Viðskipti innlent

Minni hagnaður í fyrra

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Pálmar Óli Magnússon,forstjóri Samskipa.
Pálmar Óli Magnússon,forstjóri Samskipa.
Hagnaður Samskipa á Íslandi nam tæplega 1,9 milljónum evra, jafnvirði 232 milljóna króna, á síðasta ári og dróst saman um 42 prósent frá fyrra ári þegar hann var tæpar 3,2 milljónir evra. Mestu munaði um lægri fjármunatekjur en þær voru 662 þúsund evrur í fyrra borið saman við 4,3 milljónir evra árið áður.

Samkvæmt nýbirtum ársreikningi flutningafélagsins námu flutningstekjur þess 175,5 milljónum evra, sem jafngildir 21,8 milljörðum króna, í fyrra og jukust um 10 prósent á milli ára. Hagnaður Samskipa fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta var jafnframt 4,6 milljónir evra í fyrra og tvöfaldaðist hann á milli ára.

Samskip átti eignir upp á 62,4 milljónir evra í lok síðasta árs en á sama tíma var bókfært virði eiginfjár og víkjandi lána félagsins 22,6 milljónir evra og eiginfjárhlutfallið því um 36 prósent.




Tengdar fréttir

Forstjóri Eimskips „engu nær“ um ætluð samkeppnislagabrot

Forstjórar bæði Eimskips og Samskipa með réttarstöðu sakbornings vegna rannsóknar á samkeppnislagabrotum sem hófst fyrir fimm árum. Upplýsingafulltrúi Eimskips segir að forstjóri félagsins hafi óskað eftir gögnum um í hverju ætluð samkeppnislagabrot felist en engar upplýsingar fengið.

Breytt framkvæmdastjórn Samskipa

Birgir Gunnarsson og Gunnar Kvaran, framkvæmdastjórar innflutnings- og útflutningssviðs, taka sæti í framkvæmdastjórn. Þá hefur millilandasvið verið lagt af og í stað koma þrjú ný svið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×