Lífið

Tvífararnir Bragi Páll og Michael Rapaport ná vel saman

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bragi Páll fékk svar frá Michael Rapaport.
Bragi Páll fékk svar frá Michael Rapaport. vísir/ernir/getty
Ljóðskáldinu Braga Páli Sigurðssyni hefur lengi verið líkt við leikarann Michael Rapaport og hann ákvað því að skrifa honum á Twitter á dögunum.

„Í mörg ár hefur mér verið sagt að ég sé mjög líkur þér. Frammistaða þín í leiklist, skrifum og í podköstum er stórkostleg, en andlitið þitt hefur alltaf verið aðalástæðan fyrir gleði í mínu lífi. Ef þú ert einhver tímann einmanna á Íslandi, hringdu þá í tvífara þinn,“ skrifaði Bragi á Twitter og merkti leikarann í færslunni.

Rapaport var ekki lengi að svara og skrifaði til baka: „Hahaha oh shit.“

Hér að neðan má sjá samskipti þeirra tveggja.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.