Leikarinn Mike Myers sem fór með hlutverk Austin Powers í fyrrnefndum myndum sagði í viðtali við Deadline að hann vonist til þess að Troyer sé á betri stað og að hans verði sárlega saknað. „Verne var hinn algjör fagmaður og leiðarljós jákvæðninnar fyrir okkur sem fengum þess heiðurs aðnjótandi að vinna með honum,“ sagði Mike Myers.
Troyer á tæplega sextíu hlutverk að baki á sínum ferli en hann hafði starfað sem leikari í nokkur ár áður en hann landaði hlutverki Mini-Me í annarri myndinni um spæjarann Austin Powers sem nefndist The Spy Who Shagged Me.
Leikarinn Dean Cain sem þektkastur er fyrir að leika Superman sagði á Twitter aðgangi sínum að Troyer hafi lifað „stóru lífi“.
RIP #Vernetroyer @VerneTroyer You lived a big life, my friend. pic.twitter.com/STPzAn0VM6
— Dean Cain (@RealDeanCain) April 21, 2018
Thanks for all the laughs, generosity and heartfelt support, @VerneTroyer; I will always be a big fan, and it was a huge honor when you bought my used shoes and skateboard at our @THF auction. pic.twitter.com/hv1F2LLpjd
— Tony Hawk (@tonyhawk) April 21, 2018