Pepsi-spáin 2018: Blikar til alls líklegir Óskar Ófeigur Jónsson og Tómas Þór Þórðarson skrifa 23. apríl 2018 13:30 Blikar fagna sigri síðasta sumar. Vísir Íþróttadeild Vísir og Stöðvar 2 Sports telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Íslandsmótið hefst 27. apríl en Valsmenn eiga titil að verja eftir að hafa orðið meistarar í 21. sinn í sögu félagsins á síðustu leiktíð. Íþróttadeild spáir Breiðabliki 6. sæti deildarinnar en það er sama sæti og liðið hafnaði í á síðustu leiktíð. Eftir stormasamt síðasta sumar þar sem að þjálfarabreyting varð strax í byrjun móts er aftur búið að skipta um þjálfara en ró virðist yfir Kópavoginum núna og hafa úrslitin í vetur mörg hver vakið upp bjartsýni hjá þeim grænu. Breiðablik hefur lengi verið þekkt fyrir að spila einn besta fótboltann í deildinni og skora mörk en það var ekki síður varnarleikurinn á seinni árum sem vakti mikla athygli. Liðið fékk á sig fæst mörk sumarið 2015 og endaði í öðru sæti deildarinnar og var svo með næst bestu vörnina fyrir tveimur árum. Dapran árangur Blikaliðsins á síðustu leiktíð má rekja til dapurs varnarleiks en liðið var með sjöttu bestu vörnina og endaði í sjötta sæti. Þjálfari Breiðabliks er Ágúst Gylfason sem tók við liðinu síðasta haust. Ágúst var áður búinn að vera í átta ár hjá Fjölni og ná þar flottum árangri en hann kom Grafarvogsliðinu upp um deild, festi það í efstu deild og náði svo besta árangri Fjölnis í efstu deild fyrir tveimur árum. Ágúst hefur komið inn með mikinn ferskleika í Blikaliðið sem hefur keppst við að skora grimmt á undirbúningstímabilinu.Svona munum við eftir BreiðablikiÞað var einhvern veginn allt sem gekk á afturfótunum hjá Breiðabliki á síðustu leiktíð. Þjálfarinn var rekinn eftir tvo leiki og annar ráðinn við litla hrifningu hans félags og úrslitin létu svo sannarlega á sér standa. Markamaskínan Hrvoje Tokic komst aldrei í gang og kristalaðist tímabilið hans og eiginlega hjá Blikaliðinu þegar að honum tókst að skjóta framhjá af markteig í mikilvægum leik á móti ÍBV. Þessi lið mætast einmitt í fyrstu umferðinni. Liðið og leikmenngrafík/gvendurBlikaliðið er ekkert ósvipað því og spilaði á síðustu leiktíð nema það hafa bæst við nokkur ný nöfn. Ágúst Gylfason fær það verkefni að kveikja aftur á öflugum leikmönnum Blikaliðsins því veltan á leikmannamarkaðnum var ekki mikil.Gunnleifur Gunnleifsson: Eftir tvö stórgóð tímabil 2015 og 2016 þar sem fyrrverandi landsliðsmarkvörðurinn virtist eilífur fór aðeins að að glytta í aldurinn á Gulla á síðustu leiktíð. Slakur varnarleikur Blikanna hjálpaði ekki til en Gulli virðist að vanda í frábæru standi og þarf að vera líkari 2015-útgáfunni af Blikunum ef þær ætla að ná markmiðum sínum sem eru efstu þrjú sætin.Oliver Sigurjónsson: Fyrrverandi U21 árs landsliðsfyrirliðinn er kominn heim á láni en þetta gætu verið félagaskiptin sem færa Blika nær toppbaráttunni. Aftur á móti má ekki gleyma að Oliver gæti farið hvenær sem er og það gæti riðlað leik Blikanna en er svo sannarlega á meðan er. Oliver var einn besti leikmaður deildarinnar áður en að hann fór út.Gísli Eyjólfsson: Ein af stórstjörnum síðasta tímabils. Gísli sprakk út sem einn besti miðjumaður deildarinnar en hann stýrði sóknarleik Blikanna af festu og bæði lagði upp og skoraði mörk. Nú þarf Gísli að taka næsta skref á sínum ferli og spila eins og ungur leikmaður sem ætlar sér í atvinnumennsku. Markaðurinn grafík/gvendurArnór Gauti Ragnarsson og Guðmundur Böðvar Guðjónsson eru ekki leikmenn sem öskra á að þeir eigi að spila fyrir Breiðablik en Ágúst Gylfason hefur sínar hugmyndir um fótbolta og hefur fengið tvo mikla vinnuhesta og frábæra karaktera inn í hópinn. Hvorugur er væntanlega að fara að byrja marga leiki. Ein óvæntustu félagaskiptin í vetur voru þegar að belgíski bakvörðurinn Jonathan Hendrickx var allt í einu kynntur til leiks en þar fer gæða leikmaður. Eftir að hafa svo misst af hverjum Blikanum á fætur öðrum fékk liðið Oliver Sigurjónsson heim sem gerir mikið fyrir Kópavogsliðið. Þrátt fyrir að níu leikmenn séu farnir saknar Breiðablik í raun ekki nema eins en það er Martin Lund sem var hættulegasta sóknarvopn Blikanna á síðustu leiktíð.Markaðseinkunn:B-Hvað segir sérfræðingurinn?„Blikar eru með nýjan þjálfara og hafa sett sér háleit markmið að enda á meðal þriggja efstu,“ segir Gunnar Jarl Jónsson, fyrrverandi úrvalsdeildardómari og einn af sérfræðingum Pepsi-markanna í sumar. „Ég held að Ágúst Gylfason komi með eitthvað ferskt inn í þetta Blikalið og létti aðeins stemninguna. Það var þungt yfir Blikunum í fyrra með Milos og Arnar Grétarsson.“ „Blikarnir eru búnir að missa Martin Lund Pedersen sem var öflugur í fyrra og hafa ekki bætt neinu við í framlínunni. Ég trúi því að Blikar bæti við leikmanni. Gísli Eyjólfsson var frábær í fyrra en fyrst og fremst þurfa Blikarnir að spila betri varnarleik,“ segir Gunnar Jarl Jónsson. Spurt og svaraðgrafík/gvendurÞað sem við vitum um Breiðablik er ... að liðið hefur skorað grimmt á undirbúningstímabilinu en það var oft vandamál þess á síðustu leiktíð. Blikarnir spila beinskeyttan bolta og hafa verið að prófa sig áfram með þriggja manna varnarlínu. Miðjan með þá Oliver, Andra Yeoman og Gísla er ein sú sterkasta í deildinni og varnarlínan er ansi flott. Það er meiri léttleiki yfir Kópavoginum og spennan mikil sem gæti fleytt liðinu langt og tryggt því betri byrjun en á síðustu leiktíð.Spurningamerkin eru ... hvort að leikmennirnir séu með hausinn rétt skrúfaðan á. Það þýðir lítið að vera í flottum gír á undirbúningstímabilinu en verða svo undir valtara þegar að tímabilið byrjar. Fær liðið nógu mikið af mörkum úr öðrum stöðum en frá framherjunum ef Sveinn Aron eða Tokic verða í sama gír og á síðustu leiktíð og er breiddin nógu mikil til að halda dampi ef liðið verður fyrir einhverjum skakkaföllum.Binni bjartsýni og Siggi svartsýniBinni: Það er ekki bara raunhæft markmið hjá Gústa Púst að enda á meðal þriggja efstu heldur kæmi mér allt annað á óvart. Miðjumoð með þetta lið? Á þetta að vera eitthvað grín? Það þarf ekki nema að líta á byrjunarliðið til að sjá að þetta er eitt besta liðið í deildinni og á að vinna alla á góðum degi. Við erum með bestu miðjuna í deildinni, frábæra varnarlínu hvort sem við spilum með tvo eða þrjá miðverði og svo fær Davíð Kristján aftur tækifæri í bakverðinum sem er geggjað. Arnþór Ari er búinn að skora eins og vindurinn og svo mun Gísli Eyjólfsson vera besti leikmaður deildarinnar. Þetta verður geggjað sumar í Kópavogi.Siggi: Ég á enn þá eftir að sjá Arnþór Ara skora svona reglulega á Íslandsmóti og svo er algjör spurning hvað framherjarnir okkar gera. Mörkin sem við skoruðum á undirbúningstímabilinu komu líka flest á móti Inkasso-liðum en verr gekk þegar að við mættum Pepsi-deildarliðum. Af hverju er svo ekkert talað um brotthvarf Martins Lund? Hann var á topplistum deildarinnar yfir skoruð mörk og stoðsendingar saman. Gulli gæti verið á síðustu metrunum í markinu og þrátt fyrir að við fengum tvo flotta leikmenn í Oliver og Hendrickx er breiddin af leikmönnum með reynslu ekki mikil. Við treystum eins og alltaf mikið á ungu leikmennina en þeir eru tæplega að fara að lyfta okkur upp í toppbaráttuna ef við lendum í of miklum skakkaföllum. Evrópusæti væri algjör draumur en ég sé frekar fram á uppbyggingar ár. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2018: Árbæingar byggja á sama grunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spá Fylki 9. sæti í Pepsi-deild karla í sumar. 19. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Nýtt upphaf í Grafarvogi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölnir 8. sæti Pepsi-deildar karla. 19. apríl 2018 14:00 Pepsi-spáin 2018: Meiri vonbrigði í Fossvoginum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 10. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Lífið eftir Andra Rúnar hefst fyrir alvöru Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Grindavík 7. sæti Pepsi-deildar karla í sumar. 20. apríl 2018 12:00 Pepsi-spáin 2018: Stutt stopp Suðurnesjamanna Íþróttadeild spáir nýliðum Keflavíkur neðsta sæti Pepsi-deildarinnar 2018 og þar með falli aftur niður í Inkasso-deildina. 16. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Komið að því að kveðja Eyjamenn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 11. sæti í Pepsi-deildinni í sumar. 17. apríl 2018 10:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Íþróttadeild Vísir og Stöðvar 2 Sports telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Íslandsmótið hefst 27. apríl en Valsmenn eiga titil að verja eftir að hafa orðið meistarar í 21. sinn í sögu félagsins á síðustu leiktíð. Íþróttadeild spáir Breiðabliki 6. sæti deildarinnar en það er sama sæti og liðið hafnaði í á síðustu leiktíð. Eftir stormasamt síðasta sumar þar sem að þjálfarabreyting varð strax í byrjun móts er aftur búið að skipta um þjálfara en ró virðist yfir Kópavoginum núna og hafa úrslitin í vetur mörg hver vakið upp bjartsýni hjá þeim grænu. Breiðablik hefur lengi verið þekkt fyrir að spila einn besta fótboltann í deildinni og skora mörk en það var ekki síður varnarleikurinn á seinni árum sem vakti mikla athygli. Liðið fékk á sig fæst mörk sumarið 2015 og endaði í öðru sæti deildarinnar og var svo með næst bestu vörnina fyrir tveimur árum. Dapran árangur Blikaliðsins á síðustu leiktíð má rekja til dapurs varnarleiks en liðið var með sjöttu bestu vörnina og endaði í sjötta sæti. Þjálfari Breiðabliks er Ágúst Gylfason sem tók við liðinu síðasta haust. Ágúst var áður búinn að vera í átta ár hjá Fjölni og ná þar flottum árangri en hann kom Grafarvogsliðinu upp um deild, festi það í efstu deild og náði svo besta árangri Fjölnis í efstu deild fyrir tveimur árum. Ágúst hefur komið inn með mikinn ferskleika í Blikaliðið sem hefur keppst við að skora grimmt á undirbúningstímabilinu.Svona munum við eftir BreiðablikiÞað var einhvern veginn allt sem gekk á afturfótunum hjá Breiðabliki á síðustu leiktíð. Þjálfarinn var rekinn eftir tvo leiki og annar ráðinn við litla hrifningu hans félags og úrslitin létu svo sannarlega á sér standa. Markamaskínan Hrvoje Tokic komst aldrei í gang og kristalaðist tímabilið hans og eiginlega hjá Blikaliðinu þegar að honum tókst að skjóta framhjá af markteig í mikilvægum leik á móti ÍBV. Þessi lið mætast einmitt í fyrstu umferðinni. Liðið og leikmenngrafík/gvendurBlikaliðið er ekkert ósvipað því og spilaði á síðustu leiktíð nema það hafa bæst við nokkur ný nöfn. Ágúst Gylfason fær það verkefni að kveikja aftur á öflugum leikmönnum Blikaliðsins því veltan á leikmannamarkaðnum var ekki mikil.Gunnleifur Gunnleifsson: Eftir tvö stórgóð tímabil 2015 og 2016 þar sem fyrrverandi landsliðsmarkvörðurinn virtist eilífur fór aðeins að að glytta í aldurinn á Gulla á síðustu leiktíð. Slakur varnarleikur Blikanna hjálpaði ekki til en Gulli virðist að vanda í frábæru standi og þarf að vera líkari 2015-útgáfunni af Blikunum ef þær ætla að ná markmiðum sínum sem eru efstu þrjú sætin.Oliver Sigurjónsson: Fyrrverandi U21 árs landsliðsfyrirliðinn er kominn heim á láni en þetta gætu verið félagaskiptin sem færa Blika nær toppbaráttunni. Aftur á móti má ekki gleyma að Oliver gæti farið hvenær sem er og það gæti riðlað leik Blikanna en er svo sannarlega á meðan er. Oliver var einn besti leikmaður deildarinnar áður en að hann fór út.Gísli Eyjólfsson: Ein af stórstjörnum síðasta tímabils. Gísli sprakk út sem einn besti miðjumaður deildarinnar en hann stýrði sóknarleik Blikanna af festu og bæði lagði upp og skoraði mörk. Nú þarf Gísli að taka næsta skref á sínum ferli og spila eins og ungur leikmaður sem ætlar sér í atvinnumennsku. Markaðurinn grafík/gvendurArnór Gauti Ragnarsson og Guðmundur Böðvar Guðjónsson eru ekki leikmenn sem öskra á að þeir eigi að spila fyrir Breiðablik en Ágúst Gylfason hefur sínar hugmyndir um fótbolta og hefur fengið tvo mikla vinnuhesta og frábæra karaktera inn í hópinn. Hvorugur er væntanlega að fara að byrja marga leiki. Ein óvæntustu félagaskiptin í vetur voru þegar að belgíski bakvörðurinn Jonathan Hendrickx var allt í einu kynntur til leiks en þar fer gæða leikmaður. Eftir að hafa svo misst af hverjum Blikanum á fætur öðrum fékk liðið Oliver Sigurjónsson heim sem gerir mikið fyrir Kópavogsliðið. Þrátt fyrir að níu leikmenn séu farnir saknar Breiðablik í raun ekki nema eins en það er Martin Lund sem var hættulegasta sóknarvopn Blikanna á síðustu leiktíð.Markaðseinkunn:B-Hvað segir sérfræðingurinn?„Blikar eru með nýjan þjálfara og hafa sett sér háleit markmið að enda á meðal þriggja efstu,“ segir Gunnar Jarl Jónsson, fyrrverandi úrvalsdeildardómari og einn af sérfræðingum Pepsi-markanna í sumar. „Ég held að Ágúst Gylfason komi með eitthvað ferskt inn í þetta Blikalið og létti aðeins stemninguna. Það var þungt yfir Blikunum í fyrra með Milos og Arnar Grétarsson.“ „Blikarnir eru búnir að missa Martin Lund Pedersen sem var öflugur í fyrra og hafa ekki bætt neinu við í framlínunni. Ég trúi því að Blikar bæti við leikmanni. Gísli Eyjólfsson var frábær í fyrra en fyrst og fremst þurfa Blikarnir að spila betri varnarleik,“ segir Gunnar Jarl Jónsson. Spurt og svaraðgrafík/gvendurÞað sem við vitum um Breiðablik er ... að liðið hefur skorað grimmt á undirbúningstímabilinu en það var oft vandamál þess á síðustu leiktíð. Blikarnir spila beinskeyttan bolta og hafa verið að prófa sig áfram með þriggja manna varnarlínu. Miðjan með þá Oliver, Andra Yeoman og Gísla er ein sú sterkasta í deildinni og varnarlínan er ansi flott. Það er meiri léttleiki yfir Kópavoginum og spennan mikil sem gæti fleytt liðinu langt og tryggt því betri byrjun en á síðustu leiktíð.Spurningamerkin eru ... hvort að leikmennirnir séu með hausinn rétt skrúfaðan á. Það þýðir lítið að vera í flottum gír á undirbúningstímabilinu en verða svo undir valtara þegar að tímabilið byrjar. Fær liðið nógu mikið af mörkum úr öðrum stöðum en frá framherjunum ef Sveinn Aron eða Tokic verða í sama gír og á síðustu leiktíð og er breiddin nógu mikil til að halda dampi ef liðið verður fyrir einhverjum skakkaföllum.Binni bjartsýni og Siggi svartsýniBinni: Það er ekki bara raunhæft markmið hjá Gústa Púst að enda á meðal þriggja efstu heldur kæmi mér allt annað á óvart. Miðjumoð með þetta lið? Á þetta að vera eitthvað grín? Það þarf ekki nema að líta á byrjunarliðið til að sjá að þetta er eitt besta liðið í deildinni og á að vinna alla á góðum degi. Við erum með bestu miðjuna í deildinni, frábæra varnarlínu hvort sem við spilum með tvo eða þrjá miðverði og svo fær Davíð Kristján aftur tækifæri í bakverðinum sem er geggjað. Arnþór Ari er búinn að skora eins og vindurinn og svo mun Gísli Eyjólfsson vera besti leikmaður deildarinnar. Þetta verður geggjað sumar í Kópavogi.Siggi: Ég á enn þá eftir að sjá Arnþór Ara skora svona reglulega á Íslandsmóti og svo er algjör spurning hvað framherjarnir okkar gera. Mörkin sem við skoruðum á undirbúningstímabilinu komu líka flest á móti Inkasso-liðum en verr gekk þegar að við mættum Pepsi-deildarliðum. Af hverju er svo ekkert talað um brotthvarf Martins Lund? Hann var á topplistum deildarinnar yfir skoruð mörk og stoðsendingar saman. Gulli gæti verið á síðustu metrunum í markinu og þrátt fyrir að við fengum tvo flotta leikmenn í Oliver og Hendrickx er breiddin af leikmönnum með reynslu ekki mikil. Við treystum eins og alltaf mikið á ungu leikmennina en þeir eru tæplega að fara að lyfta okkur upp í toppbaráttuna ef við lendum í of miklum skakkaföllum. Evrópusæti væri algjör draumur en ég sé frekar fram á uppbyggingar ár.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2018: Árbæingar byggja á sama grunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spá Fylki 9. sæti í Pepsi-deild karla í sumar. 19. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Nýtt upphaf í Grafarvogi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölnir 8. sæti Pepsi-deildar karla. 19. apríl 2018 14:00 Pepsi-spáin 2018: Meiri vonbrigði í Fossvoginum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 10. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Lífið eftir Andra Rúnar hefst fyrir alvöru Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Grindavík 7. sæti Pepsi-deildar karla í sumar. 20. apríl 2018 12:00 Pepsi-spáin 2018: Stutt stopp Suðurnesjamanna Íþróttadeild spáir nýliðum Keflavíkur neðsta sæti Pepsi-deildarinnar 2018 og þar með falli aftur niður í Inkasso-deildina. 16. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Komið að því að kveðja Eyjamenn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 11. sæti í Pepsi-deildinni í sumar. 17. apríl 2018 10:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Pepsi-spáin 2018: Árbæingar byggja á sama grunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spá Fylki 9. sæti í Pepsi-deild karla í sumar. 19. apríl 2018 10:00
Pepsi-spáin 2018: Nýtt upphaf í Grafarvogi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölnir 8. sæti Pepsi-deildar karla. 19. apríl 2018 14:00
Pepsi-spáin 2018: Meiri vonbrigði í Fossvoginum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 10. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2018 10:00
Pepsi-spáin 2018: Lífið eftir Andra Rúnar hefst fyrir alvöru Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Grindavík 7. sæti Pepsi-deildar karla í sumar. 20. apríl 2018 12:00
Pepsi-spáin 2018: Stutt stopp Suðurnesjamanna Íþróttadeild spáir nýliðum Keflavíkur neðsta sæti Pepsi-deildarinnar 2018 og þar með falli aftur niður í Inkasso-deildina. 16. apríl 2018 10:00
Pepsi-spáin 2018: Komið að því að kveðja Eyjamenn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 11. sæti í Pepsi-deildinni í sumar. 17. apríl 2018 10:00