Lífið

Skálmöld og Sinfó saman á ný

Birgir Olgeirsson skrifar
Skálmöld á sviði með Sinfó.
Skálmöld á sviði með Sinfó. mynd/lalli sig
Þungarokkssveitin Skálmöld mun halda tvenna tónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands í ágúst næstkomandi. Tónleikarnir fara fram í tónlistarhúsinu Hörpu 24. og 25. ágúst en miðasala hefst á morgun.

Hljómsveitarstjóri verður Bernharður Wilkinson en á tónleikunum verða einnig Karlakór Reykjavíkur, Kammerkórinn Hymnodia og Barnakór Kársnesskóla.

Skálmöld og Sinfóníuhljómsveit Íslands léku síðast saman á þrennum tónleikum árið 2013 en vegna fjölda fyrirspurna hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn. Í tilkynningu frá hljómsveitinni kemur fram að ný lög verði leikin í bland við eldra efni sem aðdáendur sveitarinnar þekkja í þaula.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.