Körfubolti

Grindavík sagði upp samningum við Vinson og Liapis

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Terrell Vinson var í Njarðvík síðasta vetur
Terrell Vinson var í Njarðvík síðasta vetur Vísir/Bára
Grindvíkingar hafa sagt upp samningi við tvo erlenda leikmenn, Michalis Liapis og Terrell Vinson.

Karfan.is greindi frá þessu í kvöld. Í grein Körfunnar er haft eftir Jóhanni Þór Ólafssyni, þjálfara Grindavíkur, að báðir leikmenn eigi við meiðsli að stríða.

Vinson spilaði með Njarðvík á síðasta tímabili en kom til Grindavíkur fyrir tímabilið sem var að hefjast. Hann spilaði 33 mínútur í fyrsta leik Grindavíkur og skoraði 14 stig og lék tæpan hálftíma í tapinu fyrir Skallagrími í gær. Þar var hann stigahæstur með 27 stig.

Liapis, sem er frá Grikklandi, spilaði 13 mínútur í gær og 21 mínútu í fyrstu umferðinni þar sem hann skilaði 11 stigum.

Hollendingurinn Jordy Kuiper er eini erlendi leikmaðurinn sem er eftir í liði Grindavíkur eftir brottför Vinson og Liapis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×