Lífið

„Skítseyðin“ svara ummælum Trump

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Stephen Colbert og Jimmy Fallon fengu Conan O'Brien til aðstoðar.
Stephen Colbert og Jimmy Fallon fengu Conan O'Brien til aðstoðar. Vísir
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, eyddi hluta af ræðu sem hann hélt á mánudaginn til þess að hnýta í spjallþáttastjórnendur þar ytra.

Kallaði hann þá meðal annars „skítseyði,“ og „hæfileikalausa“ en spjallþáttastjórnendur á borð við Stephen Colbert, Jimmy Fallon og Jimmy Kimmel hafa frá því að Trump tók við embætti gert miskunnarlaust grín að honum og stefnu hans.

Í þáttum gærkvöldsins tóku Fallon og Colbert ummælin fyrir og með hjálp Conan O'Brien, kollega þeirra, gerðu þeir stólpagrín að forsetanum. Tóku þeir upp atriði sem sýnt var í upphafi beggja þátta Fallon og Colbert undir yfirskriftinni „Síðkvöldsskítseyðin“

Er það afar óvenjulegt enda spjallþáttastjórnendurnir Fallon og Colbert í harðri samkeppni við hvorn annann.

Atriði þeirra má sjá hér að neðan og þar fyrir neðan má sjá hvernig Stephen Colbert tók málið nánar fyrir síðar í þætti hans.




Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.