Hinn þrífætti Bangsi Ragnheiðar Gröndal enn ekki kominn í leitirnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. júlí 2018 14:45 Bangsi hefur veitt Ragnheiði innblástur í tónlistinni en lagið Bangsi af plötu hennar Aristocat Lullaby er einmitt samið um köttinn. Mynd/Samsett Ekkert hefur spurst til Bangsa, þrífætts heimiliskattar tónlistarkonunnar Ragnheiðar Gröndal, síðan í júní. Mikill söknuður ríkir innan fjölskyldunnar vegna Bangsahvarfsins og hefur fundarlaunum verið heitið. „Dagana áður en hann hvarf var búin að vera ilmvatnslykt af honum og hann lét sig hverfa í einn og einn sólarhring áður en hann hvarf svo alveg,“ segir Ragnheiður en henni þykir líklegt að Bangsi hafi því verið að stelast í heimsóknir til fólks í hverfinu áður en hann týndist. Hún vonist því til að ekkert hafi hent Bangsa.Ragnheiður Gröndal, tónlistarkona.Mynd/Salar Baygan„Ég trúi því ekki að það hafi eitthvað komið fyrir. Ég held að hann sé einhvers staðar hjá einhverju fólki, en kannski er það bara mömmuhjartað að tala.“ Bangsi er þrettán ára en hefur verið hluti af fjölskyldunni í níu ár. Hann lenti í slysi þegar hann var fimm ára sem olli því að fjarlægja þurfti annan framfótinn. „En hann hefur ekkert látið það stoppa sig. Hann er mikill karakter og mjög ákveðinn köttur.“ Ragnheiður segir að fjölskyldan sé enn engu nær um það hvar Bangsi sem nú hefur verið týndur í heilan mánuð, sé niðurkominn. Hún segist þó ótrúlega þakklát öllum sem aðstoðað hafa við leitina að Bangsa en fjölmargir hafa boðið fram aðstoð sína og deilt tilkynningu um hvarf kattarins á Facebook. Þá hafa Ragnheiður og maður hennar, tónlistarmaðurinn Guðmundur Pétursson, heitið 25 þúsund krónum í fundarlaun hverjum þeim sem kemur Bangsa heim. Ljóst er að Bangsi er heimilismönnum einkar kær, og þá sérstaklega Ragnheiði sjálfri, en hún samdi um hann samnefnt lag á plötunni Aristocat Lullaby sem kom út árið 2011.Hér að neðan má svo sjá fleiri myndir af Bangsa sem Ragnheiður birti í Facebook-færslu um hvarf hans. Dýr Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Sjá meira
Ekkert hefur spurst til Bangsa, þrífætts heimiliskattar tónlistarkonunnar Ragnheiðar Gröndal, síðan í júní. Mikill söknuður ríkir innan fjölskyldunnar vegna Bangsahvarfsins og hefur fundarlaunum verið heitið. „Dagana áður en hann hvarf var búin að vera ilmvatnslykt af honum og hann lét sig hverfa í einn og einn sólarhring áður en hann hvarf svo alveg,“ segir Ragnheiður en henni þykir líklegt að Bangsi hafi því verið að stelast í heimsóknir til fólks í hverfinu áður en hann týndist. Hún vonist því til að ekkert hafi hent Bangsa.Ragnheiður Gröndal, tónlistarkona.Mynd/Salar Baygan„Ég trúi því ekki að það hafi eitthvað komið fyrir. Ég held að hann sé einhvers staðar hjá einhverju fólki, en kannski er það bara mömmuhjartað að tala.“ Bangsi er þrettán ára en hefur verið hluti af fjölskyldunni í níu ár. Hann lenti í slysi þegar hann var fimm ára sem olli því að fjarlægja þurfti annan framfótinn. „En hann hefur ekkert látið það stoppa sig. Hann er mikill karakter og mjög ákveðinn köttur.“ Ragnheiður segir að fjölskyldan sé enn engu nær um það hvar Bangsi sem nú hefur verið týndur í heilan mánuð, sé niðurkominn. Hún segist þó ótrúlega þakklát öllum sem aðstoðað hafa við leitina að Bangsa en fjölmargir hafa boðið fram aðstoð sína og deilt tilkynningu um hvarf kattarins á Facebook. Þá hafa Ragnheiður og maður hennar, tónlistarmaðurinn Guðmundur Pétursson, heitið 25 þúsund krónum í fundarlaun hverjum þeim sem kemur Bangsa heim. Ljóst er að Bangsi er heimilismönnum einkar kær, og þá sérstaklega Ragnheiði sjálfri, en hún samdi um hann samnefnt lag á plötunni Aristocat Lullaby sem kom út árið 2011.Hér að neðan má svo sjá fleiri myndir af Bangsa sem Ragnheiður birti í Facebook-færslu um hvarf hans.
Dýr Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“