Lífið

James Corden táraðist við að syngja með Paul McCartney

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Nýjasti þáttur af Carpool Karaoke fer sennilega í sögubækurnar.
Nýjasti þáttur af Carpool Karaoke fer sennilega í sögubækurnar. Skjáskot/Youtube
Þáttastjórnandinn James Corden eyddi degi í Liverpool með Paul McCartney og rifjuðu þeir upp skemmtilegar minningar og sungu nokkur lög saman. Tóku þeir meðal annars Drive My Car, Penny Lane, Let It Be, A Hard Day's Night og Hey Jude.

McCartney sagði meðal annars frá sögunni á bak við lagið Let It Be. Látin móðir hans kom til hans í draumi og hughreysti hann sagði honum að allt yrði í lagi. Í draumnum sagði hún setninguna „Let It Be“ og hugsaði hann mikið um það eftir að hann vaknaði. Í kjölfarið samdi hann svo Let It Be og var lagið innblásið af jákvæðni móður hans.

James Corden og Paul McCartney í Liverpool.Vísir/Getty
Tilfinningarnar báru Corden ofurliði í þessum þætti af Carpool Karaoke og féllu tár þegar hann söng lagið með goðsögninni, sem er mjög skiljanlegt enda ekki margir sem fá að upplifa svona augnablik. 

Í þættinum heimsóttu þeir meðal annars eitt af æskuheimilum söngvarans og tóku auðvitað lagið þar líka. McCartney sagði frá því að hann hafi samið sitt fyrsta lag aðeins 14 ára gamall. Myndband frá þessum skemmtilega degi má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.