Sér eftir háloftaástarsögunni og biðst afsökunar Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. júlí 2018 13:30 Rosey Blair fylgdist grannt með. Hún og kærasti hennar Houston Hardaway hafa nú verið harðlega gagnrýnd fyrir athæfið. Leikkonan Rosey Blair, sem nýlega komst í heimsfréttirnar fyrir að lýsa „háloftaástarsögu“ í beinni, hefur nú beðist afsökunar á málinu. Tíst hennar um samskipti tveggja flugfarþega vöktu fyrst mikla lukku en viðbrögðin snerust fljótlega upp í andhverfu sína og voru Blair og kærasti hennar harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum. Forsaga málsins er sú að Blair var á heimleið ásamt kærasta sínum, Houston Hardaway, með flugi í Bandaríkjunum. Þar varð ung kona við bón hennar um að skipta um sæti svo Blair gæti setið með kærastanum. Ungur maður settist við hlið konunnar og fylgdust Blair og Hardaway náið með samskiptum fólksins – sem vöktu heimsathygli. Jákvæðni einkenndi viðbrögð netverja í fyrstu en fljótlega fóru að renna á þá tvær grímur. Þegar í ljós kom að unga konan, sem ekki hafði gefið leyfi fyrir því að nafn hennar yrði birt, hafði neyðst til að loka Instagram-reikningi sínum vegna áreitni fór að bera á gagnrýni í garð Blair og Hardway, sem einnig þóttu hafa nýtt sér skyndilega frægðina á ósmekklegan hátt.Sjá einnig: Háloftaástarsaga í beinni orðin að deilum um persónuvernd og kynbundna áreitni Því hefur einnig verið haldið fram að með því að birta myndir af fólkinu og brot úr samræðum þess hafi parið brotið á friðhelgi einkalífsins og opnað fyrir áreitni gegn konunni. Blair virðist nú hafa séð að sér en hún birti afsökunarbeiðni á Twitter-reikningi sínum í vikunni. „Ég vildi að ég gæti komið skömminni sem ég finn vegna gjörða minna til skila en mér finnst tilfinningar mínar ekki viðeigandi á þessum tímapunkti,“ skrifaði Blair. Hún beindi svo orðum sínum til konunnar, Helen, og baðst afsökunar á því að hafa notfært sér „fallegt og töfrandi augnablik“ milli hennar og unga mannsins, Euan Holden, á samfélagsmiðlum. Afsökunarbeiðni Blair má sjá í heild hér að neðan.pic.twitter.com/BVsAsM8PZ5— Rosey Blair (@roseybeeme) July 10, 2018 Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Twitter sprakk vegna tísta í beinni frá lygilegri atburðarás eftir sætaskipti í flugvél Óhætt er að segja að samfélagsmiðillinn Twitter hafi farið á hliðina í Bandaríkjunum eftir að saklaus sætaskipti í flugvél leiddu af sér mögulegt ástarsamband 4. júlí 2018 22:15 Háloftaástarsaga í beinni orðin að deilum um persónuvernd og kynbundna áreitni Twitter-notendur hafa margir vakið máls á því að með því að birta myndir af fólkinu og brot úr samræðum þess hafi parið brotið á friðhelgi einkalífsins og opnað fyrir áreitni gegn konunni. 10. júlí 2018 15:23 Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira
Leikkonan Rosey Blair, sem nýlega komst í heimsfréttirnar fyrir að lýsa „háloftaástarsögu“ í beinni, hefur nú beðist afsökunar á málinu. Tíst hennar um samskipti tveggja flugfarþega vöktu fyrst mikla lukku en viðbrögðin snerust fljótlega upp í andhverfu sína og voru Blair og kærasti hennar harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum. Forsaga málsins er sú að Blair var á heimleið ásamt kærasta sínum, Houston Hardaway, með flugi í Bandaríkjunum. Þar varð ung kona við bón hennar um að skipta um sæti svo Blair gæti setið með kærastanum. Ungur maður settist við hlið konunnar og fylgdust Blair og Hardaway náið með samskiptum fólksins – sem vöktu heimsathygli. Jákvæðni einkenndi viðbrögð netverja í fyrstu en fljótlega fóru að renna á þá tvær grímur. Þegar í ljós kom að unga konan, sem ekki hafði gefið leyfi fyrir því að nafn hennar yrði birt, hafði neyðst til að loka Instagram-reikningi sínum vegna áreitni fór að bera á gagnrýni í garð Blair og Hardway, sem einnig þóttu hafa nýtt sér skyndilega frægðina á ósmekklegan hátt.Sjá einnig: Háloftaástarsaga í beinni orðin að deilum um persónuvernd og kynbundna áreitni Því hefur einnig verið haldið fram að með því að birta myndir af fólkinu og brot úr samræðum þess hafi parið brotið á friðhelgi einkalífsins og opnað fyrir áreitni gegn konunni. Blair virðist nú hafa séð að sér en hún birti afsökunarbeiðni á Twitter-reikningi sínum í vikunni. „Ég vildi að ég gæti komið skömminni sem ég finn vegna gjörða minna til skila en mér finnst tilfinningar mínar ekki viðeigandi á þessum tímapunkti,“ skrifaði Blair. Hún beindi svo orðum sínum til konunnar, Helen, og baðst afsökunar á því að hafa notfært sér „fallegt og töfrandi augnablik“ milli hennar og unga mannsins, Euan Holden, á samfélagsmiðlum. Afsökunarbeiðni Blair má sjá í heild hér að neðan.pic.twitter.com/BVsAsM8PZ5— Rosey Blair (@roseybeeme) July 10, 2018
Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Twitter sprakk vegna tísta í beinni frá lygilegri atburðarás eftir sætaskipti í flugvél Óhætt er að segja að samfélagsmiðillinn Twitter hafi farið á hliðina í Bandaríkjunum eftir að saklaus sætaskipti í flugvél leiddu af sér mögulegt ástarsamband 4. júlí 2018 22:15 Háloftaástarsaga í beinni orðin að deilum um persónuvernd og kynbundna áreitni Twitter-notendur hafa margir vakið máls á því að með því að birta myndir af fólkinu og brot úr samræðum þess hafi parið brotið á friðhelgi einkalífsins og opnað fyrir áreitni gegn konunni. 10. júlí 2018 15:23 Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira
Twitter sprakk vegna tísta í beinni frá lygilegri atburðarás eftir sætaskipti í flugvél Óhætt er að segja að samfélagsmiðillinn Twitter hafi farið á hliðina í Bandaríkjunum eftir að saklaus sætaskipti í flugvél leiddu af sér mögulegt ástarsamband 4. júlí 2018 22:15
Háloftaástarsaga í beinni orðin að deilum um persónuvernd og kynbundna áreitni Twitter-notendur hafa margir vakið máls á því að með því að birta myndir af fólkinu og brot úr samræðum þess hafi parið brotið á friðhelgi einkalífsins og opnað fyrir áreitni gegn konunni. 10. júlí 2018 15:23