Skúli fundaði með samgönguráðherra Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Þorbjörn Þórðarson skrifa 30. nóvember 2018 15:34 Sigurður Ingi og Skúli funduðu í dag um stöðu WOW air. vísir Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni, samgönguráðherra, í samgönguráðuneytinu eftir hádegi í dag. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu voru aðrir ekki á fundinum en Skúli og Sigurður. Var þar farið yfir stöðu mála varðandi flugfélagið en í gærmorgun var tilkynnt að ekkert yrði af kaupum Icelandair á WOW. Í gærkvöldi var síðan tilkynnt um samkomulag á milli WOW air og bandaríska eignastýringafélagsins Indigo Partners um að síðarnefnda félagið fjárfesti í því fyrrnefnda. Á að ljúka við gerð samkomulagsins eins fljótt og auðið er eftir áreiðanleikakönnun. Í dag var svo tilkynnt um að fimmtán starfsmönnum WOW hefði verið sagt upp.Fullkomlega eðlilegt og sjálfsagt að hitta ráðherra „Það er fullkomlega eðlilegt og sjálfsagt að hitta samgönguráðherra og upplýsa hann um stöðuna,“ segir Skúli en vill að öðru leyti ekki tjá sig um efni fundarins. Þá hefur hann ekki viljað ræða efni samkomulags WOW air og Indigo Partners og hefur borið fyrir sig trúnað gagnvart Indigo. „Partur af samkomulagi mínu við Indigo er að ég mun ekki tjá mig að svo stöddu,“ segir hann. „Við vorum að fara yfir stöðuna sem hefur verið síbreytileg á liðnum vikum. Við vorum að ræða þetta samkomulag milli Wow air og Indigo Partners. Tilgangur fundarins var að taka stöðuna og skiptast á upplýsingum. Það er eðlilegt að forstjóri Wow air hitti ráðherra samgöngumála og upplýsi hann um mikilvæg mál,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Núna eru flugrekstrarleyfi bundin ákveðnum fjárhagslegum skilyrðum. Var eitthvað rætt um þau mál á þessum fundi? „Eftirlit með flugrekstrarleyfum er í höndum Samgöngustofu sem fer sjálfstætt með þær heimildir. Við vorum ekki að ræða nein mál tengd flugrekstrarleyfum. Aðeins liðna atburði og hvaða væntingar menn hafa til næstu daga og vikna,“ segir Sigurður Ingi.Þorbjörn Þórðarson hitti Skúla fyrir utan samgönguráðuneytið að fundi loknum. Skúli vildi ekkert ræða um efni fundarins. Hann vildi heldur ekki ræða samkomulagið við Indigo Partners. Síðustu daga hefur fréttastofan ítrekað óskað eftir viðtali við Skúla án árangurs. Myndbandið hér fyrir neðan er án hljóðs. Fréttir af flugi Samgöngur WOW Air Tengdar fréttir Ofstækisfullur faðir lággjaldalíkansins freistar þess að bjarga WOW Air Franke er lýst sem klókum kaupsýslumanni, hörðum í horn að taka - og ofstækisfullum í viðhorfi sínu til verðlagningar. 30. nóvember 2018 14:00 WOW air verður „ofurlággjaldaflugfélag“ ef Indigo fylgir sömu stefnu Búast má við miklum breytingum á rekstri WOW air á næstunni ef Indigo Partners mun fylgja sömu stefnu gagnvart WOW air og fyrirtækið hefur fylgt gagnvart öðrum lággjaldaflugfélögum sem það hefur fjárfest í. Þetta segir forstjóri fraktflugfélagsins Bluebird Nordic sem hefur meira en 20 ára reynslu á flugmarkaði. 30. nóvember 2018 12:30 Fimmtán sagt upp hjá Wow Air Svanhvít segir fyrst og fremst um að ræða starfsmenn fyrirtækisins á Keflavíkurflugvelli. 30. nóvember 2018 11:51 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira
Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni, samgönguráðherra, í samgönguráðuneytinu eftir hádegi í dag. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu voru aðrir ekki á fundinum en Skúli og Sigurður. Var þar farið yfir stöðu mála varðandi flugfélagið en í gærmorgun var tilkynnt að ekkert yrði af kaupum Icelandair á WOW. Í gærkvöldi var síðan tilkynnt um samkomulag á milli WOW air og bandaríska eignastýringafélagsins Indigo Partners um að síðarnefnda félagið fjárfesti í því fyrrnefnda. Á að ljúka við gerð samkomulagsins eins fljótt og auðið er eftir áreiðanleikakönnun. Í dag var svo tilkynnt um að fimmtán starfsmönnum WOW hefði verið sagt upp.Fullkomlega eðlilegt og sjálfsagt að hitta ráðherra „Það er fullkomlega eðlilegt og sjálfsagt að hitta samgönguráðherra og upplýsa hann um stöðuna,“ segir Skúli en vill að öðru leyti ekki tjá sig um efni fundarins. Þá hefur hann ekki viljað ræða efni samkomulags WOW air og Indigo Partners og hefur borið fyrir sig trúnað gagnvart Indigo. „Partur af samkomulagi mínu við Indigo er að ég mun ekki tjá mig að svo stöddu,“ segir hann. „Við vorum að fara yfir stöðuna sem hefur verið síbreytileg á liðnum vikum. Við vorum að ræða þetta samkomulag milli Wow air og Indigo Partners. Tilgangur fundarins var að taka stöðuna og skiptast á upplýsingum. Það er eðlilegt að forstjóri Wow air hitti ráðherra samgöngumála og upplýsi hann um mikilvæg mál,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Núna eru flugrekstrarleyfi bundin ákveðnum fjárhagslegum skilyrðum. Var eitthvað rætt um þau mál á þessum fundi? „Eftirlit með flugrekstrarleyfum er í höndum Samgöngustofu sem fer sjálfstætt með þær heimildir. Við vorum ekki að ræða nein mál tengd flugrekstrarleyfum. Aðeins liðna atburði og hvaða væntingar menn hafa til næstu daga og vikna,“ segir Sigurður Ingi.Þorbjörn Þórðarson hitti Skúla fyrir utan samgönguráðuneytið að fundi loknum. Skúli vildi ekkert ræða um efni fundarins. Hann vildi heldur ekki ræða samkomulagið við Indigo Partners. Síðustu daga hefur fréttastofan ítrekað óskað eftir viðtali við Skúla án árangurs. Myndbandið hér fyrir neðan er án hljóðs.
Fréttir af flugi Samgöngur WOW Air Tengdar fréttir Ofstækisfullur faðir lággjaldalíkansins freistar þess að bjarga WOW Air Franke er lýst sem klókum kaupsýslumanni, hörðum í horn að taka - og ofstækisfullum í viðhorfi sínu til verðlagningar. 30. nóvember 2018 14:00 WOW air verður „ofurlággjaldaflugfélag“ ef Indigo fylgir sömu stefnu Búast má við miklum breytingum á rekstri WOW air á næstunni ef Indigo Partners mun fylgja sömu stefnu gagnvart WOW air og fyrirtækið hefur fylgt gagnvart öðrum lággjaldaflugfélögum sem það hefur fjárfest í. Þetta segir forstjóri fraktflugfélagsins Bluebird Nordic sem hefur meira en 20 ára reynslu á flugmarkaði. 30. nóvember 2018 12:30 Fimmtán sagt upp hjá Wow Air Svanhvít segir fyrst og fremst um að ræða starfsmenn fyrirtækisins á Keflavíkurflugvelli. 30. nóvember 2018 11:51 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira
Ofstækisfullur faðir lággjaldalíkansins freistar þess að bjarga WOW Air Franke er lýst sem klókum kaupsýslumanni, hörðum í horn að taka - og ofstækisfullum í viðhorfi sínu til verðlagningar. 30. nóvember 2018 14:00
WOW air verður „ofurlággjaldaflugfélag“ ef Indigo fylgir sömu stefnu Búast má við miklum breytingum á rekstri WOW air á næstunni ef Indigo Partners mun fylgja sömu stefnu gagnvart WOW air og fyrirtækið hefur fylgt gagnvart öðrum lággjaldaflugfélögum sem það hefur fjárfest í. Þetta segir forstjóri fraktflugfélagsins Bluebird Nordic sem hefur meira en 20 ára reynslu á flugmarkaði. 30. nóvember 2018 12:30
Fimmtán sagt upp hjá Wow Air Svanhvít segir fyrst og fremst um að ræða starfsmenn fyrirtækisins á Keflavíkurflugvelli. 30. nóvember 2018 11:51