Körfubolti

Eina liðið í deildinni sem er betra á útivelli en á heimavelli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Keflvíkingar hafa verið í vandræðum á heimavelli sínum.
Keflvíkingar hafa verið í vandræðum á heimavelli sínum. Vísir/Eyþór
Fimmtánda umferð Domino´s deildar karla í körfubolta lýkur í kvöld þegar Keflvíkingar taka á móti Haukum í TM-höllinni á Sunnubrautinni í Keflavík.

Haukarnir hafa tapað síðustu tveimur leikjum sínum (einn í deild og einn í bikar) eftir langa sigurgöngu en heimasækja nú einn „léttasta“ heimavöll landsins samkvæmt tölfræðinni.

Leikur Keflavíkur og Hauka verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 19.45.

Keflvíkingar eru á heimavelli í kvöld en TM höllin hefur ekki skilað Keflavíkurliðinu miklu að undanförnu. Keflavíkurliðið hefur nú tapað fjórum heimaleikjum í röð eða öllum leikjum sínum í TM höllinni undanfarna 84 daga.

Síðasti heimasigur Keflavíkurliðsins í Domino´s deildinni kom á móti Þór Þorlákshöfn 3. nóvember síðastliðinn. Keflavík vann þann leik með 19 stigum, 98-79. Síðan þá hafa Keflvíkingar tapað á heimavelli á móti Tindastól (88-97), KR (85-012), Stjörnunni (81-92) og Þór Akureyri (98-100).

Þetta skelfilega gengi gerir það að verkum að Keflavík er nú eina liðið í Domino´s deild karla sem er með lélegri árangur á heimavelli en á útivelli. Keflavíkurliðið er nefnilega með fjórtán prósent hærra sigurhlutfall á útivelli (prósent) en á heimavelli (prósent).

Hér fyrir neðan má sjá hvernig Keflvíkingarnir skera sig úr á þessum lista yfir mismun á árangri liðanna tólf á heima- og útivelli.

Munur á árangri á heimavelli og útivelli í Domino´s deild karla:

Grindavík    +33,9 prósent

Þór Þ.        +32,1 prósent

KR        +30,4 prósent

Haukar        +28,6 prósent

Njarðvík    +19,6 prósent

Valur        +17,9 prósent

Þór Ak.        +16,1 prósent

Höttur        +12,5 prósent

ÍR        +10,7 prósent

Stjarnan    +7,1 prósent

Tindastóll    +3,6 prósent

Keflavík    -14,3 prósent




Fleiri fréttir

Sjá meira


×