Skiptastjóri verslana Víðis ætlar að selja vörur á hálfvirði Birgir Olgeirsson skrifar 14. júní 2018 15:01 Verslanir Víðis voru í eigu Eiríks Sigurðarsonar, kaupmanns og eiginkonu hans Helgu Gísladóttur. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Skiptastjóri þrotabús Víðis hefur ákveðið að opna tvær verslanir þrotabúsins og selja allar vörur á hálfvirði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skiptastjóranum Valtý Sigurðssyni sem segir verslunina í Garðabæ verða opnuð klukkan 16 í dag en verslanir í Skeifunni og Garðabæ verða svo opnar frá klukkan 12 á morgun, föstudag.Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að verslunum Víðis hefði verið lokað fyrirvaralaust í síðustu viku, en lögfræðingur stéttarfélagsins VR sagði ekkert hafa bent til þess að verslunarreksturinn væri á leiðinni í þrot. Verslanir Víðis eru í eigu Eiríks Sigurðarsonar, kaupmanns og eiginkonu hans Helgu Gísladóttur en fyrsta verslunin var opnuð árið 2011 en þar til á fimmtudag í síðustu viku voru fimm verslanir í rekstri. Öllum verslununum var skellt í lás á fimmtudagskvöld eftir fund eigenda með millistjórnendum, en þeim var tjáð að lokunin væri tímabundin. Almennir starfsmenn fengu hins vegar ekkert að vita fyrr en í gær þegar þeim barst tölvupóstur barst frá fyrirtækinu um að það væri á leið í gjaldþrot. Í gluggum verslananna var viðskiptavinum sagt að „Lokað sé vegna breytinga.“ Rekstur Víðis hefur gengið erfiðlega á undanförnum árum vegna aukinnar samkeppni á matvörumarkaði. Á árinu 2015 skilaði verslunin 13 milljón króna tapi en eigendur náðu að snúa tapi yfir í 49 milljóna króna hagnað á árinu 2016. Í október í fyrra var tilkynnt að eigendurnir hygðust selja verslunarreksturinn en ekkert hefur orðið af því. Um áttatíu starfsmenn unnu hjá Víði í misháu starfshlutfalli. Fréttastofan ræddi við nokkra starfsmenn fyrirtækisins í vikunni sem furðuðu sig á framkomu eigenda. Tengdar fréttir Ekkert sem benti til þess að verslanir Víðis væru á leið í gjaldþrot: Starfsmenn hafa fengið litlar sem engar upplýsingar Starfsfólk hefur fengið litlar sem engar upplýsingar og vörur liggja undir skemmdum í verslunum Víðis sem var lokað fyrirvaralaust í síðustu viku. Lögfræðingur VR segir ekkert hafa bent til þess að verslunarreksturinn væri á leiðinni í þrot. 12. júní 2018 20:00 Mest lesið Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Sjá meira
Skiptastjóri þrotabús Víðis hefur ákveðið að opna tvær verslanir þrotabúsins og selja allar vörur á hálfvirði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skiptastjóranum Valtý Sigurðssyni sem segir verslunina í Garðabæ verða opnuð klukkan 16 í dag en verslanir í Skeifunni og Garðabæ verða svo opnar frá klukkan 12 á morgun, föstudag.Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að verslunum Víðis hefði verið lokað fyrirvaralaust í síðustu viku, en lögfræðingur stéttarfélagsins VR sagði ekkert hafa bent til þess að verslunarreksturinn væri á leiðinni í þrot. Verslanir Víðis eru í eigu Eiríks Sigurðarsonar, kaupmanns og eiginkonu hans Helgu Gísladóttur en fyrsta verslunin var opnuð árið 2011 en þar til á fimmtudag í síðustu viku voru fimm verslanir í rekstri. Öllum verslununum var skellt í lás á fimmtudagskvöld eftir fund eigenda með millistjórnendum, en þeim var tjáð að lokunin væri tímabundin. Almennir starfsmenn fengu hins vegar ekkert að vita fyrr en í gær þegar þeim barst tölvupóstur barst frá fyrirtækinu um að það væri á leið í gjaldþrot. Í gluggum verslananna var viðskiptavinum sagt að „Lokað sé vegna breytinga.“ Rekstur Víðis hefur gengið erfiðlega á undanförnum árum vegna aukinnar samkeppni á matvörumarkaði. Á árinu 2015 skilaði verslunin 13 milljón króna tapi en eigendur náðu að snúa tapi yfir í 49 milljóna króna hagnað á árinu 2016. Í október í fyrra var tilkynnt að eigendurnir hygðust selja verslunarreksturinn en ekkert hefur orðið af því. Um áttatíu starfsmenn unnu hjá Víði í misháu starfshlutfalli. Fréttastofan ræddi við nokkra starfsmenn fyrirtækisins í vikunni sem furðuðu sig á framkomu eigenda.
Tengdar fréttir Ekkert sem benti til þess að verslanir Víðis væru á leið í gjaldþrot: Starfsmenn hafa fengið litlar sem engar upplýsingar Starfsfólk hefur fengið litlar sem engar upplýsingar og vörur liggja undir skemmdum í verslunum Víðis sem var lokað fyrirvaralaust í síðustu viku. Lögfræðingur VR segir ekkert hafa bent til þess að verslunarreksturinn væri á leiðinni í þrot. 12. júní 2018 20:00 Mest lesið Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Sjá meira
Ekkert sem benti til þess að verslanir Víðis væru á leið í gjaldþrot: Starfsmenn hafa fengið litlar sem engar upplýsingar Starfsfólk hefur fengið litlar sem engar upplýsingar og vörur liggja undir skemmdum í verslunum Víðis sem var lokað fyrirvaralaust í síðustu viku. Lögfræðingur VR segir ekkert hafa bent til þess að verslunarreksturinn væri á leiðinni í þrot. 12. júní 2018 20:00