Körfubolti

Arnór gengur til liðs við Blika

Arnór handsalar komuna í Breiðablik
Arnór handsalar komuna í Breiðablik mynd/breiðablik
Breiðablik verður nýliði í Domino's deild karla á næsta tímabili. Liðið hefur safnað að sér leikmönnum á síðustu dögum og í dag samdi Arnór Hermannsson við félagið.

Arnór kemur frá KR en þar hefur hann verið allan sinn feril og varð Íslandsmeistari með Vesturbæingum í vor. Arnór spilaði 24 leiki með KR á síðastliðnu tímabili og var með 12 stig að meðaltali í leik.

Arnór er fæddur árið 1998 og hefur spilað með öllum yngri landsliðum Íslands. Hann er yngri bróðir Martin Hermannssonar sem er lykilmaður í íslenska landsliðinu og einn besti íslenski körfuboltamaðurinn um þessar mundir.

„Ég er ánægður með að fá Arnór til okkar. Hann góður leikmaður sem hefði geta valið sér mörg lið. Hann hefur nú þegar sýnt sig í efstu deild og kemur til með að hjálpa liðinu með festu í varnaleiknum og auknu hugmyndaflæði í sókn,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Blika, um komu Arnórs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×