Ofurtollum Trumps á Bombardier hrundið Kristján Már Unnarsson skrifar 27. janúar 2018 08:30 Bombardier CS-300-þota lenti á Reykjavíkurflugvelli í reynsluflugi haustið 2016. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Alþjóðaviðskiptanefnd Bandaríkjanna hefur óvænt hafnað áformum ríkisstjórnar Trumps Bandaríkjaforseta um að setja á 292 prósenta verndartoll á nýjustu farþegaþotu kanadísku Bombardier flugvélaverksmiðjanna, CS-línuna. Úrskurðinum er fagnað í höfuðstöðvum Bombardier í Montreal. „Þetta er sigur fyrir nýsköpun, samkeppni og réttarríkið,“ sagði Bombardier í yfirlýsingu. Þetta væri einnig sigur fyrir bandarísk flugfélög og bandarískan almenning. Úrskurðinum var einnig ákaft fagnað á Norður-Írlandi þar sem eittþúsund manns vinna við smíði vængja þotunnar í verksmiðju Bombardier í Belfast. Viðskiptastríð var í uppsiglingu milli Kanada og Bretlands annars vegar og Bandaríkjanna hins vegar vegna málsins. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ræddi málið við Trump Bandaríkjaforseta á fundi þeirra í Davos í Sviss. May fagnaði úrskurðinum í gær, þetta væru góðar fréttir fyrir breskan iðnað. Bandarísku Boeing-verksmiðjurnar kvörtuðu undan Bombardier síðastliðið vor og sögðu fyrirtækið njóta óeðlilegra ríkisstyrkja eftir að Delta, næststærsta flugfélag Bandaríkjanna, keypti 75 Bombardier-þotur. Alþjóðaviðskiptanefnd Bandaríkjanna komst hins vegar að þeirri einróma niðurstöðu, með fjórum atkvæðum gegn engu, að Bombardier-þotan skaðaði ekki bandaríska framleiðslu og féllst á þau rök Delta að Boeing byði ekki upp á sambærilegan valkost við Bombardier-þotuna, í stærðarflokknum 100-150 sæta vélar. Stöð 2 fjallaði um málið í lok desember. Hér má sjá þá frétt en þar sést Bombardier-þota í flugtaki frá Reykjavíkurflugvelli: Tengdar fréttir Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. 7. október 2016 21:43 Viðskiptastríð að hefjast vegna þotu Bombardier Ríkisstjórnir Kanada og Bretlands hafa hótað Bandaríkjamönnum viðskiptastríði eftir að ríkisstjórn Trumps Bandaríkjaforseta boðaði nærri 300% verndartoll á Bombardier-þotu Kanadamanna. 29. desember 2017 21:00 Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. 21. júlí 2017 18:30 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Alþjóðaviðskiptanefnd Bandaríkjanna hefur óvænt hafnað áformum ríkisstjórnar Trumps Bandaríkjaforseta um að setja á 292 prósenta verndartoll á nýjustu farþegaþotu kanadísku Bombardier flugvélaverksmiðjanna, CS-línuna. Úrskurðinum er fagnað í höfuðstöðvum Bombardier í Montreal. „Þetta er sigur fyrir nýsköpun, samkeppni og réttarríkið,“ sagði Bombardier í yfirlýsingu. Þetta væri einnig sigur fyrir bandarísk flugfélög og bandarískan almenning. Úrskurðinum var einnig ákaft fagnað á Norður-Írlandi þar sem eittþúsund manns vinna við smíði vængja þotunnar í verksmiðju Bombardier í Belfast. Viðskiptastríð var í uppsiglingu milli Kanada og Bretlands annars vegar og Bandaríkjanna hins vegar vegna málsins. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ræddi málið við Trump Bandaríkjaforseta á fundi þeirra í Davos í Sviss. May fagnaði úrskurðinum í gær, þetta væru góðar fréttir fyrir breskan iðnað. Bandarísku Boeing-verksmiðjurnar kvörtuðu undan Bombardier síðastliðið vor og sögðu fyrirtækið njóta óeðlilegra ríkisstyrkja eftir að Delta, næststærsta flugfélag Bandaríkjanna, keypti 75 Bombardier-þotur. Alþjóðaviðskiptanefnd Bandaríkjanna komst hins vegar að þeirri einróma niðurstöðu, með fjórum atkvæðum gegn engu, að Bombardier-þotan skaðaði ekki bandaríska framleiðslu og féllst á þau rök Delta að Boeing byði ekki upp á sambærilegan valkost við Bombardier-þotuna, í stærðarflokknum 100-150 sæta vélar. Stöð 2 fjallaði um málið í lok desember. Hér má sjá þá frétt en þar sést Bombardier-þota í flugtaki frá Reykjavíkurflugvelli:
Tengdar fréttir Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. 7. október 2016 21:43 Viðskiptastríð að hefjast vegna þotu Bombardier Ríkisstjórnir Kanada og Bretlands hafa hótað Bandaríkjamönnum viðskiptastríði eftir að ríkisstjórn Trumps Bandaríkjaforseta boðaði nærri 300% verndartoll á Bombardier-þotu Kanadamanna. 29. desember 2017 21:00 Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. 21. júlí 2017 18:30 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. 7. október 2016 21:43
Viðskiptastríð að hefjast vegna þotu Bombardier Ríkisstjórnir Kanada og Bretlands hafa hótað Bandaríkjamönnum viðskiptastríði eftir að ríkisstjórn Trumps Bandaríkjaforseta boðaði nærri 300% verndartoll á Bombardier-þotu Kanadamanna. 29. desember 2017 21:00
Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. 21. júlí 2017 18:30