Spider-Man hefur aldrei verið flottari né skemmtilegri Samúel Karl Ólason skrifar 10. september 2018 09:45 Þegar hér kemur við sögu er Peter Parker búinn að vera að dunda sér sem Spider-Man í um átta ár og er búinn að koma fullt af vondum körlum (og allavega einni konu) í steininn. Vísir/Insomniac Games Spider-Man hefur lengi verið meðal vinsælustu ofurhetja heimsins en þrátt fyrir það hafa flestir tölvuleikir um hann verið slappir. Insomniac Games hafa nú gert nýjan leik, eingöngu PS4, um sveiflandi ofurhetjuna og er hann án efa sá besti sem hefur verið gerður. Hann er skemmtilegur, spennandi og stútfullur af flottum atriðum. það sem skiptir þó hvað mestu máli er hvernig Spider-Man sveiflar sér á milli háhýsa New York og það heppnast einstaklega vel. Þegar hér kemur við sögu er Peter Parker búinn að vera að dunda sér sem Spider-Man í um átta ár og er búinn að koma fullt af vondum körlum (og allavega einni konu) í steininn. Löggurnar eru flestar vinveittar honum og allt er í góðu hjá Spider-Man. Adam var þó ekki lengi í paradís og það sama gildir um Peter Parker og Spider-Man. Eftir að Spider-Man fellir Wilson Fisk, eða Kingpin, úr hásæti sínu stinga allir smáglæpamenn upp kollinum og reyna að taka við stjórn undirheima New York en þó með litlum árangri. Það sem verra er að nýr vondur karl birtist einnig og virðist hann í fyrstu ekki hafa nein áform en að valda eins miklum usla og mögulegt er.Leikurinn kemur kvikmyndaheimi Marvel ekkert við og er það gott. Ný saga, ný andlit og allt er mjög ferskt. Það er þó eitt gamalt andlit í leiknum og það er andlit Stan Lee, sem hefur verið með svokölluð „Cameo“ í, að ég held, öllum kvikmyndum Marvel. Manhattan opnast mjög snemma í heild sinni og það er óhætt að segja að það sé mjög skemmtilegt að hlaupa, hoppa og sveifla sér um eyjuna. Svokallað „Fast Travel“ er í boði en ég hef einungis einu sinni notað það og þá var ég þvingaður til þess. Annars nota ég alltaf tækifærið til að flakka um borgina og stöðva glæpi, finna bakpoka, taka myndir, leysa þrautir, berja glæpamenn í tugatali og ýmislegt fleira. Allar þrautir sem Spider-Man leysir skilar manni svokölluðum „token-um“ og þau er hægt að nota til að gera betri tæki og búninga. Leikurinn býður upp á heilan haug af búningum sem hægt er að velja úr og byggja, þar sem Peter Parker er einhvers konar snillingur getur hann byggt allt úr engu. Hverjum búningi fylgir sérstakur hæfileiki, en kosturinn við það er að það er hægt að flytja þá á milli búninga. Ef hæfileikinn er góður en búningurinn ljótur er það ekkert mál. Spilarar geta valið sér flottasta búninginn og besta hæfileikann fyrir þá.Þó það virki vel að sveifla sér yfir götum Manhattan er ekki jafn gaman þegar spilarar þurfa að sýna mikla nákvæmni í hreyfingum. Á einum tímapunkti var ég að reyna að komast upp á gám. Í hvert sinn sem ég komst upp á gáminn tók Spidey sig til og hoppaði niður hinum megin. Um það bil átta sinnum. Fleiri tilvik þessu lík koma upp af og til og þó þau séu pirrandi eru þau ekki mikið fyrir manni. Fyrir utan það þegar þetta kemur fyrir í miðjum verkefnum og þá sérstaklega þegar maður er að spila gegn klukkunni, sem kemur þó nokkrum sinnum fyrir.Svipar til Arkham Það er ekki hægt að komast hjá því að bera Spider-Man saman við Arkham leikina, sem fjalla um Batman, og þá sérstaklega bardagakerfið. Spider-Man þarf að berjast við fjölda mismunandi persóna en flestir fylgja þeir þó sömu formúlunni. Það er hefðbundnir og óvopnaðir karlar, stórir karlar, karlar með sverð, karlar með byssur, karlar með skildi og ýmislegt fleira. Beita þarf mismunandi aðferðum gegn mismunandi körlum og í senn þarf að forðast árásir þeirra. Þetta er allt voða svipað og hjá vini okkar Bruce Wayne en sannleikurinn er sá að þetta virkaði í Arkham-leikjunum og þetta virkar í Spider-Man. Það er lítið hægt að setja út á bardagakerfið annað en það að þó nokkrum sinnum koma upp svokölluð „Quick Time Events“ þar sem spilarar þurfa að ýta á rétta takka á réttum tíma í tilteknum senum þar sem þeir stjórna Spider-Man ekki að öðru leyti. Þetta er gömul leið til að skapa spennu og hún er satt að segja leiðinleg. Frekar vil ég taka virkari þátt í þessum atriðum eða engan.Andi leikjanna er líka allt annar. Batman er DC-drungalegur en Spider-Man er léttur, hress og skemmtilegur. Þá er jafnvel mikið af gríni og það er alveg hægt að flissa að nokkrum bröndurum. Auk þess að spila sem Spider-Man spilar maður einnig Peter Parker af og til. Sömuleiðis er maður settur í spor Mary Jane og jafnvel annarra. Það heppnast ágætlega, þar sem það breytir aðeins til. Þegar maður spilar Mary Jane þarf maður þó yfirleitt alltaf að laumupúkast eitthvað, fela sig og hlera. Á endanum finnst MJ og einhver hótar því að drepa hana en Spider-Man kemur og bjargar henni. Það fer yfirleitt þannig.Manhattan iðar af lífi Manhattan er líka flott. Eyjan iðar af lífi og það eru bílar og fólk út um allt. Þegar Spider-Man kemur úr háloftunum og lendir meðal íbúa eyjunnar krossbregður þeim oft á tíðum og keppast þau við að taka myndir af ofurhetjunni. það væri þó gaman ef það væri hægt að sprella meira með þessu fólki og þau eru ansi einsleit. Það er ýmislegt skemmtilegt að finna í Manhattan. Þar má nefna Avengers-turninn, sendiráð Wakanda, höfuðstöðvar Dr. Strange, fyrirtæki Jessicu Jones og margt fleira. Þar má einnig finna texta á skilti kvikmyndahúss þar sem segir: „Maddie, viltu giftast mér?“ Sá texti á sér smá forsögu sem felst í því að fyrr á árinu setti aðdáandi sig í samband við Insomniac og bað starfsmenn fyrirtækisins um að hjálpa sér að biðja kærustu sinnar til fimm ára. Nú um helgina sagði sá maður hins vegar frá því að kærastan hefði sagt honum upp og tekið saman við bróður hans. Þetta sagði hann í myndbandi sem hefur nú verið eytt. Kallaði hann skilaboðin „sorglegasta páskaegg sögunnar“. Svokölluð páskaegg eru tilvitnanir í aðra leiki, kvikmyndir og fleira sem finna má í tölvuleikjum og kvikmyndum.Grafík leiksins er stórgóð og allt lítur mjög vel út, eins og sést á myndböndunum hér að ofan. Leikurinn er hannaður með Playstation 4 í huga og nýtir getu hennar í botn. Gallinn, þegar kemur að áðurnefndu lífi Manhattan, er hins vegar sá að það er tímabundið. Fjöldi glæpa til að stöðva á götum Manhattan er fastur. Það er, þegar spilarar eru búnir með tiltekinn fjölda glæpa á tilteknum svæðum, er ekkert meira að gera þar. Ég er ekki alveg búinn með söguna, bölvaðir bakpokar, en ég geri ráð fyrir því að það sé ekkert að gera í leiknum þegar það er búið. Nema að sveifla mér áfram um. Hliðarverkefni leiksins eru þar að auki svolítið einsleit. Það gerir þó varla að sök þar sem þau snúast flest um að berja vonda karla eða sveifla sér um Manhattan og það er lygilega skemmtilegt.Samantekt-ish Yfir heildina litið er Spider-Man þrusugóður og skemmtilegur leikur. Það sem skiptir hvað mestu máli við gerð leikjar um ofurhetjuna er ferðarmáti Spider-Man og bardagar hans. Þar hafa starfsmenn Insomniac staðið sig sérstaklega vel. Ég á erfitt með að ímynda mér að ég verði nokkurn tíman þreyttur á því að sveifla mér um Manhattan. Það er sömuleiðis mjög gaman að berja glæpamenn og vonda karla og bardagakerfi leiksins er frekar fjölbreytt, þó það byggi á gamalli Arkham-formúlu. Insomniac hafa án efa framleitt besta Spider-Man leikinn hingað til. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Spider-Man hefur lengi verið meðal vinsælustu ofurhetja heimsins en þrátt fyrir það hafa flestir tölvuleikir um hann verið slappir. Insomniac Games hafa nú gert nýjan leik, eingöngu PS4, um sveiflandi ofurhetjuna og er hann án efa sá besti sem hefur verið gerður. Hann er skemmtilegur, spennandi og stútfullur af flottum atriðum. það sem skiptir þó hvað mestu máli er hvernig Spider-Man sveiflar sér á milli háhýsa New York og það heppnast einstaklega vel. Þegar hér kemur við sögu er Peter Parker búinn að vera að dunda sér sem Spider-Man í um átta ár og er búinn að koma fullt af vondum körlum (og allavega einni konu) í steininn. Löggurnar eru flestar vinveittar honum og allt er í góðu hjá Spider-Man. Adam var þó ekki lengi í paradís og það sama gildir um Peter Parker og Spider-Man. Eftir að Spider-Man fellir Wilson Fisk, eða Kingpin, úr hásæti sínu stinga allir smáglæpamenn upp kollinum og reyna að taka við stjórn undirheima New York en þó með litlum árangri. Það sem verra er að nýr vondur karl birtist einnig og virðist hann í fyrstu ekki hafa nein áform en að valda eins miklum usla og mögulegt er.Leikurinn kemur kvikmyndaheimi Marvel ekkert við og er það gott. Ný saga, ný andlit og allt er mjög ferskt. Það er þó eitt gamalt andlit í leiknum og það er andlit Stan Lee, sem hefur verið með svokölluð „Cameo“ í, að ég held, öllum kvikmyndum Marvel. Manhattan opnast mjög snemma í heild sinni og það er óhætt að segja að það sé mjög skemmtilegt að hlaupa, hoppa og sveifla sér um eyjuna. Svokallað „Fast Travel“ er í boði en ég hef einungis einu sinni notað það og þá var ég þvingaður til þess. Annars nota ég alltaf tækifærið til að flakka um borgina og stöðva glæpi, finna bakpoka, taka myndir, leysa þrautir, berja glæpamenn í tugatali og ýmislegt fleira. Allar þrautir sem Spider-Man leysir skilar manni svokölluðum „token-um“ og þau er hægt að nota til að gera betri tæki og búninga. Leikurinn býður upp á heilan haug af búningum sem hægt er að velja úr og byggja, þar sem Peter Parker er einhvers konar snillingur getur hann byggt allt úr engu. Hverjum búningi fylgir sérstakur hæfileiki, en kosturinn við það er að það er hægt að flytja þá á milli búninga. Ef hæfileikinn er góður en búningurinn ljótur er það ekkert mál. Spilarar geta valið sér flottasta búninginn og besta hæfileikann fyrir þá.Þó það virki vel að sveifla sér yfir götum Manhattan er ekki jafn gaman þegar spilarar þurfa að sýna mikla nákvæmni í hreyfingum. Á einum tímapunkti var ég að reyna að komast upp á gám. Í hvert sinn sem ég komst upp á gáminn tók Spidey sig til og hoppaði niður hinum megin. Um það bil átta sinnum. Fleiri tilvik þessu lík koma upp af og til og þó þau séu pirrandi eru þau ekki mikið fyrir manni. Fyrir utan það þegar þetta kemur fyrir í miðjum verkefnum og þá sérstaklega þegar maður er að spila gegn klukkunni, sem kemur þó nokkrum sinnum fyrir.Svipar til Arkham Það er ekki hægt að komast hjá því að bera Spider-Man saman við Arkham leikina, sem fjalla um Batman, og þá sérstaklega bardagakerfið. Spider-Man þarf að berjast við fjölda mismunandi persóna en flestir fylgja þeir þó sömu formúlunni. Það er hefðbundnir og óvopnaðir karlar, stórir karlar, karlar með sverð, karlar með byssur, karlar með skildi og ýmislegt fleira. Beita þarf mismunandi aðferðum gegn mismunandi körlum og í senn þarf að forðast árásir þeirra. Þetta er allt voða svipað og hjá vini okkar Bruce Wayne en sannleikurinn er sá að þetta virkaði í Arkham-leikjunum og þetta virkar í Spider-Man. Það er lítið hægt að setja út á bardagakerfið annað en það að þó nokkrum sinnum koma upp svokölluð „Quick Time Events“ þar sem spilarar þurfa að ýta á rétta takka á réttum tíma í tilteknum senum þar sem þeir stjórna Spider-Man ekki að öðru leyti. Þetta er gömul leið til að skapa spennu og hún er satt að segja leiðinleg. Frekar vil ég taka virkari þátt í þessum atriðum eða engan.Andi leikjanna er líka allt annar. Batman er DC-drungalegur en Spider-Man er léttur, hress og skemmtilegur. Þá er jafnvel mikið af gríni og það er alveg hægt að flissa að nokkrum bröndurum. Auk þess að spila sem Spider-Man spilar maður einnig Peter Parker af og til. Sömuleiðis er maður settur í spor Mary Jane og jafnvel annarra. Það heppnast ágætlega, þar sem það breytir aðeins til. Þegar maður spilar Mary Jane þarf maður þó yfirleitt alltaf að laumupúkast eitthvað, fela sig og hlera. Á endanum finnst MJ og einhver hótar því að drepa hana en Spider-Man kemur og bjargar henni. Það fer yfirleitt þannig.Manhattan iðar af lífi Manhattan er líka flott. Eyjan iðar af lífi og það eru bílar og fólk út um allt. Þegar Spider-Man kemur úr háloftunum og lendir meðal íbúa eyjunnar krossbregður þeim oft á tíðum og keppast þau við að taka myndir af ofurhetjunni. það væri þó gaman ef það væri hægt að sprella meira með þessu fólki og þau eru ansi einsleit. Það er ýmislegt skemmtilegt að finna í Manhattan. Þar má nefna Avengers-turninn, sendiráð Wakanda, höfuðstöðvar Dr. Strange, fyrirtæki Jessicu Jones og margt fleira. Þar má einnig finna texta á skilti kvikmyndahúss þar sem segir: „Maddie, viltu giftast mér?“ Sá texti á sér smá forsögu sem felst í því að fyrr á árinu setti aðdáandi sig í samband við Insomniac og bað starfsmenn fyrirtækisins um að hjálpa sér að biðja kærustu sinnar til fimm ára. Nú um helgina sagði sá maður hins vegar frá því að kærastan hefði sagt honum upp og tekið saman við bróður hans. Þetta sagði hann í myndbandi sem hefur nú verið eytt. Kallaði hann skilaboðin „sorglegasta páskaegg sögunnar“. Svokölluð páskaegg eru tilvitnanir í aðra leiki, kvikmyndir og fleira sem finna má í tölvuleikjum og kvikmyndum.Grafík leiksins er stórgóð og allt lítur mjög vel út, eins og sést á myndböndunum hér að ofan. Leikurinn er hannaður með Playstation 4 í huga og nýtir getu hennar í botn. Gallinn, þegar kemur að áðurnefndu lífi Manhattan, er hins vegar sá að það er tímabundið. Fjöldi glæpa til að stöðva á götum Manhattan er fastur. Það er, þegar spilarar eru búnir með tiltekinn fjölda glæpa á tilteknum svæðum, er ekkert meira að gera þar. Ég er ekki alveg búinn með söguna, bölvaðir bakpokar, en ég geri ráð fyrir því að það sé ekkert að gera í leiknum þegar það er búið. Nema að sveifla mér áfram um. Hliðarverkefni leiksins eru þar að auki svolítið einsleit. Það gerir þó varla að sök þar sem þau snúast flest um að berja vonda karla eða sveifla sér um Manhattan og það er lygilega skemmtilegt.Samantekt-ish Yfir heildina litið er Spider-Man þrusugóður og skemmtilegur leikur. Það sem skiptir hvað mestu máli við gerð leikjar um ofurhetjuna er ferðarmáti Spider-Man og bardagar hans. Þar hafa starfsmenn Insomniac staðið sig sérstaklega vel. Ég á erfitt með að ímynda mér að ég verði nokkurn tíman þreyttur á því að sveifla mér um Manhattan. Það er sömuleiðis mjög gaman að berja glæpamenn og vonda karla og bardagakerfi leiksins er frekar fjölbreytt, þó það byggi á gamalli Arkham-formúlu. Insomniac hafa án efa framleitt besta Spider-Man leikinn hingað til.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira