Óttaðist að verða dæmd fyrir að geta ekki gefið brjóst Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. júlí 2018 23:25 Khloé segist hafa reynt allt til að auka mjólkina en án árangurs. Khloé Kardashian Instagram Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian segist hafa haft verulegar áhyggjur af viðbrögðum fólks þegar hún steig fram og deildi því með fylgjendum sínum að hún gæti ekki gefið dóttur sinni, True, brjóstamjólk. Hún hefði, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og mikinn vilja ekki getað framleitt nægilega mikla mjólk fyrir dóttur sína. Hún segir að fólk sé fljótt að dæma mæður fyrir ákvarðanir þeirra, þær liggi afar vel við höggi. Hún ákvað að stíga fram og greina frá raunum sínum sem hún gerði á Twitter um helgina. Þegar hún sagði frá vonbrigðum sínum voru ófár mæður sem deildu með henni reynslu af erfiðleikum við brjóstagjöf. Hún sagði að það hefði verið erfitt fyrir sig tilfinningalega að gefast upp en brjóstagjöfin hefði einfaldlega ekki virkað fyrir hennar líkama. Hún hafði áður látið sig dreyma um góðar stundir með dóttur sína á brjósti til að auka á tengslamyndun barns og móður. Henni hefði ekki órað fyrir því hversu erfitt þetta ferli gæti verið í ljósi þess hversu vel gekk hjá systur hennar, Kourtney Kardashian. Khloé segist hafa reynt allt til að auka mjólkina en án árangurs. Hún hafi til að mynda leitað sér aðstoðar hjá brjóstagjafaráðgjafa, drukkið vel af vatni og hollum mat, notast við brjóstapumpu og farið í nuddmeðferðir. Khloé notast nú aðallega við þurrmjólk í pela til að næra dóttur sína en gefur henni auk þess brjóstamjólk meðfram pelagjöfum. Khloé hefði getað haldið þessu út af fyrir sig en hún kaus að stíga fram í krafti aðstöðu sinnar fyrir sig og aðrar mæður í sömu aðstæðum.Ugh it wasn't that easy for me. I tried every trick in the book- water, special cookies, power pumping, massages etc. I tried so very hard to continue. https://t.co/UYDjvbJHZg— Khloé (@khloekardashian) July 7, 2018 Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Sjá meira
Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian segist hafa haft verulegar áhyggjur af viðbrögðum fólks þegar hún steig fram og deildi því með fylgjendum sínum að hún gæti ekki gefið dóttur sinni, True, brjóstamjólk. Hún hefði, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og mikinn vilja ekki getað framleitt nægilega mikla mjólk fyrir dóttur sína. Hún segir að fólk sé fljótt að dæma mæður fyrir ákvarðanir þeirra, þær liggi afar vel við höggi. Hún ákvað að stíga fram og greina frá raunum sínum sem hún gerði á Twitter um helgina. Þegar hún sagði frá vonbrigðum sínum voru ófár mæður sem deildu með henni reynslu af erfiðleikum við brjóstagjöf. Hún sagði að það hefði verið erfitt fyrir sig tilfinningalega að gefast upp en brjóstagjöfin hefði einfaldlega ekki virkað fyrir hennar líkama. Hún hafði áður látið sig dreyma um góðar stundir með dóttur sína á brjósti til að auka á tengslamyndun barns og móður. Henni hefði ekki órað fyrir því hversu erfitt þetta ferli gæti verið í ljósi þess hversu vel gekk hjá systur hennar, Kourtney Kardashian. Khloé segist hafa reynt allt til að auka mjólkina en án árangurs. Hún hafi til að mynda leitað sér aðstoðar hjá brjóstagjafaráðgjafa, drukkið vel af vatni og hollum mat, notast við brjóstapumpu og farið í nuddmeðferðir. Khloé notast nú aðallega við þurrmjólk í pela til að næra dóttur sína en gefur henni auk þess brjóstamjólk meðfram pelagjöfum. Khloé hefði getað haldið þessu út af fyrir sig en hún kaus að stíga fram í krafti aðstöðu sinnar fyrir sig og aðrar mæður í sömu aðstæðum.Ugh it wasn't that easy for me. I tried every trick in the book- water, special cookies, power pumping, massages etc. I tried so very hard to continue. https://t.co/UYDjvbJHZg— Khloé (@khloekardashian) July 7, 2018
Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Sjá meira