Íhuga að draga úr framleiðslu til að stöðva lækkun olíuverðs Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2018 15:47 Frá því í október hefur olíuverð lækkað um minnst tuttugu prósent. AP/Eric Gay Forsvarsmenn OPEC, samtaka olíuframleiðsluríkja, og samstarfsaðilar þeirra íhuga að draga úr olíuframleiðslu um allt að 1,4 milljónir tunna á dag. Það stendur til þar sem ríkin hafa áhyggjur af lækkun olíuverðs. Samkvæmt heimildum Reuters eru yfirvöld Rússlands þó efins um að draga svo mikið úr framleiðslu.1,4 milljónir tunna samsvara um 1,4 prósenti af olíueftirspurn heimsins. Haldi fall olíuverðs áfram í dag yrði það þrettándi dagurinn í röð þar sem tunnan lækkar í verði. Frá því í október hefur olíuverð lækkað um minnst tuttugu prósent. Sérfræðingar sem Business Insider ræddi við segja þó mögulegt að olíuverð gæti lækkað enn fremur.Muni OPEC draga úr framleiðslu er ljóst að það muni ekki falla í kramið hjá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann tísti á mánudaginn og sagðist vona til þess að Sádi-Arabía og önnur ríki OPEC drægju ekki úr framleiðslu. Miðað við birgðastöðu ríkja heimsins ætti olíuverð að vera mun lægra en það væri.Hopefully, Saudi Arabia and OPEC will not be cutting oil production. Oil prices should be much lower based on supply!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 12, 2018 Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Forsvarsmenn OPEC, samtaka olíuframleiðsluríkja, og samstarfsaðilar þeirra íhuga að draga úr olíuframleiðslu um allt að 1,4 milljónir tunna á dag. Það stendur til þar sem ríkin hafa áhyggjur af lækkun olíuverðs. Samkvæmt heimildum Reuters eru yfirvöld Rússlands þó efins um að draga svo mikið úr framleiðslu.1,4 milljónir tunna samsvara um 1,4 prósenti af olíueftirspurn heimsins. Haldi fall olíuverðs áfram í dag yrði það þrettándi dagurinn í röð þar sem tunnan lækkar í verði. Frá því í október hefur olíuverð lækkað um minnst tuttugu prósent. Sérfræðingar sem Business Insider ræddi við segja þó mögulegt að olíuverð gæti lækkað enn fremur.Muni OPEC draga úr framleiðslu er ljóst að það muni ekki falla í kramið hjá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann tísti á mánudaginn og sagðist vona til þess að Sádi-Arabía og önnur ríki OPEC drægju ekki úr framleiðslu. Miðað við birgðastöðu ríkja heimsins ætti olíuverð að vera mun lægra en það væri.Hopefully, Saudi Arabia and OPEC will not be cutting oil production. Oil prices should be much lower based on supply!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 12, 2018
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira