Loka tveimur verksmiðjum Finnur Orri Thorlacius skrifar 20. desember 2018 10:00 Frá höfuðstöðvum Fiat Chrysler Automobiles. Það verður gott jólafríið sem starfsmenn fá í tveimur verksmiðjum sem Fiat Chrysler Automobiles starfrækir í Bandaríkjunum. Þar eru framleiddir Chrysler 300, Dodge Challenger, Dodge Charger og RAM 1500 pallbíllinn. Ástæðan fyrir lokununum er dræm sala sumra bílanan, sala Dodge Charger hefur t.d. fallið um 11% á þessu ári samanborið við fyrra ár. Sala Chrysler 300 hefur fallið um 5,3% á árinu. Öðru máli gegnir um margar aðrar bílgerðir Fiat Chrysler, en þar sem Jeep Wrangler er framleiddur sem og Jeep Grand Cherokee og Dodge Durango verður unnið yfir hátíðarnar, enda er salan á öllum þessum bílgerðum einkar góð. Unnið verður í verksmiðjunum 23., 24., 27. og 28. desember og því lítið jólafrí hjá þeim starfsmönnum sem þar vinna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Veður
Það verður gott jólafríið sem starfsmenn fá í tveimur verksmiðjum sem Fiat Chrysler Automobiles starfrækir í Bandaríkjunum. Þar eru framleiddir Chrysler 300, Dodge Challenger, Dodge Charger og RAM 1500 pallbíllinn. Ástæðan fyrir lokununum er dræm sala sumra bílanan, sala Dodge Charger hefur t.d. fallið um 11% á þessu ári samanborið við fyrra ár. Sala Chrysler 300 hefur fallið um 5,3% á árinu. Öðru máli gegnir um margar aðrar bílgerðir Fiat Chrysler, en þar sem Jeep Wrangler er framleiddur sem og Jeep Grand Cherokee og Dodge Durango verður unnið yfir hátíðarnar, enda er salan á öllum þessum bílgerðum einkar góð. Unnið verður í verksmiðjunum 23., 24., 27. og 28. desember og því lítið jólafrí hjá þeim starfsmönnum sem þar vinna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Veður