Svona gerirðu servíettutré Sólveig Gísladóttir skrifar 20. desember 2018 11:00 Margrét Sigfúsdóttir leiðbeinir nemanda við servíettubrotið. Fallega brotin servíetta getur lyft veisluborðinu í nýjar hæðir. Nemendur Hússtjórnarskóla Reykjavíkur kenna okkur einfalt og jólalegt servíettubrot sem gaman er að skreyta jólaborðið með. Á fimmtudögum er alltaf sparimatur hjá okkur og þá brjóta nemendur servíettur til að skreyta borðið með,“ segir Margrét Sigfúsdóttir, skólastjóri Hússtjórnarskóla Reykjavíkur. Dregin er fram þykk bók með misflóknum brotum sem nemendur hafa gaman af að glíma við. Því var ekki komið að tómum kofanum þegar Fréttablaðið bað um fallegt og einfalt servíettubrot á jólaborðið. „Þetta er mjög einfalt brot sem allir ættu að geta gert. Best er að nota stórar matarservíettur en hægt er að hafa þær í ýmsum litum,“ lýsir Margrét og segir afar gaman að setjast við borð sem nostrað hefur verið við. „Síðan á að taka servíetturnar í sundur, þó sumir tími því varla, og leggja í kjöltuna. Þegar búið er að borða á að leggja þær til hliðar við diskinn en ekki ofan á hann.“ 1. Best er að nota stóra matarservíettu og leggja slétta á borð. 2. Servíettan er brotin í tvennt. 3. Servíettan er brotin í fernt. 4. Eitt hornið er brotið niður þannig að einn til tveir cm standi útaf. 5. Haldið er áfram með að brjóta hornin niður. 6. Öll hornin hafa verið brotin niður. 7. Servíettunni er snúið á hvolf og svo er önnur hliðin brotin inn að miðju. 8. Hin hliðin brotin inn að miðju. 9. Servíettunni snúið við. 10. Hornin á servíettunni eru brotin upp og stungið undir vasana fyrir ofan. 11. Haldið er áfram að brjóta hornin. 12. Toppinn má skreyta, til dæmis með pakkaslaufu. Birtist í Fréttablaðinu Jólaskraut Föndur Mest lesið Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Jóladagatal Vísis: Ari Eldjárn tekur fyrir úrelta jólalagatexta Jól Grín og glens: Jólabrandarar og gátur Jól Börnin sem slógu í gegn í jólamyndum: Hvar eru þau nú? Jól Í þremur vinnum og seldi af sér föt til þess að láta jóladrauminn rætast Jól Vinsæl jóladagatöl á Íslandi: Bjór, snyrtivörur, kaffi og lakkrís Jól Fleiri fréttir Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Fallega brotin servíetta getur lyft veisluborðinu í nýjar hæðir. Nemendur Hússtjórnarskóla Reykjavíkur kenna okkur einfalt og jólalegt servíettubrot sem gaman er að skreyta jólaborðið með. Á fimmtudögum er alltaf sparimatur hjá okkur og þá brjóta nemendur servíettur til að skreyta borðið með,“ segir Margrét Sigfúsdóttir, skólastjóri Hússtjórnarskóla Reykjavíkur. Dregin er fram þykk bók með misflóknum brotum sem nemendur hafa gaman af að glíma við. Því var ekki komið að tómum kofanum þegar Fréttablaðið bað um fallegt og einfalt servíettubrot á jólaborðið. „Þetta er mjög einfalt brot sem allir ættu að geta gert. Best er að nota stórar matarservíettur en hægt er að hafa þær í ýmsum litum,“ lýsir Margrét og segir afar gaman að setjast við borð sem nostrað hefur verið við. „Síðan á að taka servíetturnar í sundur, þó sumir tími því varla, og leggja í kjöltuna. Þegar búið er að borða á að leggja þær til hliðar við diskinn en ekki ofan á hann.“ 1. Best er að nota stóra matarservíettu og leggja slétta á borð. 2. Servíettan er brotin í tvennt. 3. Servíettan er brotin í fernt. 4. Eitt hornið er brotið niður þannig að einn til tveir cm standi útaf. 5. Haldið er áfram með að brjóta hornin niður. 6. Öll hornin hafa verið brotin niður. 7. Servíettunni er snúið á hvolf og svo er önnur hliðin brotin inn að miðju. 8. Hin hliðin brotin inn að miðju. 9. Servíettunni snúið við. 10. Hornin á servíettunni eru brotin upp og stungið undir vasana fyrir ofan. 11. Haldið er áfram að brjóta hornin. 12. Toppinn má skreyta, til dæmis með pakkaslaufu.
Birtist í Fréttablaðinu Jólaskraut Föndur Mest lesið Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Jóladagatal Vísis: Ari Eldjárn tekur fyrir úrelta jólalagatexta Jól Grín og glens: Jólabrandarar og gátur Jól Börnin sem slógu í gegn í jólamyndum: Hvar eru þau nú? Jól Í þremur vinnum og seldi af sér föt til þess að láta jóladrauminn rætast Jól Vinsæl jóladagatöl á Íslandi: Bjór, snyrtivörur, kaffi og lakkrís Jól Fleiri fréttir Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira