Lífið

Svona var Avicii minnst á Tomorrowland

Stefán Árni Pálsson skrifar
Avicii var magnaður tónlistarmaður sem heillaði heimsbyggðina.
Avicii var magnaður tónlistarmaður sem heillaði heimsbyggðina.
Tomorrowland er einhver allra stærsta tónlistahátíð heims og er hún haldin í Boom í Belgíu og fór fyrsta hátíðin fram árið 2005.

Talið er að hátt í hálf milljón manns sæki hátíðina heim á hverju ári. Á Tomorrowland koma fram bestu og þekktustu plötusnúðar heims og að þessu sinni fékk sænski plötusnúðurinn Tim Bergling, betur þekktur sem Avicii, mikla athygli.

Avicii lést þann 20. apríl síðastliðinn aðeins 28 ára að aldri. Avicii var einn allra vinsælasti plötusnúður sögunnar og vann með helstu tónlistarfólki samtímans.

Þessari gríðarlegu velgengni fylgdi mikið partýstand og mikil drykkja. Afleiðingarnar fyrir tónlistarmanninn urðu miklar.

Hann varð háður áfengi og þróaði með sér brisbólgu vegna óhóflegrar áfengisdrykkju. Árið 2014 þurfti hann að láta fjarlægja úr sér botnlangann og gallblöðruna vegna þessa.

Öllum að óvörum tilkynnti hann árið 2016 að hann hygðist hætta öllu tónleikahaldi vegna heilsubrests undanfarinna ára. Hann skildi einnig við umboðsmanninn sinn, Arash Pournouri, eftir átta ára samstarf. Tim Bergling framdi sjálfsvíg þann 20. apríl en hann hafði þróað með sér gríðarlega mikinn kvíða í gegnum árin.

YouTube-notandinn KYAMI hefur tekið saman myndband þar sem sjá má hvernig tónlistarmenn minntust Avicii á Tomorrowland á dögunum.

Tilfinningarnar báru greinilega marga  ofurliði eins og sjá má hér að neðan.


Tengdar fréttir

Stjörnur votta Avicii virðingu sína

Avicii hafði glímt við heilsufarsleg vandamál allt frá byrjun árs 2012 þegar hann lá inni á spítala í 11 daga. Ástæðan á að hafa verið bráðabrisbólga vegna ofdrykkju.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.