Ryan Reynolds gerir Home Alone fyrir fullorðna Birgir Olgeirsson skrifar 26. júlí 2018 10:59 Myndin sem Ryan Reynolds framleiðir hefur hlotið nafnið Stoned Alone og er sögð innihalda mikinn hamagang og blóðugt ofbeldi. Vísir/EPA Leikarinn Ryan Reynolds er með mynd í pípunum sem er nokkurskonar fullorðins útgáfa af Home Alone-myndinni frægu. Í Home Alone þurfti hinn átta ára gamli Kevin McCallister að kljást einn síns liðs við innbrotsþjófa eftir að fjölskylda hans gleymdi að taka hann með í jólafrí. Myndin sem Ryan Reynolds framleiðir hefur hlotið nafnið Stoned Alone og er sögð innihalda mikinn hamagang og blóðugt ofbeldi.Ryan Reynolds er án efa þekktastur fyrir hlutverk sitt sem andhetjan Deadpool en myndunum tveimur um þann karakter hefur vegnað afar vel. Líkt og Stoned Alone innihalda Deadpool-myndirnar grófan húmor og mikið ofbeldi.Stoned Alone mun segja frá manni á þrítugsaldri sem gerir lítið annað en að haugast í gegnum lífið. Eftir að hafa misst af flugi í jólafrí reynir hann að gera það besta úr stöðunni með því að reykja kannabisefni heima hjá sér. Ofsóknaræði færist yfir hann sem veldur því að hann stendur í þeirri trú að verið sé að brjótast inn hjá honum. Honum verður það hins vegar fljótlega ljóst að innbrotsþjófar eru raunverulega að reyna að brjótast inn hjá honum og verður hann því að leita allra ráða til að verja heimili sitt. Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Leikarinn Ryan Reynolds er með mynd í pípunum sem er nokkurskonar fullorðins útgáfa af Home Alone-myndinni frægu. Í Home Alone þurfti hinn átta ára gamli Kevin McCallister að kljást einn síns liðs við innbrotsþjófa eftir að fjölskylda hans gleymdi að taka hann með í jólafrí. Myndin sem Ryan Reynolds framleiðir hefur hlotið nafnið Stoned Alone og er sögð innihalda mikinn hamagang og blóðugt ofbeldi.Ryan Reynolds er án efa þekktastur fyrir hlutverk sitt sem andhetjan Deadpool en myndunum tveimur um þann karakter hefur vegnað afar vel. Líkt og Stoned Alone innihalda Deadpool-myndirnar grófan húmor og mikið ofbeldi.Stoned Alone mun segja frá manni á þrítugsaldri sem gerir lítið annað en að haugast í gegnum lífið. Eftir að hafa misst af flugi í jólafrí reynir hann að gera það besta úr stöðunni með því að reykja kannabisefni heima hjá sér. Ofsóknaræði færist yfir hann sem veldur því að hann stendur í þeirri trú að verið sé að brjótast inn hjá honum. Honum verður það hins vegar fljótlega ljóst að innbrotsþjófar eru raunverulega að reyna að brjótast inn hjá honum og verður hann því að leita allra ráða til að verja heimili sitt.
Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein