Arcade Fire á Íslandi: Hvetja fólk til að mæta á dansskónum Daníel Freyr Birkisson skrifar 18. ágúst 2018 07:15 Arcade Fire sér fyrir endann á tónleikaferðalagi sínu. Finna fyrir orku og lofa góðum tónleikum. Nordicphotos/Getty „Við erum mjög spennt fyrir því að koma,“ segir Tim Kingsbury, bassaleikari kanadísku indírokksveitarinnar Arcade Fire, þegar blaðamaður heyrir í honum hljóðið. Sveitin var þá stödd í Belgíu og átti eftir að spila á tónlistarhátíðinni Pukkelpop um kvöldið. Evróputúr sveitarinnar fer senn að ljúka en síðasti viðkomustaður hennar, áður en hún fer í stutt frí, verður hér á landi. Tónleikarnir fara fram í Laugardalshöll á þriðjudag. Hann segir mikla spennu ríkja meðal hljómsveitarmeðlima fyrir því að koma hingað til lands. „Við höfum viljað halda tónleika á Íslandi í langan tíma. Það hefur einhvern veginn aldrei gengið upp,“ segir Tim. Tækifærið hafi því verið kjörið núna, en Arcade Fire gaf út plötuna Everything Now í fyrra, og hefur frá því verið á tónleikaferðalagi nær sleitulaust. Hann segir að með tónleikaferðalaginu hafi þau viljað fjölga viðkomum sínum í löndum þar sem þau hafa aldrei spilað áður. Hljómsveitin skaust upp á stjörnuhimininn árið 2004 með útgáfu plötunnar Funeral. Í kjölfarið hafa þau gefið út fjórar til viðbótar; Neon Bible, The Suburbs, Reflektor og Everything Now, en allar þykja vera prýðistónsmíðar. Sveitina mynda þau Win Butler, Régine Chassagne, Will Butler, Richard Reed Parry, Jeremy Gara, auk viðmælandans Tims.MANCHESTER, ENGLAND - JULY 06: Tim Kingsbury of Arcade Fire performs at Castlefield Bowl on July 6, 2017 in Manchester, England. (Photo by Shirlaine Forrest/WireImage)Öll lenda þau hér á landi á sunnudag en Tim segir að þau hyggist skoða sig um og kynnast landi og þjóð í fríinu sem þau fá á mánudag. Hann hafi sjálfur heyrt að náttúrufegurðin hér sé meiriháttar. Á þriðjudag muni þau síðan koma sér í tónleikagírinn. „Þeir verða stórskemmtilegir. Það sér fyrir endann á tónleikaferðalaginu okkar þannig að andinn hefur verið góður á meðal okkar undanfarið. Við finnum öll fyrir aukinni orku og munum spila efni af nýju plötunni auk eldri slagara,“ segir Tim. Tim segir að hljómsveitin hafi unnið baki brotnu undanfarið ár, allt frá því að Everything Now kom út. Kærkomið frí taki því næst við. „Við erum búin að vera á fullu undanfarið ár frá því að platan kom út. Þess vegna ætlum við að taka okkur smá frí og erum ekki með nein plön að svo stöddu. Að því loknu munum við koma saman aftur og ákveða hver næstu skref verða.“ Að lokum, er eitthvað sem aðdáendur ættu að hafa í huga fyrir tónleikana á þriðjudag? „Við erum allavega mjög spennt og erum handviss um að þetta verði frábærir tónleikar. Við hvetjum alla til að koma á dansskónum!“ segir Tim að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
„Við erum mjög spennt fyrir því að koma,“ segir Tim Kingsbury, bassaleikari kanadísku indírokksveitarinnar Arcade Fire, þegar blaðamaður heyrir í honum hljóðið. Sveitin var þá stödd í Belgíu og átti eftir að spila á tónlistarhátíðinni Pukkelpop um kvöldið. Evróputúr sveitarinnar fer senn að ljúka en síðasti viðkomustaður hennar, áður en hún fer í stutt frí, verður hér á landi. Tónleikarnir fara fram í Laugardalshöll á þriðjudag. Hann segir mikla spennu ríkja meðal hljómsveitarmeðlima fyrir því að koma hingað til lands. „Við höfum viljað halda tónleika á Íslandi í langan tíma. Það hefur einhvern veginn aldrei gengið upp,“ segir Tim. Tækifærið hafi því verið kjörið núna, en Arcade Fire gaf út plötuna Everything Now í fyrra, og hefur frá því verið á tónleikaferðalagi nær sleitulaust. Hann segir að með tónleikaferðalaginu hafi þau viljað fjölga viðkomum sínum í löndum þar sem þau hafa aldrei spilað áður. Hljómsveitin skaust upp á stjörnuhimininn árið 2004 með útgáfu plötunnar Funeral. Í kjölfarið hafa þau gefið út fjórar til viðbótar; Neon Bible, The Suburbs, Reflektor og Everything Now, en allar þykja vera prýðistónsmíðar. Sveitina mynda þau Win Butler, Régine Chassagne, Will Butler, Richard Reed Parry, Jeremy Gara, auk viðmælandans Tims.MANCHESTER, ENGLAND - JULY 06: Tim Kingsbury of Arcade Fire performs at Castlefield Bowl on July 6, 2017 in Manchester, England. (Photo by Shirlaine Forrest/WireImage)Öll lenda þau hér á landi á sunnudag en Tim segir að þau hyggist skoða sig um og kynnast landi og þjóð í fríinu sem þau fá á mánudag. Hann hafi sjálfur heyrt að náttúrufegurðin hér sé meiriháttar. Á þriðjudag muni þau síðan koma sér í tónleikagírinn. „Þeir verða stórskemmtilegir. Það sér fyrir endann á tónleikaferðalaginu okkar þannig að andinn hefur verið góður á meðal okkar undanfarið. Við finnum öll fyrir aukinni orku og munum spila efni af nýju plötunni auk eldri slagara,“ segir Tim. Tim segir að hljómsveitin hafi unnið baki brotnu undanfarið ár, allt frá því að Everything Now kom út. Kærkomið frí taki því næst við. „Við erum búin að vera á fullu undanfarið ár frá því að platan kom út. Þess vegna ætlum við að taka okkur smá frí og erum ekki með nein plön að svo stöddu. Að því loknu munum við koma saman aftur og ákveða hver næstu skref verða.“ Að lokum, er eitthvað sem aðdáendur ættu að hafa í huga fyrir tónleikana á þriðjudag? „Við erum allavega mjög spennt og erum handviss um að þetta verði frábærir tónleikar. Við hvetjum alla til að koma á dansskónum!“ segir Tim að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira