Tom Cruise of lágvaxinn fyrir Jack Reacher Birgir Olgeirsson skrifar 14. nóvember 2018 21:34 Lee Child ásamt Tom Cruise. Vísir/Getty Bandaríski leikarinn Tom Cruise mun ekki leika Jack Reacher aftur. Ástæðan er sú að Cruise þykir of lágvaxinn til að leika þessa úrræðagóðu hetju. Tom Cruise er 170 sentímetra hár en í bókunum er Jack Reacher lýst sem manni sem er 195 sentímetra hár og með hendur á stærð við matardiska. Cruise hefur leikið Reacher í tveimur myndum, Jack Reacher og Jack Reacher: Never Go Back.Lee Child, höfundur Jack Reacher-bókanna, sagði í samtali við BBC að Cruise væri hæfileikaríkur leikari en hefði þó ekki þá líkamsburði sem þyrfti til að leika Reacher. Rithöfundurinn bætti við að stefnt væri að því að gera sjónvarpsseríu um Reacher og verður Cruise þar fjarri góðu gamni. Aðdáendur bókanna höfðu kvartað yfir því að Tom Cruise hefði verið fenginn til að leika hinn mikilfenglega Reacher. „Ég hafði gaman að því að vinna með Cruise. Hann er virkilega fínn gaur. Við skemmtum okkur konunglega. En lesendurnir höfðu rétt fyrir sér. Stærð Reacher skiptir miklu máli og hefur mikið um að segja hvers konar karakter hann er.“ Child bætti við að hugmyndin að baki Reacher væri sú að allir þeir sem mættu honum í fyrsta sinn ættu að vera eilítið hræddir. Cruise náði ekki að endurspegla þann eiginleika persónunnar að mati Child. Fyrri Jack Reacher myndin hlaut góða dóma og mikla aðsókn. Hún þénaði um 218 milljónir dollara í miðasölu kvikmyndahúsa. Leikstjóri fyrri myndarinnar var Christopher McQuarrie, sem er leikstjóri síðustu tveggja Mission Impossible-myndanna sem Cruise leikur í. Seinni myndin fékk bæði lakari aðsókn og dóma frá gagnrýnendum og gæti það hafa átt þátt í því að ákveðið var að byrja upp á nýtt og gera sjónvarpsseríu um Reacher. Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Bandaríski leikarinn Tom Cruise mun ekki leika Jack Reacher aftur. Ástæðan er sú að Cruise þykir of lágvaxinn til að leika þessa úrræðagóðu hetju. Tom Cruise er 170 sentímetra hár en í bókunum er Jack Reacher lýst sem manni sem er 195 sentímetra hár og með hendur á stærð við matardiska. Cruise hefur leikið Reacher í tveimur myndum, Jack Reacher og Jack Reacher: Never Go Back.Lee Child, höfundur Jack Reacher-bókanna, sagði í samtali við BBC að Cruise væri hæfileikaríkur leikari en hefði þó ekki þá líkamsburði sem þyrfti til að leika Reacher. Rithöfundurinn bætti við að stefnt væri að því að gera sjónvarpsseríu um Reacher og verður Cruise þar fjarri góðu gamni. Aðdáendur bókanna höfðu kvartað yfir því að Tom Cruise hefði verið fenginn til að leika hinn mikilfenglega Reacher. „Ég hafði gaman að því að vinna með Cruise. Hann er virkilega fínn gaur. Við skemmtum okkur konunglega. En lesendurnir höfðu rétt fyrir sér. Stærð Reacher skiptir miklu máli og hefur mikið um að segja hvers konar karakter hann er.“ Child bætti við að hugmyndin að baki Reacher væri sú að allir þeir sem mættu honum í fyrsta sinn ættu að vera eilítið hræddir. Cruise náði ekki að endurspegla þann eiginleika persónunnar að mati Child. Fyrri Jack Reacher myndin hlaut góða dóma og mikla aðsókn. Hún þénaði um 218 milljónir dollara í miðasölu kvikmyndahúsa. Leikstjóri fyrri myndarinnar var Christopher McQuarrie, sem er leikstjóri síðustu tveggja Mission Impossible-myndanna sem Cruise leikur í. Seinni myndin fékk bæði lakari aðsókn og dóma frá gagnrýnendum og gæti það hafa átt þátt í því að ákveðið var að byrja upp á nýtt og gera sjónvarpsseríu um Reacher.
Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein