Ópin reyndust vera frygðarstunur Benedikt Bóas skrifar 12. júlí 2018 06:00 Parið skemmti sér trúlega vel þó að nágrönnunum hafi ekki verið skemmt. Fannst hljóðin heldur há og mikil. „Maðurinn var bara að stunda kynlíf,“ segir stjórnarmaður í íþróttafélagi hér á landi en stjórn félagsins boðaði leikmanninn á fund því ótrúlegur hávaði barst úr íbúð hans, yfirleitt seint að kveldi. Stunur og dynkir. Óttuðust stjórnarmenn jafnvel að leikmaðurinn hefði gerst sekur um heimilisofbeldi en það var einn stór misskilningur. Hávaðinn og lætin voru slík við iðju mannsins og konu að nágrönnum hans stóð ekki á sama. Létu þeir stjórnarmenn félagsins vita og báðu þá um að taka á málinu. Leikmaðurinn er vel metinn innan félagsins og kom þetta flatt upp stjórnarmennina. Þeir boðuðu leikmanninn á fund þar sem farið var yfir málin og kvartanir gagnvart honum. Leikmaðurinn kom af fjöllum þar sem ekkert ofbeldi hafi átt sér stað. Eftir örlitlar útskýringar kom hið sanna í ljós. Rúmið lamdist fast í vegginn, stunurnar voru háværar og úthaldið var slíkt hjá leikmanninum að nágrannarnir trúðu vart sínum eigin eyrum. „Ég var aðeins að stunda kynlíf,“ sagði leikmaðurinn á fundinum samkvæmt stjórnarmanninum og gátu stjórnarmenn lítið annað en brosað út í annað. Honum var því sleppt með áminningu gegn loforði um að festa rúmið og minnka stunurnar – til að fullnægja kröfum nágrannanna.Kynlíf stoppaði tennisleik Tennisköppum og áhorfendum brá heldur í brún í Sarasota í Flórída í fyrra þegar háværar stunur ómuðu yfir tennisvöll þar sem þeir Frances Tiafoe og Mitchell Krueger öttu kappi. Í fyrstu hélt lýsandi viðureignarinnar að einhver á áhorfendapöllunum hefði verið að horfa á klám í síma sínum, en í ljós kom að óhljóðin komu úr nærliggjandi íbúð. Tiafoe var að fara að gefa á Krueger þegar hljóðin heyrðust fyrst og stöðvaði hann leikinn um stund með bros á vör. Áhorfendur hlógu og leikurinn hélt áfram, bæði á vellinum og inni í svefnherberginu því skömmu síðar heyrðust hljóðin aftur. Kallaði Tiafoe þá: „Þetta getur ekki verið svona gott,“ við mikinn fögnuð áhorfenda. Birtist í Fréttablaðinu Kynlíf Tengdar fréttir Háværar samfarir trufluðu tennisleik Í fyrstu hélt lýsandi viðreignarinnar að einhver í áhorfendapöllunum hefði verið að horfa á klám í síma sínum. 22. apríl 2017 13:13 Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira
„Maðurinn var bara að stunda kynlíf,“ segir stjórnarmaður í íþróttafélagi hér á landi en stjórn félagsins boðaði leikmanninn á fund því ótrúlegur hávaði barst úr íbúð hans, yfirleitt seint að kveldi. Stunur og dynkir. Óttuðust stjórnarmenn jafnvel að leikmaðurinn hefði gerst sekur um heimilisofbeldi en það var einn stór misskilningur. Hávaðinn og lætin voru slík við iðju mannsins og konu að nágrönnum hans stóð ekki á sama. Létu þeir stjórnarmenn félagsins vita og báðu þá um að taka á málinu. Leikmaðurinn er vel metinn innan félagsins og kom þetta flatt upp stjórnarmennina. Þeir boðuðu leikmanninn á fund þar sem farið var yfir málin og kvartanir gagnvart honum. Leikmaðurinn kom af fjöllum þar sem ekkert ofbeldi hafi átt sér stað. Eftir örlitlar útskýringar kom hið sanna í ljós. Rúmið lamdist fast í vegginn, stunurnar voru háværar og úthaldið var slíkt hjá leikmanninum að nágrannarnir trúðu vart sínum eigin eyrum. „Ég var aðeins að stunda kynlíf,“ sagði leikmaðurinn á fundinum samkvæmt stjórnarmanninum og gátu stjórnarmenn lítið annað en brosað út í annað. Honum var því sleppt með áminningu gegn loforði um að festa rúmið og minnka stunurnar – til að fullnægja kröfum nágrannanna.Kynlíf stoppaði tennisleik Tennisköppum og áhorfendum brá heldur í brún í Sarasota í Flórída í fyrra þegar háværar stunur ómuðu yfir tennisvöll þar sem þeir Frances Tiafoe og Mitchell Krueger öttu kappi. Í fyrstu hélt lýsandi viðureignarinnar að einhver á áhorfendapöllunum hefði verið að horfa á klám í síma sínum, en í ljós kom að óhljóðin komu úr nærliggjandi íbúð. Tiafoe var að fara að gefa á Krueger þegar hljóðin heyrðust fyrst og stöðvaði hann leikinn um stund með bros á vör. Áhorfendur hlógu og leikurinn hélt áfram, bæði á vellinum og inni í svefnherberginu því skömmu síðar heyrðust hljóðin aftur. Kallaði Tiafoe þá: „Þetta getur ekki verið svona gott,“ við mikinn fögnuð áhorfenda.
Birtist í Fréttablaðinu Kynlíf Tengdar fréttir Háværar samfarir trufluðu tennisleik Í fyrstu hélt lýsandi viðreignarinnar að einhver í áhorfendapöllunum hefði verið að horfa á klám í síma sínum. 22. apríl 2017 13:13 Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira
Háværar samfarir trufluðu tennisleik Í fyrstu hélt lýsandi viðreignarinnar að einhver í áhorfendapöllunum hefði verið að horfa á klám í síma sínum. 22. apríl 2017 13:13