Óvænt aðstoð bjargar hræðilegri viku fyrir UFC Pétur Marinó Jónsson skrifar 7. apríl 2018 17:30 Khabib og Iaquinta í vigtuninni í gær. Vísir/Getty UFC 223 fer fram í kvöld eftir einhverja ótrúlegustu viku í sögu UFC. Conor McGregor missir titilinn sinn í kvöld þegar nýr meistari verður krýndur. UFC 223 stefndi í eitt besta bardagakvöld ársins þar sem þeir Khabib Nurmagomedov og Tony Ferguson áttu að mætast í aðalbardaga kvöldsins. Þann 1. apríl byrjaði hins vegar að halla undan fæti þegar Tony Ferguson meiddist. Þetta voru engin venjuleg meiðsli en Ferguson hrasaði í stúdío Fox Sports á föstudaginn og sleit liðbönd í hnénu. Ferguson þurfti því að draga sig úr bardaganum en þetta er í fjórða sinn sem bardagi á milli Ferguson og Khabib fellur niður. Max Holloway kom inn í hans stað með sex daga fyrirvara. Vitað var að niðurskurðurinn yrði honum erfiður en í vigtuninni í gær var honum bannað að skera meira niður. Læknum leyst ekki á ástandið á Holloway þegar hann átti enn eftir að taka af sér rúm tvö kíló. Holloway fékk því ekki að keppa í kvöld og hófst mikil rússibanareið. Í fyrstu átti Anthony Pettis að koma inn gegn Khabib. Pettis var án andstæðings eftir að andstæðingur hans, Michael Chiesa, þurfti að draga sig úr bardaganum vegna meiðsla sem hann varð fyrir í látunum í Conor McGregor á fimmtudaginn. Pettis vildi hins vegar fá of mikið borgað að mati UFC og var því ekki lengur í myndinni. Paul Felder var því næsti maður inn en hann átti að mæta Al Iaquinta í léttvigt. Íþróttasamband New York fylkis vildi aftur á móti ekki samþykkja þann bardaga þar sem Felder er ekki á topp 15 styrkleikalista UFC í léttvigtinni. Eftir langa bið var svo tilkynnt að Al Iaquinta yrði andstæðingur Khabib Nurmagomedov. Upphaflega áttu þeir Ferguson og Khabib að berjast um léttvigtarbelti UFC þrátt fyrir að Conor McGregor væri enn meistari. Þar sem erfiðlega hefur gengið að fá þá Khabib og Ferguson til að berjast var áætlunin að svipta Conor titlinum um leið og bardaga Khabib og Ferguson væri lokið. Eftir hegðun Conor í vikunni var UFC alltaf að fara að svipta hann titlinum en spurningin var hvort að nýr meistari yrði krýndur. Um tíma leit út fyrir að Khabib myndi ekki fá andstæðing og hefði UFC því ekki fengið nýjan léttvigtarmeistara eins og til stóð. Óvæntur bjargvætturAl Iaquinta sáttur á blaðamannafundi í gær.Vísir/GettyAl Iaquinta kom því inn og bjargaði málunum. Al Iaquinta situr í 11. sæti styrkleikalistans í léttvigtinni en hann hefur unnið fimm bardaga í röð, þar af fjóra eftir rothögg. Iaquinta hefur einungis barist tvisvar á undanförnum þremur árum. Iaquinta hefur verið afar ósáttur við UFC á undanförnum árum og reglulega hraunað yfir bardagasamtökin. Skyndilega er hann orðinn bjargvætturinn. Iaquinta missti alla sína styrktaraðila eftir að Reebok samningurinn kom inn og fékk betri tekjur með fasteignasölu heldur en að berjast. Hann hraunði yfir UFC á Twitter og hraunaði svo yfir áhorfendur eftir umdeildan sigur á Jorge Masvidal. Ragin’ Al Iaquinta ber nafn með rentu! Iaquinta er þó skemmtilega hreinskilinn og sagði í janúar að hann myndi aldrei þora að mæta Khabib Nurmagomedov nema fyrir almennilega upphæð. „Þú þyrftir að borga mér 1-2 milljónir dollara til að mæta honum. Ég vil ekki berjast við hann. Sástu hvað hann gerði við Barboza? Ertu brjálaður?“ sagði Iaquinta og vísaði í sigur Khabib á Edson Barboza í desember 2017. Iaquinta var þó hugrakkari í gær en í janúar en um leið og hann vissi að Holloway gæti ekki barist bað hann um að fá Khabib. Iaquinta hefur væntanlega fengið ágæta summu fyrir að bjarga aðalbardaga kvöldsins. Það eru ekki margir sem gefa honum séns og er hann í svipaðri stöðu og þjálfari sinn, Matt Serra, á sínum tíma. Einhver óvæntustu úrslit í sögu UFC litu dagsins ljós þann 7. apríl 2007 þegar Serra sigraði þáverandi veltivigtarmeistara Georges St. Pierre með óvæntu rothöggi. Í dag getur Iaquinta fetað í fótspor þjálfara síns akkúrat 11 árum frá einum óvæntasta sigri í sögu UFC. Vikan hefur verið ótrúleg í MMA heiminum og myndi fullkomnast með óvæntum úrslitum í kvöld. Auk titilbardaga í léttvigt mun Joanna Jedrzejczyk freista þess að endurheimta strávigtartitil sinn þegar hún mætir Rose Namajunas aftur. Af þeim fimm bardögum sem áttu upphaflega að vera á dagskrá á aðalhluta bardagakvöldsins standa aðeins tveir eftir. Þrátt fyrir allar breytingarnar standa fimm frábærir bardagar eftir á aðalhluta UFC 223. Bardagakvöldið verður á Stöð 2 Sport í nótt en bein útsending hefst kl. 2 í nótt. MMA Tengdar fréttir Holloway hefur ekki heilsu í að berjast | Stígur Conor inn? Áföllin halda áfram að dynja á UFC í aðdraganda UFC 223 en nú er ljóst að ekkert verður af aðalbardaga kvöldsins á milli Khabib Nurmagomedov og Max Holloway um titilinn í léttvigt. 6. apríl 2018 13:59 Búið að gefa út handtökuskipun á Conor í New York | Myndbönd af látunum Írinn kjaftfori Conor McGregor birtist óvænt á fjölmiðladeginum fyrir UFC 223 í New York í kvöld og gekk gjörsamlega af göflunum 5. apríl 2018 19:55 Rose tók hundinn með sér til New York Í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC-kvöld helgarinnar er komið víða við og kíkt á helstu stjörnur kvöldsins. 5. apríl 2018 11:00 Búið að handtaka Conor | Tveir slösuðust og geta ekki barist Írinn Conor McGregor gekk af göflunum í Barclays Center í Brooklyn í gær og stakk svo af frá vettvangi. Hann gaf sig fram við lögregluna í nótt og situr nú í fangelsi í Brooklyn. 6. apríl 2018 07:45 Upphitunarþáttur UFC: Stelpurnar skelltu sér í ísbað Stærsta kvöld ársins hjá UFC er um næstu helgi þegar boðið verður upp á tvo titilbardaga. 3. apríl 2018 12:30 „Það ógeðslegasta“ sem gerst hefur í sögu UFC Dana White, yfirmaður UFC, segir að Conor McGregor verði refsað fyrir ofbeldisfulla hegðun sína. 5. apríl 2018 22:08 Myndband úr dómsal: Conor þarf að greiða 50 þúsund dali í tryggingu Bardagakappinn frægi mætti fyrir dómara í New York eftir að hafa valdið miklum usla í gær. 6. apríl 2018 20:17 Khabib hlær að Conor: Ef þú ert svona mikill gangster af hverju komstu ekki inn í rútuna? Lætin í Conor McGregor í gærkvöldi voru gegn Rússanum Khabib Nurmagomedov en Conor kunni ekki að meta að Khabib hefði verið með stæla við vin sinn, Artem Lobov, á þriðjudag. 6. apríl 2018 08:30 Búið að ákæra Conor McGregor Lögreglan í New York hefur haft hraðar hendur í máli Conor McGregor sem gekk berserksgang í Brooklyn í gær. 6. apríl 2018 09:00 Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Fleiri fréttir Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Sjá meira
UFC 223 fer fram í kvöld eftir einhverja ótrúlegustu viku í sögu UFC. Conor McGregor missir titilinn sinn í kvöld þegar nýr meistari verður krýndur. UFC 223 stefndi í eitt besta bardagakvöld ársins þar sem þeir Khabib Nurmagomedov og Tony Ferguson áttu að mætast í aðalbardaga kvöldsins. Þann 1. apríl byrjaði hins vegar að halla undan fæti þegar Tony Ferguson meiddist. Þetta voru engin venjuleg meiðsli en Ferguson hrasaði í stúdío Fox Sports á föstudaginn og sleit liðbönd í hnénu. Ferguson þurfti því að draga sig úr bardaganum en þetta er í fjórða sinn sem bardagi á milli Ferguson og Khabib fellur niður. Max Holloway kom inn í hans stað með sex daga fyrirvara. Vitað var að niðurskurðurinn yrði honum erfiður en í vigtuninni í gær var honum bannað að skera meira niður. Læknum leyst ekki á ástandið á Holloway þegar hann átti enn eftir að taka af sér rúm tvö kíló. Holloway fékk því ekki að keppa í kvöld og hófst mikil rússibanareið. Í fyrstu átti Anthony Pettis að koma inn gegn Khabib. Pettis var án andstæðings eftir að andstæðingur hans, Michael Chiesa, þurfti að draga sig úr bardaganum vegna meiðsla sem hann varð fyrir í látunum í Conor McGregor á fimmtudaginn. Pettis vildi hins vegar fá of mikið borgað að mati UFC og var því ekki lengur í myndinni. Paul Felder var því næsti maður inn en hann átti að mæta Al Iaquinta í léttvigt. Íþróttasamband New York fylkis vildi aftur á móti ekki samþykkja þann bardaga þar sem Felder er ekki á topp 15 styrkleikalista UFC í léttvigtinni. Eftir langa bið var svo tilkynnt að Al Iaquinta yrði andstæðingur Khabib Nurmagomedov. Upphaflega áttu þeir Ferguson og Khabib að berjast um léttvigtarbelti UFC þrátt fyrir að Conor McGregor væri enn meistari. Þar sem erfiðlega hefur gengið að fá þá Khabib og Ferguson til að berjast var áætlunin að svipta Conor titlinum um leið og bardaga Khabib og Ferguson væri lokið. Eftir hegðun Conor í vikunni var UFC alltaf að fara að svipta hann titlinum en spurningin var hvort að nýr meistari yrði krýndur. Um tíma leit út fyrir að Khabib myndi ekki fá andstæðing og hefði UFC því ekki fengið nýjan léttvigtarmeistara eins og til stóð. Óvæntur bjargvætturAl Iaquinta sáttur á blaðamannafundi í gær.Vísir/GettyAl Iaquinta kom því inn og bjargaði málunum. Al Iaquinta situr í 11. sæti styrkleikalistans í léttvigtinni en hann hefur unnið fimm bardaga í röð, þar af fjóra eftir rothögg. Iaquinta hefur einungis barist tvisvar á undanförnum þremur árum. Iaquinta hefur verið afar ósáttur við UFC á undanförnum árum og reglulega hraunað yfir bardagasamtökin. Skyndilega er hann orðinn bjargvætturinn. Iaquinta missti alla sína styrktaraðila eftir að Reebok samningurinn kom inn og fékk betri tekjur með fasteignasölu heldur en að berjast. Hann hraunði yfir UFC á Twitter og hraunaði svo yfir áhorfendur eftir umdeildan sigur á Jorge Masvidal. Ragin’ Al Iaquinta ber nafn með rentu! Iaquinta er þó skemmtilega hreinskilinn og sagði í janúar að hann myndi aldrei þora að mæta Khabib Nurmagomedov nema fyrir almennilega upphæð. „Þú þyrftir að borga mér 1-2 milljónir dollara til að mæta honum. Ég vil ekki berjast við hann. Sástu hvað hann gerði við Barboza? Ertu brjálaður?“ sagði Iaquinta og vísaði í sigur Khabib á Edson Barboza í desember 2017. Iaquinta var þó hugrakkari í gær en í janúar en um leið og hann vissi að Holloway gæti ekki barist bað hann um að fá Khabib. Iaquinta hefur væntanlega fengið ágæta summu fyrir að bjarga aðalbardaga kvöldsins. Það eru ekki margir sem gefa honum séns og er hann í svipaðri stöðu og þjálfari sinn, Matt Serra, á sínum tíma. Einhver óvæntustu úrslit í sögu UFC litu dagsins ljós þann 7. apríl 2007 þegar Serra sigraði þáverandi veltivigtarmeistara Georges St. Pierre með óvæntu rothöggi. Í dag getur Iaquinta fetað í fótspor þjálfara síns akkúrat 11 árum frá einum óvæntasta sigri í sögu UFC. Vikan hefur verið ótrúleg í MMA heiminum og myndi fullkomnast með óvæntum úrslitum í kvöld. Auk titilbardaga í léttvigt mun Joanna Jedrzejczyk freista þess að endurheimta strávigtartitil sinn þegar hún mætir Rose Namajunas aftur. Af þeim fimm bardögum sem áttu upphaflega að vera á dagskrá á aðalhluta bardagakvöldsins standa aðeins tveir eftir. Þrátt fyrir allar breytingarnar standa fimm frábærir bardagar eftir á aðalhluta UFC 223. Bardagakvöldið verður á Stöð 2 Sport í nótt en bein útsending hefst kl. 2 í nótt.
MMA Tengdar fréttir Holloway hefur ekki heilsu í að berjast | Stígur Conor inn? Áföllin halda áfram að dynja á UFC í aðdraganda UFC 223 en nú er ljóst að ekkert verður af aðalbardaga kvöldsins á milli Khabib Nurmagomedov og Max Holloway um titilinn í léttvigt. 6. apríl 2018 13:59 Búið að gefa út handtökuskipun á Conor í New York | Myndbönd af látunum Írinn kjaftfori Conor McGregor birtist óvænt á fjölmiðladeginum fyrir UFC 223 í New York í kvöld og gekk gjörsamlega af göflunum 5. apríl 2018 19:55 Rose tók hundinn með sér til New York Í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC-kvöld helgarinnar er komið víða við og kíkt á helstu stjörnur kvöldsins. 5. apríl 2018 11:00 Búið að handtaka Conor | Tveir slösuðust og geta ekki barist Írinn Conor McGregor gekk af göflunum í Barclays Center í Brooklyn í gær og stakk svo af frá vettvangi. Hann gaf sig fram við lögregluna í nótt og situr nú í fangelsi í Brooklyn. 6. apríl 2018 07:45 Upphitunarþáttur UFC: Stelpurnar skelltu sér í ísbað Stærsta kvöld ársins hjá UFC er um næstu helgi þegar boðið verður upp á tvo titilbardaga. 3. apríl 2018 12:30 „Það ógeðslegasta“ sem gerst hefur í sögu UFC Dana White, yfirmaður UFC, segir að Conor McGregor verði refsað fyrir ofbeldisfulla hegðun sína. 5. apríl 2018 22:08 Myndband úr dómsal: Conor þarf að greiða 50 þúsund dali í tryggingu Bardagakappinn frægi mætti fyrir dómara í New York eftir að hafa valdið miklum usla í gær. 6. apríl 2018 20:17 Khabib hlær að Conor: Ef þú ert svona mikill gangster af hverju komstu ekki inn í rútuna? Lætin í Conor McGregor í gærkvöldi voru gegn Rússanum Khabib Nurmagomedov en Conor kunni ekki að meta að Khabib hefði verið með stæla við vin sinn, Artem Lobov, á þriðjudag. 6. apríl 2018 08:30 Búið að ákæra Conor McGregor Lögreglan í New York hefur haft hraðar hendur í máli Conor McGregor sem gekk berserksgang í Brooklyn í gær. 6. apríl 2018 09:00 Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Fleiri fréttir Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Sjá meira
Holloway hefur ekki heilsu í að berjast | Stígur Conor inn? Áföllin halda áfram að dynja á UFC í aðdraganda UFC 223 en nú er ljóst að ekkert verður af aðalbardaga kvöldsins á milli Khabib Nurmagomedov og Max Holloway um titilinn í léttvigt. 6. apríl 2018 13:59
Búið að gefa út handtökuskipun á Conor í New York | Myndbönd af látunum Írinn kjaftfori Conor McGregor birtist óvænt á fjölmiðladeginum fyrir UFC 223 í New York í kvöld og gekk gjörsamlega af göflunum 5. apríl 2018 19:55
Rose tók hundinn með sér til New York Í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC-kvöld helgarinnar er komið víða við og kíkt á helstu stjörnur kvöldsins. 5. apríl 2018 11:00
Búið að handtaka Conor | Tveir slösuðust og geta ekki barist Írinn Conor McGregor gekk af göflunum í Barclays Center í Brooklyn í gær og stakk svo af frá vettvangi. Hann gaf sig fram við lögregluna í nótt og situr nú í fangelsi í Brooklyn. 6. apríl 2018 07:45
Upphitunarþáttur UFC: Stelpurnar skelltu sér í ísbað Stærsta kvöld ársins hjá UFC er um næstu helgi þegar boðið verður upp á tvo titilbardaga. 3. apríl 2018 12:30
„Það ógeðslegasta“ sem gerst hefur í sögu UFC Dana White, yfirmaður UFC, segir að Conor McGregor verði refsað fyrir ofbeldisfulla hegðun sína. 5. apríl 2018 22:08
Myndband úr dómsal: Conor þarf að greiða 50 þúsund dali í tryggingu Bardagakappinn frægi mætti fyrir dómara í New York eftir að hafa valdið miklum usla í gær. 6. apríl 2018 20:17
Khabib hlær að Conor: Ef þú ert svona mikill gangster af hverju komstu ekki inn í rútuna? Lætin í Conor McGregor í gærkvöldi voru gegn Rússanum Khabib Nurmagomedov en Conor kunni ekki að meta að Khabib hefði verið með stæla við vin sinn, Artem Lobov, á þriðjudag. 6. apríl 2018 08:30
Búið að ákæra Conor McGregor Lögreglan í New York hefur haft hraðar hendur í máli Conor McGregor sem gekk berserksgang í Brooklyn í gær. 6. apríl 2018 09:00