Móðurfélag Toys R' Us á Íslandi gjaldþrota Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. desember 2018 16:21 Top Toy rekur þrjár Toys R' Us verslanir á Íslandi. Fréttablaðið/ernir Móðurfélag leikfangaverslunarkeðjunnar Toys R' Us á Íslandi, hið danska Top Toy, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Félagið hefur síðastliðinn mánuð unnið að endurskipulagningu með það fyrir augum að bjarga rekstrinum. Skandinavískir miðlar greina hins vegar frá því í dag að sú vinna hafi ekki borið jákvæðan ávöxt. Léleg jólaverslun hafi endanlega riðið fyrirtækinu að fullu. Sigurður Þorgeir Jónasson, verslunarstjóri Toys R' Us á Smáratorgi, sagðist vera nýbúinn að heyra tíðindin þegar blaðamaður náði tali af honum. Hann segir starfsmenn Toys R' Us á Íslandi ekki hafa borist neinar nánari fregnir um framtíð verslananna hér á landi. „Við vitum ekkert hvernig framhaldið verður,“ segir Sigurður og bætir við að því hafi ekki enn verið tekin formleg ákvörðun um að loka þremur verslunum Toys R' Us hér á landi.Norskir miðlar áætla þó að þar í landi verði öllum verslunum Toys R' Us lokað á næstunni og 330 starfsmenn keðjunnar í Noregi muni missa vinnuna. Reynt verði þó að halda einhverjum verslunum opnum til áramóta, svo að viðskiptavinir geti skipt jólagjöfum. Rekstrarörðugleikar Toys R' Us hafa ratað reglulega í fréttirnar á síðustu mánuðum. Í upphafi mánaðar kom fram að Top Toy hefði í huggju að loka hundrað verslunum á Norðurlöndum og í Þýskalandi. Fyrr á árinu var auk þess greint frá því að öllum verslunum Toys R' Us í Bretlandi og Bandaríkjunum yrði lokað. Gríðarlegar skuldir eru sagðar hafa sligað fyrirtækið, auk þess sem Toys R' Us hefur átt í vök að verjast með aukinni samkeppni frá smásmölurisum á borð við Amazon, Walmart og Target. Sem fyrr segir eru þrjár verslanir reknar undir merkjum Toys R' Us hér á landi - í Kringlunni, Smáratorgi og á Akureyri. Tengdar fréttir Loka um hundrað verslunum á Norðurlöndum og Þýskalandi Ekki stendur til að loka verslunum Top-Toy á Íslandi. 3. desember 2018 11:19 Þúsundir missa vinnuna þegar Toys R Us verður lokað í Bretlandi Um 3000 manns munu missa vinnuna á næstunni þegar leikfangarisinn Toys R Us lokar um hundrað verslunum sem hann rekur í Bretlandi. 14. mars 2018 13:30 Engin áform um lokun Toys 'R' Us hér á landi Verslanir Toys 'R' Us á Íslandi eru reknar af dönsku fyrirtæki. 16. mars 2018 07:00 Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
Móðurfélag leikfangaverslunarkeðjunnar Toys R' Us á Íslandi, hið danska Top Toy, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Félagið hefur síðastliðinn mánuð unnið að endurskipulagningu með það fyrir augum að bjarga rekstrinum. Skandinavískir miðlar greina hins vegar frá því í dag að sú vinna hafi ekki borið jákvæðan ávöxt. Léleg jólaverslun hafi endanlega riðið fyrirtækinu að fullu. Sigurður Þorgeir Jónasson, verslunarstjóri Toys R' Us á Smáratorgi, sagðist vera nýbúinn að heyra tíðindin þegar blaðamaður náði tali af honum. Hann segir starfsmenn Toys R' Us á Íslandi ekki hafa borist neinar nánari fregnir um framtíð verslananna hér á landi. „Við vitum ekkert hvernig framhaldið verður,“ segir Sigurður og bætir við að því hafi ekki enn verið tekin formleg ákvörðun um að loka þremur verslunum Toys R' Us hér á landi.Norskir miðlar áætla þó að þar í landi verði öllum verslunum Toys R' Us lokað á næstunni og 330 starfsmenn keðjunnar í Noregi muni missa vinnuna. Reynt verði þó að halda einhverjum verslunum opnum til áramóta, svo að viðskiptavinir geti skipt jólagjöfum. Rekstrarörðugleikar Toys R' Us hafa ratað reglulega í fréttirnar á síðustu mánuðum. Í upphafi mánaðar kom fram að Top Toy hefði í huggju að loka hundrað verslunum á Norðurlöndum og í Þýskalandi. Fyrr á árinu var auk þess greint frá því að öllum verslunum Toys R' Us í Bretlandi og Bandaríkjunum yrði lokað. Gríðarlegar skuldir eru sagðar hafa sligað fyrirtækið, auk þess sem Toys R' Us hefur átt í vök að verjast með aukinni samkeppni frá smásmölurisum á borð við Amazon, Walmart og Target. Sem fyrr segir eru þrjár verslanir reknar undir merkjum Toys R' Us hér á landi - í Kringlunni, Smáratorgi og á Akureyri.
Tengdar fréttir Loka um hundrað verslunum á Norðurlöndum og Þýskalandi Ekki stendur til að loka verslunum Top-Toy á Íslandi. 3. desember 2018 11:19 Þúsundir missa vinnuna þegar Toys R Us verður lokað í Bretlandi Um 3000 manns munu missa vinnuna á næstunni þegar leikfangarisinn Toys R Us lokar um hundrað verslunum sem hann rekur í Bretlandi. 14. mars 2018 13:30 Engin áform um lokun Toys 'R' Us hér á landi Verslanir Toys 'R' Us á Íslandi eru reknar af dönsku fyrirtæki. 16. mars 2018 07:00 Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
Loka um hundrað verslunum á Norðurlöndum og Þýskalandi Ekki stendur til að loka verslunum Top-Toy á Íslandi. 3. desember 2018 11:19
Þúsundir missa vinnuna þegar Toys R Us verður lokað í Bretlandi Um 3000 manns munu missa vinnuna á næstunni þegar leikfangarisinn Toys R Us lokar um hundrað verslunum sem hann rekur í Bretlandi. 14. mars 2018 13:30
Engin áform um lokun Toys 'R' Us hér á landi Verslanir Toys 'R' Us á Íslandi eru reknar af dönsku fyrirtæki. 16. mars 2018 07:00