Íslandsjeppinn sýndi taktana í Namibíu Finnur Thorlacius skrifar 6. febrúar 2018 12:45 Land Cruiserinn sýndi á sér sínar bestu hliðar í löngum reynsluakstrinum í Afríkulandinu Namibíu. Land Cruiserinn tekinn til kostanna í sandinum í Namibíu. Reynsluakstur – Toyota Land Cruiser 150 Það er ekki á hverjum degi sem íslenskum bílablaðamönnum er boðið til Afríku til að prófa bíla, hvað þó þann sem reyndur var í síðasta mánuði, sjálfan Íslandsbílinn Toyota Land Cruiser. Staðsetning prófunar hans í Namibíu á sér helst skýringar í því að hann er meðal annars framleiddur í nágrannalandinu í suðri, í Durban í Suður Afríku. Toyota Land Cruiser jeppinn er seldur í 190 löndum heims, enda á þessi fjölhæfi bíll erindi svo víða þar sem færð er ekki með allra besta móti, þökk sé frábærri drifgetu hans. Saga Land Cruiser er næstum farin að spanna mannsaldur, en hann heldur uppá 65 ára afmælið í ár og hefur aldrei selst betur. Það er jafn undarlegt við allar kynslóðir Land Cruiser, líkt og með Porsche 911, að þær sjást allar ennþá á götunum og frekara vitni um endingu þessa vinnuþjarks er vart hægt að dikta upp. Hann er líkt og minni bróðir hans, Hilux, hreint ódrepandi bíll sem gengur bara og gengur og það sem meira er, heldur ávallt ótrúlega háu endursöluverði. Það er ein af ástæðunum fyrir því af hverju bæði íslenskir kaupendur og erlendir fjárfesta sífellt í nýjum Land Cruiser, en hann er nánast í áskrift af hverri nýrri kynslóð hjá stórum hópi fólks. Það er ágætt dæmi um hörku Land Cruiser að hið strjálbýla og harða land Ástralía er stærst einstaka söluland Land Cruiser með um 12% heimsframleiðslunnar og þar hafa frá tilkomu hans selst alls yfir 700.000 bílar.Drifgetan reynd og upp fór hann.....nema hvað?Laglegar útlitsbreytingar en áfram kraftalegurMeginástæðan fyrir því að blaðamönnum alls staðar úr heiminum var boðið til Namibíu til að reyna Land Cruiser er að bíllinn hefur tekið talsvert miklum breytingum, þó svo ekki sé um að ræða kynslóðabreytingu með nýju tölunúmeri. Mestu breytingarnar að utan eru á framendanum og grillið fengið mjög vel heppnaða andlitslyftingu, sem og framljósin sem nú eru með köntuðu lagi. Ef til vill sést þó mesta breytingin að framan þegar sest er upp í framsætin og horft yfir húddið. Það er nú mikið tekið niður í miðjunni og er það bæði gert til að auka karakter og skerpa línur, en ekki síður svo ökumaður sjái betur á veginn fyrir fram, sem oft er jú í formi ófæra. Frambrettin eru hærri sem er til þess gert að ökumaður geri sér betur grein fyrir breidd bílsins við þröngar aðstæður. Lengd bílsins hefur verið aukin um 6 cm og er hann nú 4,84 metra langur en samt er snúningsradíus bílsins aðeins 5,8 metrar. Bíllinn stendur nú á ferlega flottum 17, 18 eða 19 tommu felgum og eru þær stærstu með 12 rimum og prýða bílinn mjög. Afturljósin eru líka nokkuð breytt, sem og afturstuðarinn. Í heild er hér kominn enn snoppufríðari bíll, en samt heldur hann sínu kraftalega útlit sem var einmitt upphaflega meining Toyota. Fá má bílinn nú í 10 mismunandi litum og flestir reynsluakstursbílarnir voru í hrikalega flottum lit, Midnight Emerald Blue og eftir því hvernig eða hvort Namibíusólin skein á hann var hann svartur, grænn eða blár. Nýr litur er einnig fólginn í Avant-Garde Bronze metallic lit. Ekið í ægifagurri náttúrunni í Namibíu, en bílalestin taldi eina 18 bíla.Enn meiri breytingar að innanAð innan eru breytingar enn meiri og lúxusbílatilfinningin skín af honum þegar inn er setið. Mælaborðið og allur miðjustokkurinn með stjórntækjunum er nýr og ferlega flottur og stýrið er einnig nýtt. Stjórntakkar fyrir akstursstillingar, sem mikið voru notaðar í reynsluakstrinum, eru afar vel staðsettar og stutt að laumast í þá. Þeir vöndust strax og það var eins gott því í fjölbreyttu og erfiðu landslaginu var sífellt verið að breyta akstursstillingum bílsins og lægra drifið, læsingarnar og klifurtakkinn óspart notað. Þetta verða nýir kaupendur bílsins einkar ánægðir með. Toyota hefur með þessari breytingu á bílnum enn bætt við torfærueiginleika bílsins, auk þess sem nú má fá 360 gráðu sýn kringum bílinn, sem og sérstaka myndavél sem sýnir fram fyrir bílinn sem tekur upp þá sýn og sýnir hana 3 sekúndum síðar. Efnisvalið í innréttingunni hefur verið bætt og allar þessar jákvæðu breytingar hafa fært bílinn upp á næsta stig og ekki skaðaði nýr 8 tommu aðgerðaskjárinn fyrir miðju. Ekki hefur átt sér stað vélarbreyting í bílnum og hin duglega 177 hestafla 2,8 lítra og fjögurra strokka dísilvélin er í bílnum tengd við 6 gíra sjálfskiptingu og skilar 420 Nm togi. Þó svo hún sé ekki jafn öflug og margar 6 strokka vélar í samkeppnisbílum Land Cruiser sannaði hún hve dugleg hún er, ekki síst við þær erfiðu torfærur sem glímt var við í þessari ferð sem spannaði rétt um 700 km á 3 dögum. Við malbiksakstur má svo velja um 5 mismunandi akstursstillingar, Eco, Comfort, Normal, Sport S og Sport+, allt eftir því hvort ökumaður leitar eftir lágri eyðslu, þægindum eða hámarksgetu drifrásarinnar. Einna magnaðast við akstur bílsins með “crawl”-takkann á var að geta með einum snúningstakka valið um 5 mismunandi hraða.Tilkomumikil bílalestin þeysir um breiða sandvegina og þar reyndist Land Cruiser jafn þægilegur og í torfærunum.Allt kemst Land CruiserÍ þessum reynsluakstri sannaðist hve þessi bíll er hæfur í erfiðum aðstæðum og aldrei mætti hann erfiðleikum sem hann réði ekki við, líkt og átti reyndar við minni bróður hans, Hilux sem reyndur var einnig af greinarritara í Namibíu fyrir um einu og hálfu áru síðan. Farið var yfir endalaust marga kílómetra af lausum sandi, bæði í fjörum, inn til landsins og í gríðarlega fallegu og ótrúlega löngu gili sem fyllt var af ljósum sandi. Hann fékk einnig að glíma við bratt klifur þar sem á stundum var efast um að bíll almennt kæmist upp, en aldrei hikaði Land Cruiserinn og oft hafði ökumaður litla sýn á torfærurnar og sýnin helst uppí bláan himininn í öllum brattanum. En upp fór hann alltaf eins og eigendur Land Cruiser þekkja líklega best. Það að bíllinn sé ennþá byggður á grind gerir það að verkum að lætin sem eiga sér stað á undirvagni bílsins skila sér ekki til óþæginda í yfirbyggingu hans og því verður erfiður akstur eitthvað svo fyrirhafnarlaus og best að láta bílinn bara um þetta sjálfan með öllum sínum frábæru aksturs- og drifstillingum. Ef Land Cruiser hefur verið Íslandsjeppinn fram að þessu hefur hann enn tryggt stöðu sína sem slíkur, ekki síst á tímum þar sem bílum byggðum á grind fer fækkandi. Hann mun áfram sigra íslenskar torfærur með mikilli list.Kostir: Drifgeta, nýja innréttingin, lágt verðÓkostir: Mættu vera fleiri vélarkostir 2,8 lítra dísilvél, 177 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 7,4 l./100 km í bl. akstri Mengun: 194 g/km CO2 Hröðun: 12,1 sek. í 100 km hraða Hámarkshraði: 175 km/klst Verð frá: 7.490.000 kr. Umboð: Toyota KauptúniVið Atlantshafsströndina rákumst við á þennan strandaða togara sem vart verður tekinn í notkun aftur.Víða er fagurt í Namibíu og Land Cruiserinn skaðar síst landslagið.Aðeins tekið á því og haft gaman af.Miklar víðáttur og enginn á ferð nema Toyota Land Cruiser bílalestin.Skemmtilegri reynsluakstur er vart hægt að hugsa sér. Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent
Land Cruiserinn tekinn til kostanna í sandinum í Namibíu. Reynsluakstur – Toyota Land Cruiser 150 Það er ekki á hverjum degi sem íslenskum bílablaðamönnum er boðið til Afríku til að prófa bíla, hvað þó þann sem reyndur var í síðasta mánuði, sjálfan Íslandsbílinn Toyota Land Cruiser. Staðsetning prófunar hans í Namibíu á sér helst skýringar í því að hann er meðal annars framleiddur í nágrannalandinu í suðri, í Durban í Suður Afríku. Toyota Land Cruiser jeppinn er seldur í 190 löndum heims, enda á þessi fjölhæfi bíll erindi svo víða þar sem færð er ekki með allra besta móti, þökk sé frábærri drifgetu hans. Saga Land Cruiser er næstum farin að spanna mannsaldur, en hann heldur uppá 65 ára afmælið í ár og hefur aldrei selst betur. Það er jafn undarlegt við allar kynslóðir Land Cruiser, líkt og með Porsche 911, að þær sjást allar ennþá á götunum og frekara vitni um endingu þessa vinnuþjarks er vart hægt að dikta upp. Hann er líkt og minni bróðir hans, Hilux, hreint ódrepandi bíll sem gengur bara og gengur og það sem meira er, heldur ávallt ótrúlega háu endursöluverði. Það er ein af ástæðunum fyrir því af hverju bæði íslenskir kaupendur og erlendir fjárfesta sífellt í nýjum Land Cruiser, en hann er nánast í áskrift af hverri nýrri kynslóð hjá stórum hópi fólks. Það er ágætt dæmi um hörku Land Cruiser að hið strjálbýla og harða land Ástralía er stærst einstaka söluland Land Cruiser með um 12% heimsframleiðslunnar og þar hafa frá tilkomu hans selst alls yfir 700.000 bílar.Drifgetan reynd og upp fór hann.....nema hvað?Laglegar útlitsbreytingar en áfram kraftalegurMeginástæðan fyrir því að blaðamönnum alls staðar úr heiminum var boðið til Namibíu til að reyna Land Cruiser er að bíllinn hefur tekið talsvert miklum breytingum, þó svo ekki sé um að ræða kynslóðabreytingu með nýju tölunúmeri. Mestu breytingarnar að utan eru á framendanum og grillið fengið mjög vel heppnaða andlitslyftingu, sem og framljósin sem nú eru með köntuðu lagi. Ef til vill sést þó mesta breytingin að framan þegar sest er upp í framsætin og horft yfir húddið. Það er nú mikið tekið niður í miðjunni og er það bæði gert til að auka karakter og skerpa línur, en ekki síður svo ökumaður sjái betur á veginn fyrir fram, sem oft er jú í formi ófæra. Frambrettin eru hærri sem er til þess gert að ökumaður geri sér betur grein fyrir breidd bílsins við þröngar aðstæður. Lengd bílsins hefur verið aukin um 6 cm og er hann nú 4,84 metra langur en samt er snúningsradíus bílsins aðeins 5,8 metrar. Bíllinn stendur nú á ferlega flottum 17, 18 eða 19 tommu felgum og eru þær stærstu með 12 rimum og prýða bílinn mjög. Afturljósin eru líka nokkuð breytt, sem og afturstuðarinn. Í heild er hér kominn enn snoppufríðari bíll, en samt heldur hann sínu kraftalega útlit sem var einmitt upphaflega meining Toyota. Fá má bílinn nú í 10 mismunandi litum og flestir reynsluakstursbílarnir voru í hrikalega flottum lit, Midnight Emerald Blue og eftir því hvernig eða hvort Namibíusólin skein á hann var hann svartur, grænn eða blár. Nýr litur er einnig fólginn í Avant-Garde Bronze metallic lit. Ekið í ægifagurri náttúrunni í Namibíu, en bílalestin taldi eina 18 bíla.Enn meiri breytingar að innanAð innan eru breytingar enn meiri og lúxusbílatilfinningin skín af honum þegar inn er setið. Mælaborðið og allur miðjustokkurinn með stjórntækjunum er nýr og ferlega flottur og stýrið er einnig nýtt. Stjórntakkar fyrir akstursstillingar, sem mikið voru notaðar í reynsluakstrinum, eru afar vel staðsettar og stutt að laumast í þá. Þeir vöndust strax og það var eins gott því í fjölbreyttu og erfiðu landslaginu var sífellt verið að breyta akstursstillingum bílsins og lægra drifið, læsingarnar og klifurtakkinn óspart notað. Þetta verða nýir kaupendur bílsins einkar ánægðir með. Toyota hefur með þessari breytingu á bílnum enn bætt við torfærueiginleika bílsins, auk þess sem nú má fá 360 gráðu sýn kringum bílinn, sem og sérstaka myndavél sem sýnir fram fyrir bílinn sem tekur upp þá sýn og sýnir hana 3 sekúndum síðar. Efnisvalið í innréttingunni hefur verið bætt og allar þessar jákvæðu breytingar hafa fært bílinn upp á næsta stig og ekki skaðaði nýr 8 tommu aðgerðaskjárinn fyrir miðju. Ekki hefur átt sér stað vélarbreyting í bílnum og hin duglega 177 hestafla 2,8 lítra og fjögurra strokka dísilvélin er í bílnum tengd við 6 gíra sjálfskiptingu og skilar 420 Nm togi. Þó svo hún sé ekki jafn öflug og margar 6 strokka vélar í samkeppnisbílum Land Cruiser sannaði hún hve dugleg hún er, ekki síst við þær erfiðu torfærur sem glímt var við í þessari ferð sem spannaði rétt um 700 km á 3 dögum. Við malbiksakstur má svo velja um 5 mismunandi akstursstillingar, Eco, Comfort, Normal, Sport S og Sport+, allt eftir því hvort ökumaður leitar eftir lágri eyðslu, þægindum eða hámarksgetu drifrásarinnar. Einna magnaðast við akstur bílsins með “crawl”-takkann á var að geta með einum snúningstakka valið um 5 mismunandi hraða.Tilkomumikil bílalestin þeysir um breiða sandvegina og þar reyndist Land Cruiser jafn þægilegur og í torfærunum.Allt kemst Land CruiserÍ þessum reynsluakstri sannaðist hve þessi bíll er hæfur í erfiðum aðstæðum og aldrei mætti hann erfiðleikum sem hann réði ekki við, líkt og átti reyndar við minni bróður hans, Hilux sem reyndur var einnig af greinarritara í Namibíu fyrir um einu og hálfu áru síðan. Farið var yfir endalaust marga kílómetra af lausum sandi, bæði í fjörum, inn til landsins og í gríðarlega fallegu og ótrúlega löngu gili sem fyllt var af ljósum sandi. Hann fékk einnig að glíma við bratt klifur þar sem á stundum var efast um að bíll almennt kæmist upp, en aldrei hikaði Land Cruiserinn og oft hafði ökumaður litla sýn á torfærurnar og sýnin helst uppí bláan himininn í öllum brattanum. En upp fór hann alltaf eins og eigendur Land Cruiser þekkja líklega best. Það að bíllinn sé ennþá byggður á grind gerir það að verkum að lætin sem eiga sér stað á undirvagni bílsins skila sér ekki til óþæginda í yfirbyggingu hans og því verður erfiður akstur eitthvað svo fyrirhafnarlaus og best að láta bílinn bara um þetta sjálfan með öllum sínum frábæru aksturs- og drifstillingum. Ef Land Cruiser hefur verið Íslandsjeppinn fram að þessu hefur hann enn tryggt stöðu sína sem slíkur, ekki síst á tímum þar sem bílum byggðum á grind fer fækkandi. Hann mun áfram sigra íslenskar torfærur með mikilli list.Kostir: Drifgeta, nýja innréttingin, lágt verðÓkostir: Mættu vera fleiri vélarkostir 2,8 lítra dísilvél, 177 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 7,4 l./100 km í bl. akstri Mengun: 194 g/km CO2 Hröðun: 12,1 sek. í 100 km hraða Hámarkshraði: 175 km/klst Verð frá: 7.490.000 kr. Umboð: Toyota KauptúniVið Atlantshafsströndina rákumst við á þennan strandaða togara sem vart verður tekinn í notkun aftur.Víða er fagurt í Namibíu og Land Cruiserinn skaðar síst landslagið.Aðeins tekið á því og haft gaman af.Miklar víðáttur og enginn á ferð nema Toyota Land Cruiser bílalestin.Skemmtilegri reynsluakstur er vart hægt að hugsa sér.
Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent