Myndbandið er byggt á fjórum rómantískum gamanmyndum sem eiga það allar sameiginlegt að hafa slegið rækilega í gegn á fyrsta áratugi þessarar aldar. Myndirnar sem um ræðir eru Mean Girls, Legally Blonde, 13 Going on 30 og Bring It On.
Lagið, sem er óður til sjálfsástar og fyrrum kærasta söngkonunnar, er það fljótasta í sögunni til þess að komast yfir hundrað milljón spilanir á tónlistarveitunni Spotify og er nú búið að tvöfalda þann spilunarfjölda þegar þetta er skrifað.

Þá kom það mörgum aðdáendum skemmtilega á óvart þegar Kris Jenner, móðir Kardashian systranna, birtist í myndbandinu í hlutverki mömmu Reginu George sem Ariana sjálf leikur.
Myndbandið má sjá hér að neðan.