Finnur Freyr Stefánsson var í dag kynntur sem nýr yfirþjálfari yngri landsliða Körfuknattleikssambands Íslands.
Finnur hætti með meistaraflokk karla hjá KR í vor eftir að hafa gert liðið á Íslandsmeisturum fimm ár í röð. Enginn þjálfari hefur unnið úrslitakeppni úrvalsdeildar karla fimm ár í röð.
Finnur hætti hjá KR og hefur ráðið sig í þjálfun yngri flokka hjá Val. Hann bætir nú við sig.
Finnur er áfram aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins en hefur nú fengið mun meiri ábyrgð hjá KKÍ.
Ráðningin var kynnt í tengslum við blaðamannafund karlalandsliðsins sem er á leiðinni til Portúgals til að hefja keppni í forkeppni undankeppni EM 2021.
Finnur Freyr mun næstu þrjú árin ásamt Afreksstjóra KKÍ skipuleggja allt afreksstarf frá Úrvalsbúðum og Afreksbúðum upp U15, U16, U18 og U20 landsliðanna.
Finnur Freyr tekur við að Einari Árna Jóhannsyni sem á undanförnum árum sinnt því starfi. Einar Árni hefur komið nálægt, með einum eða öðrum hætti, að landsliðsstarfi KKÍ sl. 18 ár.
Framundan er skipulag fyrir landsliðsæfingar í vetur sem og mót og æfingabúðir næsta sumar í öllum aldursflokkum og hefur Finnur Freyr kynnt margar góðar hugmyndir fyrir Afreksnefnd KKÍ sem verða settar í gang strax í vetur sem og áfram smátt og smátt á næstu misserum.
Körfubolti