Sony dreifir Herra Hnetusmjöri um Norðurlöndin Stefán Þór Hjartarson skrifar 15. febrúar 2018 08:00 Herra Hnetusmjör gæti opnað dyrnar fyrir íslenskt popp á Norðurlöndunum með samningnum. VÍSIR/ERNIR „Við vorum búnir að taka eftir spilun á Spotify frá Noregi, Svíþjóð og Danmörku og vorum svona aðeins farnir að grúska í því hvernig við ættum að tækla það; eigum við að gera Facebook póst á norsku og pósta honum bara í Noregi eða hvað – svo fékk ég bara þetta boð á þennan fund með Sony. Það lá beinast við að gera þetta bara með þeim, þeir eru búnir að sanna sig þarna í Danmörku. Þannig að mér líst bara mjög vel á þetta,“ segir Herra Hnetusmjör en hann skrifaði undir samning við Sony nú á dögunum. Hann er annar íslenski listamaðurinn sem gerir það á stuttum tíma en eins og Fréttablaðið greindi frá í byrjun mánaðar skrifaði rapparinn Aron Can undir sams konar samning við Sony. Það er því ljóst að þeir hjá Sony vilja ólmir dreifa vinsælli íslenskri tónlist um Norðurlöndin og mögulega víðar. „Þeir eru með rosa mikið af samböndum og þetta gerir allt miklu þægilegra fyrir mig. Svo á ég enn „masterana“ af lögunum mínum – þannig að þetta er ekki þessi týpíski plötusamningur sem allir rapparar eru hræddir við og þar með talinn ég. Þeir ætla bara að dreifa efninu.“Sony virðist vera að sópa upp íslenskum röppurum. Aron Can fékk einnig samning fyrr í mánuðinum. Fréttablaðið/ErnirÞú segir að Skandinavarnir séu duglegir að spila tónlistina þína – er þetta mikil spilun? „Já, þetta eru alveg hundruð og stundum þúsundir spilana á mánuði. Rappið er náttúrulega á þannig stað í dag að það skiptir ekkert endilega öllu máli hvað þú segir, það er meira hvernig þú segir það. Þetta sér maður í Atlanta-senunni til dæmis – þegar „mumble“ rappið kom fyrst þá skildi maður ekkert það sem Young Thug var að segja en það var samt alveg sturlað.“ Þannig að frændur vorir á Norðurlöndunum virðast kunna að meta vélbyssuflæði Herra Hnetusmjörs án þess þó endilega að skilja hvað okkar flóknu íslensku orð þýða.Vekur þessi samningur ekki upp alls konar hugmyndir hjá þér? Er komið eitthvert plan í framhaldinu? „Ég er náttúrulega að spila allar helgar næstu vikurnar og mánuðina. En ég veit það ekki, ég er alltaf að gera einhver lög og það verður kannski plata úr því.“ Þú ferð að henda einhverjum skandinavískum vísunum í textana þína? „Já, ég byrja að tala ógeðslega mikið um Joe and the Juice og IKEA og eitthvað,“ segir Herra Hnetusmjör hlæjandi. Mest lesið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fleiri fréttir Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Sjá meira
„Við vorum búnir að taka eftir spilun á Spotify frá Noregi, Svíþjóð og Danmörku og vorum svona aðeins farnir að grúska í því hvernig við ættum að tækla það; eigum við að gera Facebook póst á norsku og pósta honum bara í Noregi eða hvað – svo fékk ég bara þetta boð á þennan fund með Sony. Það lá beinast við að gera þetta bara með þeim, þeir eru búnir að sanna sig þarna í Danmörku. Þannig að mér líst bara mjög vel á þetta,“ segir Herra Hnetusmjör en hann skrifaði undir samning við Sony nú á dögunum. Hann er annar íslenski listamaðurinn sem gerir það á stuttum tíma en eins og Fréttablaðið greindi frá í byrjun mánaðar skrifaði rapparinn Aron Can undir sams konar samning við Sony. Það er því ljóst að þeir hjá Sony vilja ólmir dreifa vinsælli íslenskri tónlist um Norðurlöndin og mögulega víðar. „Þeir eru með rosa mikið af samböndum og þetta gerir allt miklu þægilegra fyrir mig. Svo á ég enn „masterana“ af lögunum mínum – þannig að þetta er ekki þessi týpíski plötusamningur sem allir rapparar eru hræddir við og þar með talinn ég. Þeir ætla bara að dreifa efninu.“Sony virðist vera að sópa upp íslenskum röppurum. Aron Can fékk einnig samning fyrr í mánuðinum. Fréttablaðið/ErnirÞú segir að Skandinavarnir séu duglegir að spila tónlistina þína – er þetta mikil spilun? „Já, þetta eru alveg hundruð og stundum þúsundir spilana á mánuði. Rappið er náttúrulega á þannig stað í dag að það skiptir ekkert endilega öllu máli hvað þú segir, það er meira hvernig þú segir það. Þetta sér maður í Atlanta-senunni til dæmis – þegar „mumble“ rappið kom fyrst þá skildi maður ekkert það sem Young Thug var að segja en það var samt alveg sturlað.“ Þannig að frændur vorir á Norðurlöndunum virðast kunna að meta vélbyssuflæði Herra Hnetusmjörs án þess þó endilega að skilja hvað okkar flóknu íslensku orð þýða.Vekur þessi samningur ekki upp alls konar hugmyndir hjá þér? Er komið eitthvert plan í framhaldinu? „Ég er náttúrulega að spila allar helgar næstu vikurnar og mánuðina. En ég veit það ekki, ég er alltaf að gera einhver lög og það verður kannski plata úr því.“ Þú ferð að henda einhverjum skandinavískum vísunum í textana þína? „Já, ég byrja að tala ógeðslega mikið um Joe and the Juice og IKEA og eitthvað,“ segir Herra Hnetusmjör hlæjandi.
Mest lesið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fleiri fréttir Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Sjá meira