Stormasamt einkalíf prinsins sem enn á eftir að verða konungur Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. nóvember 2018 14:00 Karl og Díana með sonum sínum, Harry og Vilhjálmi, í Feneyjum á Ítalíu árið 1985. Vísir/Getty Karl Bretaprins fæddist þann 14. nóvember 1948 og fagnar því sjötugsafmæli sínu í dag. Hann stendur frammi fyrir einum stærstu tímamótum ævi sinnar en óhætt er að fullyrða að hann verði krýndur konungur einhvern tímann á næstu árum. Karl á þó þegar að baki viðburðaríkan feril undir smásjá bresku pressunnar, sem litaður hefur verið af konunum í lífi hans. Hér verður stiklað á stóru um ævi og störf Karls hingað til, auk þess sem litið verður lauslega til framtíðar. Karl er elsta barn Elísabetar Bretadrottningar og eiginmanns hennar, Filippusar prins. Hann er því fyrstur í erfðaröð krúnunnar og verður Bretakonungur eftir dag móður sinnar. Hann verður sá elsti í sögu konungsveldisins til að taka við embætti þegar þar að kemur, en hann er þegar orðinn fimm árum eldri en Vilhjálmur fjórði Bretakonungur sem var krýndur konungur 64 ára gamall árið 1830. Karl gegndi herþjónustu í fjölda ára og þá hefur hann einbeitt sér að góðgerðarmálum í gegnum tíðina, líkt og aðrir meðlimir bresku konungsfjölskyldunnar. Hann hefur látið sig umhverfismál miklu varða, sem og „óhefðbundnar lækningar“ – sem hann hefur raunar sætt nokkurri gagnrýni fyrir.Díana prinsessa og Karl Bretaprins í Frakklandi árið 1988.Vísir/GettyStormasamt hjónaband og stóra ástin Kastljós fjölmiðla hefur þó einna helst beinst að fjölskyldulífi Karls, og þá einkum samböndum hans við Lafði Díönu Spencer og Camillu Parker-Bowles. Karl giftist lafði Díönu prinsessu árið 1981 og hún gerði sig í kjölfarið gildandi í hjörtum bresku þjóðarinnar. Þau eignuðust tvo syni, prinsana Vilhjálm, hertogann af Cambridge, og Harry, hertogann af Sussex. Hjónaband Karls og Díönu var erfitt, líkt og fjallað hefur verið ítarlega um í bókum sem skrifaðar hafa verið um prinsessuna. Þau voru hvort öðru ótrú, raunar ítrekað, og árið 1996 skildu þau. Málið vakti hneykslan sem síðan vék fyrir sorg ári síðar þegar Díana lést í bílslysi í París.Karl og Camilla á brúðkaupsdaginn 9. apríl 2005, ásamt börnum brúðhjónanna og foreldrum þeirra.Vísir/gettyÁrið 2005 giftist Karl stóru ástinni í lífi sínu, Camillu Parker-Bowles. Þau eru sögð hafa hist fyrst snemma á áttunda áratugnum og hófu ástarsamband. Sambandið varði þó tiltölulega stutt og þau héldu hvort í sína áttina, Karl giftist Díönu eins og áður sagði, og Camilla giftist Andrew Parker Bowles og eignaðist með honum tvö börn. Þau voru hins vegar enn gift þegar þau tóku þráðinn upp að nýju nokkru síðar og sættu bæði harðri gagnrýni þegar samtali þeirra á milli var lekið í fjölmiðla – sem svipti hulunni af forboðinni ást. Þegar skilnaður beggja hafði gengið í gegn lýsti Karl því loksins yfir að samband hans og Camillu væri „óumsemjanlegt“. Þau komu fyrst fram saman opinberlega árið 1999 og tilkynntu svo um trúlofun sína snemma árs 2005.Elísabet og Karl minnast þess að hundrað ár voru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar fyrr í þessum mánuði.Vísir/gettyEinlæg ósk að Karl verði konungur En hvað er nú á döfinni hjá Karli, sjötugum prinsinum? Móðir hans, Bretadrottning, er orðin 92 ára og óumflýjanlegar breytingar því í vændum. Síðustu misseri hefur enda orðið ákveðin svipting innan konungsfjölskyldunnar en Karl hefur hægt og rólega tekið yfir æ fleiri skyldur drottningarinnar – með hjálp annarra fjölskyldumeðlima. Árið 2017 mætti hann til að mynda á 546 viðburði fyrir hönd krúnunnar en Elísabet á 296. Það má þannig slá því föstu að heljarinnar tímamót séu í vændum í lífi Karls. Einhverjir hafa þó efast um að hann sé rétti maðurinn í embætti þjóðhöfðingans. Sjálf hefur Elísabet lýst því yfir að það sé „einlæg ósk“ hennar að sonurinn taki við af henni og Theresa May forsætisráðherra Bretlands tók í kjölfarið í sama streng. Framtíð Karls innan bresku krúnunnar virðist því ráðin.Happy 70th birthday to HRH The Prince of Wales. pic.twitter.com/xmiPV4K7w4— Clarence House (@ClarenceHouse) November 14, 2018 Í dag hyggst Karl fagna sjötugsafmælinu með veislu í Buckinghamhöll í boði drottningarinnar, sem mun halda ræðu til heiðurs syni sínum. Búast má við að hann njóti dagsins með fjölskyldu sinni en nýjar myndir af Karli og hans nánustu voru einmitt birtar í gær í tilefni afmælisins. Þær má sjá hér að neðan. Bretland Kóngafólk Tengdar fréttir Heimsókn Harry og Meghan dró úr áhuga Ástrala á stofnun lýðveldis Könnun Newspoll sýnir að fjörutíu prósent aðspurðra segjast vilja að Ástralir lýsi yfir sjálfstæði. Áhuginn hefur ekki mælst minni í aldarfjórðung. 12. nóvember 2018 08:33 Braut allar siðareglur og strauk Harry Bretaprins um hár og skegg Harry Bretaprins og Meghan Markle heimsóttu barnaskóla í borginni Dubbo í Nýja-Suður-Wales í Ástralíu. 17. október 2018 10:50 Auða sætið var ekki handa Díönu Autt sæti við hlið Vilhjálms Bretaprins, bróður brúðgumans Harrys, vakti mikla athygli í brúðkaupi hins síðarnefnda og bandarísku leikkonunnar Meghan Markle í gær. 20. maí 2018 14:43 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
Karl Bretaprins fæddist þann 14. nóvember 1948 og fagnar því sjötugsafmæli sínu í dag. Hann stendur frammi fyrir einum stærstu tímamótum ævi sinnar en óhætt er að fullyrða að hann verði krýndur konungur einhvern tímann á næstu árum. Karl á þó þegar að baki viðburðaríkan feril undir smásjá bresku pressunnar, sem litaður hefur verið af konunum í lífi hans. Hér verður stiklað á stóru um ævi og störf Karls hingað til, auk þess sem litið verður lauslega til framtíðar. Karl er elsta barn Elísabetar Bretadrottningar og eiginmanns hennar, Filippusar prins. Hann er því fyrstur í erfðaröð krúnunnar og verður Bretakonungur eftir dag móður sinnar. Hann verður sá elsti í sögu konungsveldisins til að taka við embætti þegar þar að kemur, en hann er þegar orðinn fimm árum eldri en Vilhjálmur fjórði Bretakonungur sem var krýndur konungur 64 ára gamall árið 1830. Karl gegndi herþjónustu í fjölda ára og þá hefur hann einbeitt sér að góðgerðarmálum í gegnum tíðina, líkt og aðrir meðlimir bresku konungsfjölskyldunnar. Hann hefur látið sig umhverfismál miklu varða, sem og „óhefðbundnar lækningar“ – sem hann hefur raunar sætt nokkurri gagnrýni fyrir.Díana prinsessa og Karl Bretaprins í Frakklandi árið 1988.Vísir/GettyStormasamt hjónaband og stóra ástin Kastljós fjölmiðla hefur þó einna helst beinst að fjölskyldulífi Karls, og þá einkum samböndum hans við Lafði Díönu Spencer og Camillu Parker-Bowles. Karl giftist lafði Díönu prinsessu árið 1981 og hún gerði sig í kjölfarið gildandi í hjörtum bresku þjóðarinnar. Þau eignuðust tvo syni, prinsana Vilhjálm, hertogann af Cambridge, og Harry, hertogann af Sussex. Hjónaband Karls og Díönu var erfitt, líkt og fjallað hefur verið ítarlega um í bókum sem skrifaðar hafa verið um prinsessuna. Þau voru hvort öðru ótrú, raunar ítrekað, og árið 1996 skildu þau. Málið vakti hneykslan sem síðan vék fyrir sorg ári síðar þegar Díana lést í bílslysi í París.Karl og Camilla á brúðkaupsdaginn 9. apríl 2005, ásamt börnum brúðhjónanna og foreldrum þeirra.Vísir/gettyÁrið 2005 giftist Karl stóru ástinni í lífi sínu, Camillu Parker-Bowles. Þau eru sögð hafa hist fyrst snemma á áttunda áratugnum og hófu ástarsamband. Sambandið varði þó tiltölulega stutt og þau héldu hvort í sína áttina, Karl giftist Díönu eins og áður sagði, og Camilla giftist Andrew Parker Bowles og eignaðist með honum tvö börn. Þau voru hins vegar enn gift þegar þau tóku þráðinn upp að nýju nokkru síðar og sættu bæði harðri gagnrýni þegar samtali þeirra á milli var lekið í fjölmiðla – sem svipti hulunni af forboðinni ást. Þegar skilnaður beggja hafði gengið í gegn lýsti Karl því loksins yfir að samband hans og Camillu væri „óumsemjanlegt“. Þau komu fyrst fram saman opinberlega árið 1999 og tilkynntu svo um trúlofun sína snemma árs 2005.Elísabet og Karl minnast þess að hundrað ár voru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar fyrr í þessum mánuði.Vísir/gettyEinlæg ósk að Karl verði konungur En hvað er nú á döfinni hjá Karli, sjötugum prinsinum? Móðir hans, Bretadrottning, er orðin 92 ára og óumflýjanlegar breytingar því í vændum. Síðustu misseri hefur enda orðið ákveðin svipting innan konungsfjölskyldunnar en Karl hefur hægt og rólega tekið yfir æ fleiri skyldur drottningarinnar – með hjálp annarra fjölskyldumeðlima. Árið 2017 mætti hann til að mynda á 546 viðburði fyrir hönd krúnunnar en Elísabet á 296. Það má þannig slá því föstu að heljarinnar tímamót séu í vændum í lífi Karls. Einhverjir hafa þó efast um að hann sé rétti maðurinn í embætti þjóðhöfðingans. Sjálf hefur Elísabet lýst því yfir að það sé „einlæg ósk“ hennar að sonurinn taki við af henni og Theresa May forsætisráðherra Bretlands tók í kjölfarið í sama streng. Framtíð Karls innan bresku krúnunnar virðist því ráðin.Happy 70th birthday to HRH The Prince of Wales. pic.twitter.com/xmiPV4K7w4— Clarence House (@ClarenceHouse) November 14, 2018 Í dag hyggst Karl fagna sjötugsafmælinu með veislu í Buckinghamhöll í boði drottningarinnar, sem mun halda ræðu til heiðurs syni sínum. Búast má við að hann njóti dagsins með fjölskyldu sinni en nýjar myndir af Karli og hans nánustu voru einmitt birtar í gær í tilefni afmælisins. Þær má sjá hér að neðan.
Bretland Kóngafólk Tengdar fréttir Heimsókn Harry og Meghan dró úr áhuga Ástrala á stofnun lýðveldis Könnun Newspoll sýnir að fjörutíu prósent aðspurðra segjast vilja að Ástralir lýsi yfir sjálfstæði. Áhuginn hefur ekki mælst minni í aldarfjórðung. 12. nóvember 2018 08:33 Braut allar siðareglur og strauk Harry Bretaprins um hár og skegg Harry Bretaprins og Meghan Markle heimsóttu barnaskóla í borginni Dubbo í Nýja-Suður-Wales í Ástralíu. 17. október 2018 10:50 Auða sætið var ekki handa Díönu Autt sæti við hlið Vilhjálms Bretaprins, bróður brúðgumans Harrys, vakti mikla athygli í brúðkaupi hins síðarnefnda og bandarísku leikkonunnar Meghan Markle í gær. 20. maí 2018 14:43 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
Heimsókn Harry og Meghan dró úr áhuga Ástrala á stofnun lýðveldis Könnun Newspoll sýnir að fjörutíu prósent aðspurðra segjast vilja að Ástralir lýsi yfir sjálfstæði. Áhuginn hefur ekki mælst minni í aldarfjórðung. 12. nóvember 2018 08:33
Braut allar siðareglur og strauk Harry Bretaprins um hár og skegg Harry Bretaprins og Meghan Markle heimsóttu barnaskóla í borginni Dubbo í Nýja-Suður-Wales í Ástralíu. 17. október 2018 10:50
Auða sætið var ekki handa Díönu Autt sæti við hlið Vilhjálms Bretaprins, bróður brúðgumans Harrys, vakti mikla athygli í brúðkaupi hins síðarnefnda og bandarísku leikkonunnar Meghan Markle í gær. 20. maí 2018 14:43