Sér ekki eftir því að hafa staðið upp og sagt frá Benedikt Bóas skrifar 28. febrúar 2018 08:00 „Það besta við þessa #metoo-byltingu er hvað hún er tímasett vel og hún hefði ekki gerst nema vera tímabær. En þá er líka mikilvægt að hlusta á alla og að það séu fjölbreytt sjónarhorn,“ segir Björk í viðtali við Glamour. Silja Magg „Femínismi, ef eitthvað er, þarf að vera sveigjanlegur og opinn, og ekki stífur og harður. Maður má ekki breytast í einhvern bitran krepptan hnefa,“ segir Björk Guðmundsdóttir meðal annars í viðtali við tímaritið Glamour sem kemur í búðir í dag. Álfrún Pálsdóttir, ritstjóri blaðsins, tók viðtalið. Björk prýðir forsíðuna undir myndum frá Silju Magg og ræðir um ýmis málefni, meðal annars um femínisma, kvennabaráttuna, #metoo-byltinguna og hvernig það sé að vera kona í tónlist. Björk bendir á að kynslóð móður hennar hafi háð baráttu sem hennar kynslóð hafi notið góðs af. Hún hafi þó ekki viljað bara öskra, kvarta og kveina heldur einnig framkvæma. „Ég gerði það í 20 ár, var ekkert að kvarta. Það var ekkert auðvelt og ekkert erfitt, það var mikill meðbyr á þessum tíma,“ segir hún og heldur áfram: „Það var réttur jarðvegur sem móðir mín og hennar kynslóð börðust fyrir á undan. Maður fann alveg allt í kring að þetta var í fyrsta sinn sem kona gerði hitt og þetta. En svo byrjaði ég í fyrsta skipti að finna fyrir þessu fyrir 5-6 árum og þá var það frá kynslóðinni sem er á þrítugsaldri núna, fædd í kringum 1990. Þá voru þær að segja við mig: „Af hverju ert þú að láta eins og þetta sé ekkert mál?“ Eins og ég hefði svikið málstaðinn. „Þetta er mál og hættu að láta eins og þetta sé ekkert mál.“ Þá fór ég að hugsa, ég er búin að vera 20 ár að vinna eftir því að trikkið sé að láta eins og þetta sé ekkert mál og svo allt í einu breytist loftslagið og þá verður maður að breytast með.“ Hún bendir á að skömmu eftir að Vulnicura kom út hafi hún farið í viðtal við Pitchfork, sem margir hafa vitnað í síðan. Þá hafi hún skynjað að femínisminn hafði breyst. „Þetta fann ég að gæti breytt einhverju, gæti í alvörunni náð árangri. Og síðan þá hef ég, síðustu 3-4 ár, staðið upp og sagt hluti, ég sé ekkert eftir því.“ Birtist í Fréttablaðinu Björk MeToo Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira
„Femínismi, ef eitthvað er, þarf að vera sveigjanlegur og opinn, og ekki stífur og harður. Maður má ekki breytast í einhvern bitran krepptan hnefa,“ segir Björk Guðmundsdóttir meðal annars í viðtali við tímaritið Glamour sem kemur í búðir í dag. Álfrún Pálsdóttir, ritstjóri blaðsins, tók viðtalið. Björk prýðir forsíðuna undir myndum frá Silju Magg og ræðir um ýmis málefni, meðal annars um femínisma, kvennabaráttuna, #metoo-byltinguna og hvernig það sé að vera kona í tónlist. Björk bendir á að kynslóð móður hennar hafi háð baráttu sem hennar kynslóð hafi notið góðs af. Hún hafi þó ekki viljað bara öskra, kvarta og kveina heldur einnig framkvæma. „Ég gerði það í 20 ár, var ekkert að kvarta. Það var ekkert auðvelt og ekkert erfitt, það var mikill meðbyr á þessum tíma,“ segir hún og heldur áfram: „Það var réttur jarðvegur sem móðir mín og hennar kynslóð börðust fyrir á undan. Maður fann alveg allt í kring að þetta var í fyrsta sinn sem kona gerði hitt og þetta. En svo byrjaði ég í fyrsta skipti að finna fyrir þessu fyrir 5-6 árum og þá var það frá kynslóðinni sem er á þrítugsaldri núna, fædd í kringum 1990. Þá voru þær að segja við mig: „Af hverju ert þú að láta eins og þetta sé ekkert mál?“ Eins og ég hefði svikið málstaðinn. „Þetta er mál og hættu að láta eins og þetta sé ekkert mál.“ Þá fór ég að hugsa, ég er búin að vera 20 ár að vinna eftir því að trikkið sé að láta eins og þetta sé ekkert mál og svo allt í einu breytist loftslagið og þá verður maður að breytast með.“ Hún bendir á að skömmu eftir að Vulnicura kom út hafi hún farið í viðtal við Pitchfork, sem margir hafa vitnað í síðan. Þá hafi hún skynjað að femínisminn hafði breyst. „Þetta fann ég að gæti breytt einhverju, gæti í alvörunni náð árangri. Og síðan þá hef ég, síðustu 3-4 ár, staðið upp og sagt hluti, ég sé ekkert eftir því.“
Birtist í Fréttablaðinu Björk MeToo Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira