Lífið

Idris Elba valinn kynþokkafyllsti karlmaður veraldar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Idris Elba þykir mjög svo fallegur.
Idris Elba þykir mjög svo fallegur. vísir/ap
Breski leikarinn Idris Elba hefur verið valinn kynþokkafyllsti karlmaður heims af bandaríska tímaritinu People.

Elba hefur í gegnum tíðina verið þekktur fyrir hlutverk sín í The Wire, Molly´s Game, The Jungle Book og Avengers: Infinity War. Einnig hefur hann verið orðaður við hlutverk James Bond að undanförnu.

Hann er aðeins þriðji blökkumaðurinn í sögunni sem unnið hefur verðlaunin en áður höfðu þeir Denzel Washington og Dwayne Johnson verið valdir.

„Þú ert að djóka? Í alvörunni?,“ sagði þessi 46 ára breski leikari í samtali við People.

„Ég horfði á sjálfan mig í speglinum, skoðaði mig smá, og hugsaði já þú er frekar kynþokkafullur í dag.“

Bandaríski tónlistarmaðurinn Blake Shelton varð fyrir valinu á síðasta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.