Nokkurra vikna aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis og langur vitnalisti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. janúar 2018 09:00 Lárus Welding og Jóhannes Baldursson eru báðir ákærðir í málinu. vísir/anton brink Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 17. janúar næstkomandi. Ákæra í málinu var gefin út í mars 2016 og málið þingfest um mánuði síðar. Samkvæmt dagskrá héraðsdóms á aðalmeðferðinni að ljúka þann 9. febrúar en málið er umfangsmikið og vitnalistinn langur þar sem ráðgert er að á milli 40 til 50 manns gefi skýrslu fyrir dómi. Langur tími er liðinn frá því að meint brot áttu sér stað en Fjármálaeftirlitið kærði háttsemina til sérstaks saksóknara árið 2011. Er Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, ákærður fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik. Þá er Jóhannes Baldursson, sem var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans, ákærður fyrir markaðsmisnotkun. Þeir Valgarð Már Valgarðsson, Jónas Guðmundsson og Pétur Jónsson, fyrrverandi starfsmenn eigin viðskipta Glitnis, einnig ákærðir fyrir markaðsmisnotkun. Þegar málið var þingfest í apríl 2016 neituðu fimmmenningarnir allir sök. Málinu svipar 578mjög til tveggja annarra markaðsmisnotkunarmála sem sérstakur saksóknari, nú héraðssaksóknari, höfðaði á hendur stjórnendum í hinum stóru bönkunum tveimur fyrir hrun, Kaupþingi og Landsbankanum.Magnús Pálmi var forstöðumaður eigin viðskipta Glitnis. Hann samdi sig frá ákæru í Stím-málinu svokallaða og var lykilvitni ákæruvaldsins.vísirForstöðumaður eigin viðskipta ekki ákærður Athygli vakti þegar ákæran var gefin út að Magnús Pálmi Örnólfsson, sem var forstöðumaður eigin viðskipta og gjaldeyrisstýringar Glitnis var ekki ákærður en Jóhannes var næsti yfirmaður hans. Í sambærilegum málum hafa fyrrverandi forstöðumenn eigin viðskipta verið ákærðir og sakfelldir í málinu. Björn Þorvaldsson, saksóknari í málinu, vildi á sínum tíma ekki gefa upp hvort að Magnús Pálmi hefði samið sig frá ákæru í málinu. Þá vildi hann heldur ekki gefa það upp hvort að Magnús Pálmi hefði einhvern tímann haft stöðu sakbornings og sagði Björn að staða Magnúsar myndi koma í ljós undir rekstri málsins. Sú afstaða er ákæruvaldsins er óbreytt og fengust engar upplýsingar um stöðu Magnúsar í málinu þegar leitað var eftir því fyrir helgi. Magnús Pálmi samdi sig frá ákæru í Stím-málinu svokallaða þar sem bæði Lárus og Jóhannes voru dæmdir til fangelsisvistar. Var hann lykilvitni í málinu en hann breytti framburði sínum í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara og veitti embættinu upplýsingar gegn því að hann nyti friðhelgi frá saksókn í málinu. Var á það fallist af hálfu ríkissaksóknara og naut Magnús því réttarverndar í málinu en hann hafði upphaflega stöðu sakbornings. Var það gert á grundvelli 5. greinar laga um embætti sérstaks saksóknara. Ekki er sambærileg heimild í lögum um héraðssaksóknara en lögin um sérstakan saksóknara féllu úr gildi þegar héraðssaksóknari tók til starfa árið 2016. Eftir því sem Vísir kemst heldur þó samningur um réttarvernd sem gerður var á grundvelli laga um embætti sérstaks saksóknara gildi sínu þó að lögin hafi fallið úr gildi.Björn Þorvaldsson er saksóknari í málinu. Vísir/AntonÁkærðu hafi ýmist komið í veg fyrir eða hægt á lækkun á verði hlutabréfa í Glitni Í ákærunni er meintri markaðsmisnotkun lýst. Í ákærulið eitt sem snýr að öllum hinum ákærðu kemur fram að þeir hafi í sameiningu „stundað markaðsmisnotkun, með hlutabréf útgefin af bankanum sjálfum, á tímabilinu frá og með 1. Júní 2007 til og með september 2008, samtals 331 viðskiptadag, með því að setja fram tilboð og eiga viðskipti í viðskiptakerfi NASDAQ OMX Iceland hf. (hér eftir Kauphöllin) sem tryggðu óeðlilegt verð, bjuggu til verð á hlutabréfunum og gáfu eða voru líkleg til að gefa eftirspurn og verð hlutabréfanna ranglega og misvísandi til kynna.“ Samkvæmt ákærunni voru kaup eigin viðskipta Glitnis á hlutabréfum í Glitni í sjálfvirkum pörunarviðskiptum á tímabilinu umfangsmikil og kerfisbundin. Þá hafi þau verið verulegur hluti af heildarveltu með hlutabréf í Glitni í sjálfvirkum pörunarviðskiptum á þessu tímabili. Í ákærunni kemur jafnframt fram að með umfangsmiklum kauptilboðum og kaupum, en ekki miklu magni af sölutilboðum og sölu í sjálfvirkum pörunarviðskiptum, hafi ákærðu ýmist komið í veg fyrir eða hægt á lækkun á verði hlutabréfa í Glitni. Þannig hafi verið myndað gólf í verðmyndun á hlutabréfunum.Lárus Welding er fyrrverandi forstjóri Glitnis.vísir/anton brinkMilljarða lánveitingar til einkahlutafélaga í eigu starfsmanna Glitnis Lárus er svo ákærður fyrir umboðssvik vegna lánveitinganna til fjórtán einkahlutafélaga í eigu jafnmargra starfsmanna Glitnis. Lánin voru veitt í maí 2008 og voru upp á samtals 6,7 milljarða króna. Voru þau til þess að kaupa hlutabréf í Glitni en bankinn sjálfur átti bréfin. Fjallað er um lánveitingarnar í þriðja lið ákærunnar. Lánin til einkahlutafélaganna fjórtán eru mishá; þau lægstu nema 173.953.885 krónum en það hæsta nemur tæplega 800 milljónum króna. Samkvæmt lögum er einkahlutafélag félag þar sem enginn félagsmanna ber persónulega ábyrgð á heildarskuldbindingum félagsins. Starfsmenn Glitnis, sem áttu félögin, voru því ekki ábyrgir fyrir lánunum. Lárusi er gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína sem forstjóri Glitnis og stefnt fé bankans í verulega hættu þegar hann fór út fyrir heimildir sínar til lánveitinga og veitti félögunum lán. Í ákæru segir að Lárus hafi veitt lánin án þess að fyrir lægi samþykki þar til bærrar lánanefndar, án þess að endurgreiðsla lánanna væri tryggð í samræmi við ákvæði lánareglna bankans um töku trygginga fyrir útlánum og án þess að meta á nokkurn hátt greiðslugetu og eignastöðu lánþeganna.Viðskiptin hafi byggt á blekkingum og sýndarmennsku Samkvæmt ákæru hafa félögin öll verið úrskurðuð gjaldþrota og verður því að telja öll lánin Glitni að fullu glötuð. Telur saksóknari að af framburði vitna, ákærðu og öðrum gögnum megi leiða að Lárus hafi tekið ákvörðun um að bjóða fjórtán starfsmönnum bankans að kaupa bréf í Glitni með fullri fjármögnun bankans. Var starfsmönnunum boðið að kaupa mismarga hluti en öll boðin áttu það sameiginlegt að „að bankinn lánaði fyrir viðskiptunum að fullu án þess að starfsmennirnir legðu fram eigið fé eða tryggingar fyrir lánunum.“ Lárus er einnig ákærður fyrir markaðsmisnotkun vegna viðskiptanna sem einkahlutafélögin áttu með hluti í Glitni. Telur saksóknari að í viðskiptunum hafi það verið gefið ranglega til kynna að félögin hafi lagt fé til þeirra og þannig borið fulla markaðsáhættu af þeim „þegar kaup félaganna voru í raun fjármögnuð að fullu með lánveitingum frá bankanum,“ eins og segir í ákæru. Glitnir hafi þannig bæði sem lánveitandi og seljandi hlutanna áfram borið fulla markaðsáhættu af þeim þar sem engar aðrar tryggingar voru fyrir hendi en seldu hlutirnir. Að mati ákæruvaldsins byggðust viðskiptin þannig á blekkingum og sýndarmennsku og voru líkleg til að gefa eftirspurn eftir hlutum í Glitni misvísandi og ranglega til kynna. Tengdar fréttir Gefur ekki upp hvort að Magnús Pálmi hafi samið sig frá ákæru Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, segir að staða forstöðumanns eigin viðskipta bankans komi í ljós undir rekstri málsins fyrir dómi. 14. mars 2016 12:18 Lárus hafi ákveðið að bjóða starfsmönnum bankans að kaupa hlutabréf í Glitni með lánum frá bankanum sjálfum Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, er ákærður fyrir umboðssvik vegna milljarða lánveitinga til fjórtán einkahlutafélaga í eigu jafnmargra starfsmanna bankans. Lánveitingarnar eru hluti af ákæru héraðssaksóknara í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem þingfest verður í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 15. apríl næstkomandi. 11. mars 2016 09:00 Hæstiréttur hafnaði ráðgefandi áliti í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis Hæstiréttur telur ekki tilefni til að óska eftir ráðgefandi áliti frá EFTA-dómstólnum um túlkun á tilskipun um markaðsmisnotkun vegna ákæru á hendur fyrrverandi stjórnendum og starfsmönnum Glitnis banka. 20. janúar 2017 13:38 Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 17. janúar næstkomandi. Ákæra í málinu var gefin út í mars 2016 og málið þingfest um mánuði síðar. Samkvæmt dagskrá héraðsdóms á aðalmeðferðinni að ljúka þann 9. febrúar en málið er umfangsmikið og vitnalistinn langur þar sem ráðgert er að á milli 40 til 50 manns gefi skýrslu fyrir dómi. Langur tími er liðinn frá því að meint brot áttu sér stað en Fjármálaeftirlitið kærði háttsemina til sérstaks saksóknara árið 2011. Er Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, ákærður fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik. Þá er Jóhannes Baldursson, sem var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans, ákærður fyrir markaðsmisnotkun. Þeir Valgarð Már Valgarðsson, Jónas Guðmundsson og Pétur Jónsson, fyrrverandi starfsmenn eigin viðskipta Glitnis, einnig ákærðir fyrir markaðsmisnotkun. Þegar málið var þingfest í apríl 2016 neituðu fimmmenningarnir allir sök. Málinu svipar 578mjög til tveggja annarra markaðsmisnotkunarmála sem sérstakur saksóknari, nú héraðssaksóknari, höfðaði á hendur stjórnendum í hinum stóru bönkunum tveimur fyrir hrun, Kaupþingi og Landsbankanum.Magnús Pálmi var forstöðumaður eigin viðskipta Glitnis. Hann samdi sig frá ákæru í Stím-málinu svokallaða og var lykilvitni ákæruvaldsins.vísirForstöðumaður eigin viðskipta ekki ákærður Athygli vakti þegar ákæran var gefin út að Magnús Pálmi Örnólfsson, sem var forstöðumaður eigin viðskipta og gjaldeyrisstýringar Glitnis var ekki ákærður en Jóhannes var næsti yfirmaður hans. Í sambærilegum málum hafa fyrrverandi forstöðumenn eigin viðskipta verið ákærðir og sakfelldir í málinu. Björn Þorvaldsson, saksóknari í málinu, vildi á sínum tíma ekki gefa upp hvort að Magnús Pálmi hefði samið sig frá ákæru í málinu. Þá vildi hann heldur ekki gefa það upp hvort að Magnús Pálmi hefði einhvern tímann haft stöðu sakbornings og sagði Björn að staða Magnúsar myndi koma í ljós undir rekstri málsins. Sú afstaða er ákæruvaldsins er óbreytt og fengust engar upplýsingar um stöðu Magnúsar í málinu þegar leitað var eftir því fyrir helgi. Magnús Pálmi samdi sig frá ákæru í Stím-málinu svokallaða þar sem bæði Lárus og Jóhannes voru dæmdir til fangelsisvistar. Var hann lykilvitni í málinu en hann breytti framburði sínum í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara og veitti embættinu upplýsingar gegn því að hann nyti friðhelgi frá saksókn í málinu. Var á það fallist af hálfu ríkissaksóknara og naut Magnús því réttarverndar í málinu en hann hafði upphaflega stöðu sakbornings. Var það gert á grundvelli 5. greinar laga um embætti sérstaks saksóknara. Ekki er sambærileg heimild í lögum um héraðssaksóknara en lögin um sérstakan saksóknara féllu úr gildi þegar héraðssaksóknari tók til starfa árið 2016. Eftir því sem Vísir kemst heldur þó samningur um réttarvernd sem gerður var á grundvelli laga um embætti sérstaks saksóknara gildi sínu þó að lögin hafi fallið úr gildi.Björn Þorvaldsson er saksóknari í málinu. Vísir/AntonÁkærðu hafi ýmist komið í veg fyrir eða hægt á lækkun á verði hlutabréfa í Glitni Í ákærunni er meintri markaðsmisnotkun lýst. Í ákærulið eitt sem snýr að öllum hinum ákærðu kemur fram að þeir hafi í sameiningu „stundað markaðsmisnotkun, með hlutabréf útgefin af bankanum sjálfum, á tímabilinu frá og með 1. Júní 2007 til og með september 2008, samtals 331 viðskiptadag, með því að setja fram tilboð og eiga viðskipti í viðskiptakerfi NASDAQ OMX Iceland hf. (hér eftir Kauphöllin) sem tryggðu óeðlilegt verð, bjuggu til verð á hlutabréfunum og gáfu eða voru líkleg til að gefa eftirspurn og verð hlutabréfanna ranglega og misvísandi til kynna.“ Samkvæmt ákærunni voru kaup eigin viðskipta Glitnis á hlutabréfum í Glitni í sjálfvirkum pörunarviðskiptum á tímabilinu umfangsmikil og kerfisbundin. Þá hafi þau verið verulegur hluti af heildarveltu með hlutabréf í Glitni í sjálfvirkum pörunarviðskiptum á þessu tímabili. Í ákærunni kemur jafnframt fram að með umfangsmiklum kauptilboðum og kaupum, en ekki miklu magni af sölutilboðum og sölu í sjálfvirkum pörunarviðskiptum, hafi ákærðu ýmist komið í veg fyrir eða hægt á lækkun á verði hlutabréfa í Glitni. Þannig hafi verið myndað gólf í verðmyndun á hlutabréfunum.Lárus Welding er fyrrverandi forstjóri Glitnis.vísir/anton brinkMilljarða lánveitingar til einkahlutafélaga í eigu starfsmanna Glitnis Lárus er svo ákærður fyrir umboðssvik vegna lánveitinganna til fjórtán einkahlutafélaga í eigu jafnmargra starfsmanna Glitnis. Lánin voru veitt í maí 2008 og voru upp á samtals 6,7 milljarða króna. Voru þau til þess að kaupa hlutabréf í Glitni en bankinn sjálfur átti bréfin. Fjallað er um lánveitingarnar í þriðja lið ákærunnar. Lánin til einkahlutafélaganna fjórtán eru mishá; þau lægstu nema 173.953.885 krónum en það hæsta nemur tæplega 800 milljónum króna. Samkvæmt lögum er einkahlutafélag félag þar sem enginn félagsmanna ber persónulega ábyrgð á heildarskuldbindingum félagsins. Starfsmenn Glitnis, sem áttu félögin, voru því ekki ábyrgir fyrir lánunum. Lárusi er gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína sem forstjóri Glitnis og stefnt fé bankans í verulega hættu þegar hann fór út fyrir heimildir sínar til lánveitinga og veitti félögunum lán. Í ákæru segir að Lárus hafi veitt lánin án þess að fyrir lægi samþykki þar til bærrar lánanefndar, án þess að endurgreiðsla lánanna væri tryggð í samræmi við ákvæði lánareglna bankans um töku trygginga fyrir útlánum og án þess að meta á nokkurn hátt greiðslugetu og eignastöðu lánþeganna.Viðskiptin hafi byggt á blekkingum og sýndarmennsku Samkvæmt ákæru hafa félögin öll verið úrskurðuð gjaldþrota og verður því að telja öll lánin Glitni að fullu glötuð. Telur saksóknari að af framburði vitna, ákærðu og öðrum gögnum megi leiða að Lárus hafi tekið ákvörðun um að bjóða fjórtán starfsmönnum bankans að kaupa bréf í Glitni með fullri fjármögnun bankans. Var starfsmönnunum boðið að kaupa mismarga hluti en öll boðin áttu það sameiginlegt að „að bankinn lánaði fyrir viðskiptunum að fullu án þess að starfsmennirnir legðu fram eigið fé eða tryggingar fyrir lánunum.“ Lárus er einnig ákærður fyrir markaðsmisnotkun vegna viðskiptanna sem einkahlutafélögin áttu með hluti í Glitni. Telur saksóknari að í viðskiptunum hafi það verið gefið ranglega til kynna að félögin hafi lagt fé til þeirra og þannig borið fulla markaðsáhættu af þeim „þegar kaup félaganna voru í raun fjármögnuð að fullu með lánveitingum frá bankanum,“ eins og segir í ákæru. Glitnir hafi þannig bæði sem lánveitandi og seljandi hlutanna áfram borið fulla markaðsáhættu af þeim þar sem engar aðrar tryggingar voru fyrir hendi en seldu hlutirnir. Að mati ákæruvaldsins byggðust viðskiptin þannig á blekkingum og sýndarmennsku og voru líkleg til að gefa eftirspurn eftir hlutum í Glitni misvísandi og ranglega til kynna.
Tengdar fréttir Gefur ekki upp hvort að Magnús Pálmi hafi samið sig frá ákæru Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, segir að staða forstöðumanns eigin viðskipta bankans komi í ljós undir rekstri málsins fyrir dómi. 14. mars 2016 12:18 Lárus hafi ákveðið að bjóða starfsmönnum bankans að kaupa hlutabréf í Glitni með lánum frá bankanum sjálfum Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, er ákærður fyrir umboðssvik vegna milljarða lánveitinga til fjórtán einkahlutafélaga í eigu jafnmargra starfsmanna bankans. Lánveitingarnar eru hluti af ákæru héraðssaksóknara í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem þingfest verður í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 15. apríl næstkomandi. 11. mars 2016 09:00 Hæstiréttur hafnaði ráðgefandi áliti í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis Hæstiréttur telur ekki tilefni til að óska eftir ráðgefandi áliti frá EFTA-dómstólnum um túlkun á tilskipun um markaðsmisnotkun vegna ákæru á hendur fyrrverandi stjórnendum og starfsmönnum Glitnis banka. 20. janúar 2017 13:38 Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Gefur ekki upp hvort að Magnús Pálmi hafi samið sig frá ákæru Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, segir að staða forstöðumanns eigin viðskipta bankans komi í ljós undir rekstri málsins fyrir dómi. 14. mars 2016 12:18
Lárus hafi ákveðið að bjóða starfsmönnum bankans að kaupa hlutabréf í Glitni með lánum frá bankanum sjálfum Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, er ákærður fyrir umboðssvik vegna milljarða lánveitinga til fjórtán einkahlutafélaga í eigu jafnmargra starfsmanna bankans. Lánveitingarnar eru hluti af ákæru héraðssaksóknara í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem þingfest verður í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 15. apríl næstkomandi. 11. mars 2016 09:00
Hæstiréttur hafnaði ráðgefandi áliti í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis Hæstiréttur telur ekki tilefni til að óska eftir ráðgefandi áliti frá EFTA-dómstólnum um túlkun á tilskipun um markaðsmisnotkun vegna ákæru á hendur fyrrverandi stjórnendum og starfsmönnum Glitnis banka. 20. janúar 2017 13:38