Besta sundkona landsins gat varla hreyft höfuðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2018 09:00 Eygló Ósk Gústafsdóttir. vísir/ernir Eygló Ósk Gústafsdóttir hefur þegar farið tvisvar á Ólympíuleika og var líka kosin íþróttamaður ársins árið 2015 eftir að hafa unnið tvenn bronsverðlaun á Evrópumóti í 25 metra laug. Síðasta rúma árið hefur aftur á móti verið bestu sundkonu landsins afar erfitt. Eygló Ósk segir frá meiðslum sínum í viðtali við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu í dag þar sem hún talar um að það hafi reynt mikið á hana líkamlega og andlega að geta ekki sinnt íþróttinni sinni hundrað prósent. Eygló Ósk synti í úrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 og var strax farin að horfa til Ólympíuleikanna í Tókýó 2020 með von um enn betri árangur. Bakmeiðslin sumarið 2017 breyttu hinsvegar miklu fyrir hana. „Sumarið 2017, eftir fimm mót erlendis á einum og hálfum mánuði, var ég orðin svo slæm að ég gat varla hreyft höfuðið, legið setið eða staðið með góðu móti. Ég varð því að sleppa HM,“ sagði Eygló Ósk í viðtalinu við Sindra. Eygló Ósk flutti síðan til Svíþjóðar og var þar í sjúkraþjálfun sem hjálpaði en lagaði bakmeiðslin aldrei almennilega. Myndataka í janúar síðastliðnum skýrði málið ekkert frekar. Með hjálp Péturs Einars Jónssonar, sjúkraþjálfara hjá Atlas, hefur henni aftur á móti gengið betur að vinna út úr vandamálinu. „Ástandið er allt annað núna en áður. Ég er að læra að beita mér rétt og nota alla þessa grunnvöðva í bakinu upp á nýtt,“ sagði Eygló. Hún er ekki tilbúin að gefast upp og þrátt fyrir að hún sleppi HM í 25 metra laug sem fer fram í Kína í desember þá hefur hún sett stefnuna á ÓL í Tókýó. „Ég er ekki búin. Ég er ekki tilbúin að gefast upp og hætta út af einhverju svona. Ég vil hætta á toppnum,“ segir Eygló í viðtalinu og bætir svo við: „Sjúkraþjálfarinn minn segir að það sé alveg raunhæft að ég verði komin í mitt besta form í Tókýó,“ segir Eygló en komist hún á næstu Ólympíuleika verður hún fyrsta íslenska sundkonan sem nær þremur Ólympíuleikum. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Sund Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Sjá meira
Eygló Ósk Gústafsdóttir hefur þegar farið tvisvar á Ólympíuleika og var líka kosin íþróttamaður ársins árið 2015 eftir að hafa unnið tvenn bronsverðlaun á Evrópumóti í 25 metra laug. Síðasta rúma árið hefur aftur á móti verið bestu sundkonu landsins afar erfitt. Eygló Ósk segir frá meiðslum sínum í viðtali við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu í dag þar sem hún talar um að það hafi reynt mikið á hana líkamlega og andlega að geta ekki sinnt íþróttinni sinni hundrað prósent. Eygló Ósk synti í úrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 og var strax farin að horfa til Ólympíuleikanna í Tókýó 2020 með von um enn betri árangur. Bakmeiðslin sumarið 2017 breyttu hinsvegar miklu fyrir hana. „Sumarið 2017, eftir fimm mót erlendis á einum og hálfum mánuði, var ég orðin svo slæm að ég gat varla hreyft höfuðið, legið setið eða staðið með góðu móti. Ég varð því að sleppa HM,“ sagði Eygló Ósk í viðtalinu við Sindra. Eygló Ósk flutti síðan til Svíþjóðar og var þar í sjúkraþjálfun sem hjálpaði en lagaði bakmeiðslin aldrei almennilega. Myndataka í janúar síðastliðnum skýrði málið ekkert frekar. Með hjálp Péturs Einars Jónssonar, sjúkraþjálfara hjá Atlas, hefur henni aftur á móti gengið betur að vinna út úr vandamálinu. „Ástandið er allt annað núna en áður. Ég er að læra að beita mér rétt og nota alla þessa grunnvöðva í bakinu upp á nýtt,“ sagði Eygló. Hún er ekki tilbúin að gefast upp og þrátt fyrir að hún sleppi HM í 25 metra laug sem fer fram í Kína í desember þá hefur hún sett stefnuna á ÓL í Tókýó. „Ég er ekki búin. Ég er ekki tilbúin að gefast upp og hætta út af einhverju svona. Ég vil hætta á toppnum,“ segir Eygló í viðtalinu og bætir svo við: „Sjúkraþjálfarinn minn segir að það sé alveg raunhæft að ég verði komin í mitt besta form í Tókýó,“ segir Eygló en komist hún á næstu Ólympíuleika verður hún fyrsta íslenska sundkonan sem nær þremur Ólympíuleikum.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Sund Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Sjá meira