Flugrekstrarstjórinn fagnar þotunni sem eyðir fjórðungi minna eldsneyti Kristján Már Unnarsson skrifar 5. mars 2018 20:30 Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair, við nýju Boeing 737 MAX þotuna. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair er komin til landsins. Flugrekstrarstjórinn fagnar því að fá vél sem eyðir fjórðungi minna eldsneyti en forveri hennar. Flugstjórinn, sem flaug henni heim, segir hana þá skemmtilegustu sem hann hafi kynnst. Myndir af þotunni voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Með komu þotunnar er endurnýjun flota Icelandair hafin en flugstjórarnir Þórarinn Hjálmarsson og Haraldur Baldursson lentu henni í Keflavík aðfararnótt sunnudags. En hvernig er að fljúga henni? „Það er bara tær snilld. Þetta er mjög skemmtileg flugvél og eyðir nánast engu. Að mörgu leyti skemmtilegasta flugvél sem maður hefur komist í kynni við,“ segir Þórarinn, sem jafnframt er flotastjóri MAX-vélanna hjá Icelandair.Þórarinn Hjálmarsson, flugstjóri og flotastjóri Boeing 737 MAX hjá Icelandair.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Mesta byltingin felst í sparneytnari hreyflum en einnig nýrri hönnun vængja og vængenda sem spara eldsneyti. Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair, segir eldsneytiseyðsluna um 25 prósent minni en á Boeing 757. „Þannig að sparneytnin er gríðarleg,“ segir Haukur. Flugstjórinn segir að sparneytnin komi mörgum á óvart en þeir flugu henni tómri heim beint frá Seattle án millilendingar á sjö klukkustundum. „Við vorum til gamans að gera grín að því að við hefðum getað haft Munchen eða jafnvel Salzburg sem varavöll, þannig að þetta var nú ekki mikið vandamál,“ segir Þórarinn.TF-ICE í flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli í dag.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þotan kemur án sæta en Icelandair sparar sér verulega fjármuni með því að láta eigin starfsmenn innrétta vélina. „Við erum að tala um ný sæti og nýtt skemmtikerfi og nýtt wifi-kerfi í vélina líka. Þannig að þægindin fyrir farþegana eru klárlega aukin,“ segir Haukur. Tennt lögun á afturhluta hreyflanna á þátt í að gera vélina óvenju hljóðláta, sem farþegar munu einnig skynja um borð. Hreyflar þotunnar eru mjög sparneytnir og tennt lögun afturhluta þeirra dregur úr hávaða.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hópur flugvirkja var í dag að læra á vélina en þjálfun flugliða verður viðamikið verkefni á næstu mánuðum. Stefnt er að því að fyrsta áætlunarflugið verði eftir réttan mánuð, þann 6. apríl, til Berlínar. Icelandair hefur keypt sextán eintök en flugvélakaupin er talin einhver stærstu viðskipti Íslandssögunnar. Næstu tvær vélar eru væntanlegar í lok mars og byrjun apríl. Síðan koma sex vélar árið 2019, fimm vélar árið 2020 og loks tvær árið 2021, að sögn flugrekstrarstjórans. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Fyrsta Boeing 737 MAX þotan afhent Icelandair Icelandair hefur tekið við fyrstu Boeing 737 MAX þotunni, af þeim sextán, sem félagið hefur keypt. 2. mars 2018 14:00 Fyrsta Boeing 737 MAX þotan komin á loft í litum Icelandair Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair, af sextán, TF-ICE, er komin út úr flugvélaverksmiðjunni í Seattle í Bandaríkjunum og farin í sitt fyrsta reynsluflug. 23. febrúar 2018 20:30 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair er komin til landsins. Flugrekstrarstjórinn fagnar því að fá vél sem eyðir fjórðungi minna eldsneyti en forveri hennar. Flugstjórinn, sem flaug henni heim, segir hana þá skemmtilegustu sem hann hafi kynnst. Myndir af þotunni voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Með komu þotunnar er endurnýjun flota Icelandair hafin en flugstjórarnir Þórarinn Hjálmarsson og Haraldur Baldursson lentu henni í Keflavík aðfararnótt sunnudags. En hvernig er að fljúga henni? „Það er bara tær snilld. Þetta er mjög skemmtileg flugvél og eyðir nánast engu. Að mörgu leyti skemmtilegasta flugvél sem maður hefur komist í kynni við,“ segir Þórarinn, sem jafnframt er flotastjóri MAX-vélanna hjá Icelandair.Þórarinn Hjálmarsson, flugstjóri og flotastjóri Boeing 737 MAX hjá Icelandair.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Mesta byltingin felst í sparneytnari hreyflum en einnig nýrri hönnun vængja og vængenda sem spara eldsneyti. Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair, segir eldsneytiseyðsluna um 25 prósent minni en á Boeing 757. „Þannig að sparneytnin er gríðarleg,“ segir Haukur. Flugstjórinn segir að sparneytnin komi mörgum á óvart en þeir flugu henni tómri heim beint frá Seattle án millilendingar á sjö klukkustundum. „Við vorum til gamans að gera grín að því að við hefðum getað haft Munchen eða jafnvel Salzburg sem varavöll, þannig að þetta var nú ekki mikið vandamál,“ segir Þórarinn.TF-ICE í flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli í dag.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þotan kemur án sæta en Icelandair sparar sér verulega fjármuni með því að láta eigin starfsmenn innrétta vélina. „Við erum að tala um ný sæti og nýtt skemmtikerfi og nýtt wifi-kerfi í vélina líka. Þannig að þægindin fyrir farþegana eru klárlega aukin,“ segir Haukur. Tennt lögun á afturhluta hreyflanna á þátt í að gera vélina óvenju hljóðláta, sem farþegar munu einnig skynja um borð. Hreyflar þotunnar eru mjög sparneytnir og tennt lögun afturhluta þeirra dregur úr hávaða.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hópur flugvirkja var í dag að læra á vélina en þjálfun flugliða verður viðamikið verkefni á næstu mánuðum. Stefnt er að því að fyrsta áætlunarflugið verði eftir réttan mánuð, þann 6. apríl, til Berlínar. Icelandair hefur keypt sextán eintök en flugvélakaupin er talin einhver stærstu viðskipti Íslandssögunnar. Næstu tvær vélar eru væntanlegar í lok mars og byrjun apríl. Síðan koma sex vélar árið 2019, fimm vélar árið 2020 og loks tvær árið 2021, að sögn flugrekstrarstjórans. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Fyrsta Boeing 737 MAX þotan afhent Icelandair Icelandair hefur tekið við fyrstu Boeing 737 MAX þotunni, af þeim sextán, sem félagið hefur keypt. 2. mars 2018 14:00 Fyrsta Boeing 737 MAX þotan komin á loft í litum Icelandair Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair, af sextán, TF-ICE, er komin út úr flugvélaverksmiðjunni í Seattle í Bandaríkjunum og farin í sitt fyrsta reynsluflug. 23. febrúar 2018 20:30 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Fyrsta Boeing 737 MAX þotan afhent Icelandair Icelandair hefur tekið við fyrstu Boeing 737 MAX þotunni, af þeim sextán, sem félagið hefur keypt. 2. mars 2018 14:00
Fyrsta Boeing 737 MAX þotan komin á loft í litum Icelandair Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair, af sextán, TF-ICE, er komin út úr flugvélaverksmiðjunni í Seattle í Bandaríkjunum og farin í sitt fyrsta reynsluflug. 23. febrúar 2018 20:30