Selfoss komst áfram í EHF-bikarnum í dag þrátt fyrir eins marks tap gegn Klaipeda Dragunas frá Litháen en leikið var í Litháen.
Selfoss vann fyrri leikinn 34-28 og var því með gott forskot fyrir leikinn í dag.
Leikurinn var í járnum allan fyrri hálfleikinn og var jafnt í hálfleik, 12-12.
Dragunas náði yfirhöndinni í síðari hálfleik og var um tíma með fimm marka forystu og allt í járnum í einvíginu.
Selfyssingar lifnuðu hins vegar á hárréttum tíma og náðu að saxa á forystu Dragunas á lokamínútunum. Lokatölur urðu 27-26 fyrir Dragunas en Selfoss er komið áfram í aðra umferð umferð í forkeppni EHF-bikarsins.
Árni Steinn Steinþórsson var markahæsti leikmaður Selfyssinga með sex mörk og Hergeir Grímsson bætti svo við fjórum mörkum.
Selfoss áfram í næstu umferð þrátt fyrir tap
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar

Mest lesið


Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester
Enski boltinn

Úlfarnir unnu United aftur
Enski boltinn


Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu
Enski boltinn

ÍA og Vestri mætast inni
Íslenski boltinn

Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn
Formúla 1


Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim
Enski boltinn

Neto hetja Chelsea á síðustu stundu
Enski boltinn