Sport

Tölfræðin segir að Serena sé á villigötum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Serena lætur hér dómarann heyra það.
Serena lætur hér dómarann heyra það. vísir/getty
Það varð allt vitlaust eftir úrslitaleik kvenna á US Open á dögunum. Serena Williams sakaði þá dómara úrslitaleiksins um að vera lygari og þjófur.

„Þú ætlar að taka þetta af mér þar sem ég kona? Það er ekki rétt,“ sagði Serena meðal annars í reiðilestri sínum á vellinum. Hún bætti um betur á blaðamannafundinum.

„Ég hef séð karlmenn komast upp með að kalla dómarann öllum illum nöfnum. Ég er hér að berjast fyrir réttindum kvenna.“

Margir studdu Serenu í þessari baráttu en samkvæmt tölfræði New York Times þá er karlmönnum mjög oft refsað fyrir óæskilega hegðun á vellinum, mun oftar en konum. Úttekt New York Times nær til risamótanna fjögurra frá 1998 til 2018.

Á síðustu tuttugu árum hafa karlkyns tenniskappar verið sektaðir 1.517 sinnum en konurnar 535 sinnum. Körlum hefur verið refsað 649 sinnum fyrir að brjóta spaðann sinn en konum 99 sinnum.

Þegar kemur að refsingum fyrir kjaftbrúk er staðan 344 gegn 140. Á þessum tíu árum hefur körlum verið refsað 287 sinnum fyrir óíþróttamannslega hegðun en konum 67 sinnum.


Tengdar fréttir

Serena hvíslaði fallegum orðum í eyra Osaka

Í öllum látunum í kringum Serenu Williams í úrslitum US Open þá gleymdist eiginlega að hin 20 ára gamla Naomi Osaka vann frábæran sigur á átrúnaðargoði sínu í úrslitaleik mótsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×