Arcade Fire á Íslandi: Hvetja fólk til að mæta á dansskónum Daníel Freyr Birkisson skrifar 18. ágúst 2018 07:15 Arcade Fire sér fyrir endann á tónleikaferðalagi sínu. Finna fyrir orku og lofa góðum tónleikum. Nordicphotos/Getty „Við erum mjög spennt fyrir því að koma,“ segir Tim Kingsbury, bassaleikari kanadísku indírokksveitarinnar Arcade Fire, þegar blaðamaður heyrir í honum hljóðið. Sveitin var þá stödd í Belgíu og átti eftir að spila á tónlistarhátíðinni Pukkelpop um kvöldið. Evróputúr sveitarinnar fer senn að ljúka en síðasti viðkomustaður hennar, áður en hún fer í stutt frí, verður hér á landi. Tónleikarnir fara fram í Laugardalshöll á þriðjudag. Hann segir mikla spennu ríkja meðal hljómsveitarmeðlima fyrir því að koma hingað til lands. „Við höfum viljað halda tónleika á Íslandi í langan tíma. Það hefur einhvern veginn aldrei gengið upp,“ segir Tim. Tækifærið hafi því verið kjörið núna, en Arcade Fire gaf út plötuna Everything Now í fyrra, og hefur frá því verið á tónleikaferðalagi nær sleitulaust. Hann segir að með tónleikaferðalaginu hafi þau viljað fjölga viðkomum sínum í löndum þar sem þau hafa aldrei spilað áður. Hljómsveitin skaust upp á stjörnuhimininn árið 2004 með útgáfu plötunnar Funeral. Í kjölfarið hafa þau gefið út fjórar til viðbótar; Neon Bible, The Suburbs, Reflektor og Everything Now, en allar þykja vera prýðistónsmíðar. Sveitina mynda þau Win Butler, Régine Chassagne, Will Butler, Richard Reed Parry, Jeremy Gara, auk viðmælandans Tims.MANCHESTER, ENGLAND - JULY 06: Tim Kingsbury of Arcade Fire performs at Castlefield Bowl on July 6, 2017 in Manchester, England. (Photo by Shirlaine Forrest/WireImage)Öll lenda þau hér á landi á sunnudag en Tim segir að þau hyggist skoða sig um og kynnast landi og þjóð í fríinu sem þau fá á mánudag. Hann hafi sjálfur heyrt að náttúrufegurðin hér sé meiriháttar. Á þriðjudag muni þau síðan koma sér í tónleikagírinn. „Þeir verða stórskemmtilegir. Það sér fyrir endann á tónleikaferðalaginu okkar þannig að andinn hefur verið góður á meðal okkar undanfarið. Við finnum öll fyrir aukinni orku og munum spila efni af nýju plötunni auk eldri slagara,“ segir Tim. Tim segir að hljómsveitin hafi unnið baki brotnu undanfarið ár, allt frá því að Everything Now kom út. Kærkomið frí taki því næst við. „Við erum búin að vera á fullu undanfarið ár frá því að platan kom út. Þess vegna ætlum við að taka okkur smá frí og erum ekki með nein plön að svo stöddu. Að því loknu munum við koma saman aftur og ákveða hver næstu skref verða.“ Að lokum, er eitthvað sem aðdáendur ættu að hafa í huga fyrir tónleikana á þriðjudag? „Við erum allavega mjög spennt og erum handviss um að þetta verði frábærir tónleikar. Við hvetjum alla til að koma á dansskónum!“ segir Tim að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Lífið Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Lífið Ástfangin í sextán ár Lífið Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Lífið Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Lífið Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Menning Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Lífið Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Sjá meira
„Við erum mjög spennt fyrir því að koma,“ segir Tim Kingsbury, bassaleikari kanadísku indírokksveitarinnar Arcade Fire, þegar blaðamaður heyrir í honum hljóðið. Sveitin var þá stödd í Belgíu og átti eftir að spila á tónlistarhátíðinni Pukkelpop um kvöldið. Evróputúr sveitarinnar fer senn að ljúka en síðasti viðkomustaður hennar, áður en hún fer í stutt frí, verður hér á landi. Tónleikarnir fara fram í Laugardalshöll á þriðjudag. Hann segir mikla spennu ríkja meðal hljómsveitarmeðlima fyrir því að koma hingað til lands. „Við höfum viljað halda tónleika á Íslandi í langan tíma. Það hefur einhvern veginn aldrei gengið upp,“ segir Tim. Tækifærið hafi því verið kjörið núna, en Arcade Fire gaf út plötuna Everything Now í fyrra, og hefur frá því verið á tónleikaferðalagi nær sleitulaust. Hann segir að með tónleikaferðalaginu hafi þau viljað fjölga viðkomum sínum í löndum þar sem þau hafa aldrei spilað áður. Hljómsveitin skaust upp á stjörnuhimininn árið 2004 með útgáfu plötunnar Funeral. Í kjölfarið hafa þau gefið út fjórar til viðbótar; Neon Bible, The Suburbs, Reflektor og Everything Now, en allar þykja vera prýðistónsmíðar. Sveitina mynda þau Win Butler, Régine Chassagne, Will Butler, Richard Reed Parry, Jeremy Gara, auk viðmælandans Tims.MANCHESTER, ENGLAND - JULY 06: Tim Kingsbury of Arcade Fire performs at Castlefield Bowl on July 6, 2017 in Manchester, England. (Photo by Shirlaine Forrest/WireImage)Öll lenda þau hér á landi á sunnudag en Tim segir að þau hyggist skoða sig um og kynnast landi og þjóð í fríinu sem þau fá á mánudag. Hann hafi sjálfur heyrt að náttúrufegurðin hér sé meiriháttar. Á þriðjudag muni þau síðan koma sér í tónleikagírinn. „Þeir verða stórskemmtilegir. Það sér fyrir endann á tónleikaferðalaginu okkar þannig að andinn hefur verið góður á meðal okkar undanfarið. Við finnum öll fyrir aukinni orku og munum spila efni af nýju plötunni auk eldri slagara,“ segir Tim. Tim segir að hljómsveitin hafi unnið baki brotnu undanfarið ár, allt frá því að Everything Now kom út. Kærkomið frí taki því næst við. „Við erum búin að vera á fullu undanfarið ár frá því að platan kom út. Þess vegna ætlum við að taka okkur smá frí og erum ekki með nein plön að svo stöddu. Að því loknu munum við koma saman aftur og ákveða hver næstu skref verða.“ Að lokum, er eitthvað sem aðdáendur ættu að hafa í huga fyrir tónleikana á þriðjudag? „Við erum allavega mjög spennt og erum handviss um að þetta verði frábærir tónleikar. Við hvetjum alla til að koma á dansskónum!“ segir Tim að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Lífið Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Lífið Ástfangin í sextán ár Lífið Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Lífið Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Lífið Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Menning Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Lífið Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Sjá meira