Körfubolti

Körfuboltakvöld: Hörður Axel kemur með leiðtogahæfileika í Keflavík | Myndband

Sérfræðingar Körfuboltakvölds ræddu nýjasta liðsmann Keflavíkur, Hörð Axel Vilhjálmsson, í þætti gærkvöldsins en hann gekk nýlega til liðs við Keflavík á ný.

Kjartan Atli Kjartansson var á sínum stað í fyrsta þætti nýja ársins af Körfuboltakvöldi en honum til aðstoðar voru þeir Hermann Hauksson og Kristinn Geir Friðriksson.

Landsliðsmaðurinn Hörður Axel skrifaði undir hjá Keflavík á ný eftir stutta dvöl hjá Astana í Kasakstan en hann var með 15,7 stig, 5,3 fráköst og 6,8 stoðsendingar að meðaltali í leik hjá Keflavík í fyrra.

„Hann gefur þeim ákveðna leiðtogahæfileika og mun koma með stjórn á spilið. Við sáum hversu langt Keflavík fór í fyrra með hann og hann setti strax upp þvílíkar tölur í fyrsta leik þrátt fyrir að eigin sögn ryð í leiknum,“ sagði Hermann en Kristinn sagði það komið undir öðrum að stíga upp við hlið Harðar.

„Liðsfélagar hans ættu að vera pirraðir á jákvæðan hátt, það verður bara að beinast að því að hjálpa liðinu,“ en umræðuna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×