni og eru þrjú komin í spilun. Það nýjasta, Spegilbrot, segir Stefán að sé klassískt grunge-lag en Hallveig Rúnarsdóttir syngur sópran og Hulda Björk Garðarsdóttir mezzosópran. „Það var ekki nóg að hafa bara eina,“ segir hann og hlær. Stefán hefur verið söngvari í Dimmu en nú stendur hann einn. „Ég fæ á baukinn ef þetta gengur ekki en fæ hrósið ef þetta gengur. Maður stendur svolítið og fellur með þessu hvernig sem þetta fer. Það er samt alveg rosaleg tilhlökkun að spila þetta fyrir fólk. Þeir sem þekkja mig verða ekki rosa hissa en hinn almenni hlustandi verður hugsi yfir þessu.“Miða á útgáfutónleika Stefáns má nálgast hér
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Sjá meira